Litli Bergþór - 01.12.1998, Síða 25

Litli Bergþór - 01.12.1998, Síða 25
Magnús smiður og Snœbjörn að stinga út. Vesturendinn þveginn. Systkini afa bjuggu á 3 jörðum í Grímsnesi, hlið við hlið, á sínum tíma. Jón, einsetukarl bjó í Reykjanesi, Sigurlaug Ottesen á Bjarnastöðum og Ingibjörg Ottesen á Svínavatni. - Hjá Ingibjörgu, móður Jóns, sem nú býr á Svínavatni, var ég í sveit í mörg sumur. - Nú, tvær systur mömmu búa í Laugardal, þær Guðrún Snæbjörnsdóttir í Efstadal og Ingiríður Snæbjörnsdóttir í Austurey. Við erum því systrasynir allir Snæbimimir. Eg segi stundum, að efnilegustu strákarnir í hverri fjölskyldu hafi verið skírðir Snæbjörn!. L-B: Attufieiri systkini en Magnús og Hildi? Snæbjörn: Jú, þrjár systur, Magneu og Kristbjörgu í Reykjavík og Helgu á Grundarfirði, einn bróður, Hafstein, á Sólheimum og einn hálfbróður, Omar að nafni, sem býr erlendis. L.-B: Og Hlíf ertþú líka innfæddur Arnesingur? Hlíf: Nei, ég er innfæddur vestfirðingur, fædd 16. des 1944 á Suðureyri við Súgandafjörð, eða réttara sagt á Laugum. Faðir minn, Páll Helgi Pétursson var að vísu á íþróttaskólanum hjá Sigurði Greipssyni á Geysi einhvemtíman á árunum í kringum 1940. En hann varð síðan bóndi á Laugum við Súgandafjörð eftir foreldra sína, þau Pétur Sveinbjörnsson og Kristjönu Friðbertsdóttur. Móðir mín er Guðrún Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Karvels Guðmundssonar og Vigdísar Guðbjörnsdóttur á Súgandafirði. L-B: Eruð þið mörg systkinin? Hlíf: Við vorum 7 systkinin, en yngsta systir mín, Vigdís, er dáin. Eg er elst, síðan koma Sigríður, sem býr á Súganda, María á Akranesi, Amalía á ísafirði, Friðbert í Hafnarfirði og Guðmundur Karvel á Súgandafirði. Annars hef ég lengst af búið í Reykjavík og Keflavík. L-B: Eigiðþið einhver börn? Hlíf: Nei, ekki saman. Það er svo stutt síðan við kynntumst. En ég á 3 börn frá fyrra hjónabandi, soninn Sigurpál Daníel Asgeirsson, sem býr í Njarðvík og er vélfræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, og tvær dætur, Kristrúnu Sædísi Asgeirsdóttur, sem er við nám í Danmörku og Sveinbjörgu Asgeirsdóttur, sem vinnur við skólann á Laugum í Reykjadal. Snæbjörn: Og ég á fyrir eina dóttur, Asu Snæbjömsdóttur 9 ára. Litli-Bergþór: Hvernig datt ykkur í hug að fjárfesta íþessu gamla sláturhúsi: Snæbjörn: Ég var búinn að horfa á það a.m.k. í ein 5-6 ár og sá strax möguleika á að reka hér ferðaþjónustu. En það var ekkert vit í að kaupa það fyrr en verðið var orðið ásættanlegt. I fyrra settum við svo fullan þunga í að kaupa það og kaupsamningur var undirritaður 19. júní 1997. Hlíf: Já, ég smá smitaðist af þessum ferðaþjónustuáhuga hjá Snæbirni og kannski er það táknrænt að kaupin skyldu gerð 19. júní, á kvenréttindadaginn! Annars var það nú tilviljun. Snæbjörn: Já, hún er sko orðin verri en ég! Hlíf: Við ætlum að fórna 5 árum í að koma þessu upp og sjá hvort þetta gengur. Hugmyndin er að reka hér alhliða ferðaþjónustu: svefnpokapláss, hótelherbergi, matsölu, tjaldstæði, verslun, bar, sýningarsal, sölutorg. Sölutorgið verður kallað Réttarportið og þar getur fólk leigt borð og komið með sína muni, heimilisiðnað, ferðamannavörur, grænmeti o.fl. Þar verður líka aðstaða fyrir útivistarfólk, t.d. af tjaldstæðunum, en það getur komið sér vel þegar mikið rignir, eða fólk þarf að komast í skjól. Við viljum skapa hér umhverfi, þar sem fólki líður vel og þessvegna höfum við lagt áherslu á umhverfið. Hér í Laugarási grær allt, svo það er ekki vandamálið. Snæbjörn: Útivistarsvæðið og tjaldstæðið eru um 3 hektarar og er stefnt að því að það verði tilbúið árið 2000. í sumar Valbjörg Jónsdóttir, kennari, vökvar. Útivistarsvœðið og útsýni til Langholtsfjalls. vorum við að undirbúa jarðveginn, ræsta fram og fylla í skurði, á þeim hluta sem snýr að Hvítá. En það er um 1,5 ha. En nú er jarðvegsraskið búið og fegrunarátakið heldur svo áfram næsta sumar. Þá er að sá grasi, búa til blómabeð og gróðursetja trjáplöntur. Við Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.