Litli Bergþór - 01.12.1998, Qupperneq 18

Litli Bergþór - 01.12.1998, Qupperneq 18
saman. Það sama gerðist í búðinni sem nokkrar kvennanna heimsóttu. Þær höfðu komist þar í gullnámu af alls kyns "dónadóti" ( þær verða sjálfar að svara fyrir það) Þama heyrðust þær ræða sín í milli um jólagjafir. Ekkert varð úr kaupunum vegna þess að kaupkonan sýndi mjög eindregin óþolinmæðimerki og í ljós kom við eftirgrennslan undirritaðs, sem var þarna einvörðungu í hlutverki túlks, að sjálfsögðu, að konugreyið var að bíða eftir að geta lokað búðinni. Hádegislokun er víðar til i en í Biskupstungum, en það er víst, að þarna[ varð kaupmannastéttin í Sélestat af umtalsverðum viðskiptum, sérstaklega ofangreind kaupkona. kjötsúpan, ostakaupin, hvíldin Við svo búið héldum við til næsta áfangastaðar, Auberge Ramstein í Diefentahl. Þar fengum við að borða héraðsrétt þeirra Elsassbúa, sem var nokkurs konar kjötsúpa. Enn gef ég Perlu, formanni orðið: „kjötsúpu sem samanstóð af svína- nauta og lambakjöti, grænmeti, lauk og ýmsu öðru sem legið hafði í hvítvíni yfir nótt og síðan eldað í fjóra tíma“. Kjötsúpan var alveg ágæt. Eftir þetta fórum við bara heim á hótelið okkar til að hvflast fyrir átök kvöldsins. (Náttúrulega með viðkomu í kjörbúð, þar sem fólk birgði sig upp af ostum, saltkexi og ýmsu öðru - þessi verslunarleiðangur tók svo langan tíma að það gafst minni tími til hvfldar en til stóð) kvöldverðurinn, krumminn, hjartað, móttakan, lævirkjarnir Að loknum fremur | endasleppum kvöldverði (við náðum ekki að borða eftirréttinn) lá leiðin í kirkjuna þar sem aðaltónleikarnir í Frakklandi voru haldnir um | kvöldið. Við sungum þarna með kór I heimamanna, sem slapp alveg ágætlega frá "Krummi krunkar | úti" þrátt fyrir hrakspár. Þarna var margt fólk, þ.á.m. I varaborgarstjórinn í Barr og sendinefnd frá Evrópuráðinu í Eruþau hœtt að brosa't Hilmar í góðum gír. Strasbourg. Afbragðs tónleikar, að sjálfsögðu. Eftir þá var glæsileg móttaka í ráðhúsinu, þar sem skipst var á kurteisi og Skálholtskórinn söng stóran hluta af veraldlegu dagskránni sinni. Þar söng „der Mannerkor,, sig endanlega inn í hjarta Elísabetar, sem áður er nefnd. Eitthvað varð þess valdandi að söngurinn var einstaklega hljómþýður og afslappaður þarna í móttökusalnum. Að lokinni móttökunni var haldið á hótelið til að nýta ostana og hlusta á uglurnar og lævirkjana í skóginum umhverfis hótelið. Enginn fór í sund. miðvikudagurinn, 7. október mjólkurafurðin, myrkraverkin, útinnbrotið, ylhýra Ostamir fóm bara nokkuð vel í fólkið. Það var ekki hægt að merkja annað af þeim frásögnum sem tóku að berast meðal manna þennan morgun. Maður getur helst ímyndað sér að það hafi verið einhver efni í þessari frönsku mjólkurafurð sem ollu þeim uppákomum og hremmingum sem virðulegir Tungnamenn lentu í þessa nótt og morguninn eftir. Sennilega hefur þarna verið á ferðinni óminnissveppurinn illræmdi sem þekktur af því að birtast þar sem hans er síst vænst. Þama var tekið dæmi af manninum sem vaknaði við að hann þurfti að sinna kalli náttúmnnar um miðja nótt, en hafði þá steingleymt hvar hann var. Hann ráfaði um í myrkrinu í leit að vísbendingu urn langa hríð. Hann fann ískalda hönd ókunnra afla umlykja hjarta sitt. Hann gerði sig lfldegan til að gefa sig þeim á vald, þegar hann rakst á rofann og sá ástvinu sína hvfla í sakleysi sínu svífandi á vængum svefnsins á hótelherbergi í Frakklandi. Önnur saga fjallaði um hjónin sem læstu að sér þegar þau gengu til náða. Það, í sjálfu sér, er í hæsta máta eðlilegt við þær aðstæður sem þarna voru. Þegar síðan kom að morgunverði daginn eftir, og reyndar heldur stutt í brottför, uppgötvuðu þau sér til töluverðrar hrellingar að það var enginn lykill í skránni, þar sem þau voru viss um að þau hefðu skilið hann eftir. Upphófst þarna leitin mikla, leitin að lyklinum. Gerðust þau æ streittari og sveittari við leitina eftir því sem brottfararstund nálgaðist og líkur á að fá einhvern morgunverð minnkuðu. Það fór svo, að til þess að missa ekki af smá morgunverðarbita klifruðu þau út um gluggann. Þau sáu ekki að það hefði leitt neitt af sér að reyna að hringja í móttökuna til að láta hleypa sér út, því þar gekk víst ekki að nota ástkæra ylhýra. Morgunverðinn fengu þau og þar sem enn voru nokkrar mínútur í brottför klifruðu þau aftur inn um gluggann til að greiða sér og svona. Auðvitað var lykilskömmin það fyrsta sem þau sáu - þegar þau kíktu á bak við sjónvarpstækið. Þeim er enn hulið hvernig hann komst þangað. gönguferðin, jólagjafaleitin, siglingin, kapítulinn Leiðin þennan síðasta dag okkar í Frakklandi lá til Strassbourg, en borgin sú er m.a. þekkt fyrir það, að þar hefur Evrópuráðið aðsetur. Það verður nú að segjast eins Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.