Litli Bergþór - 01.12.1998, Side 26

Litli Bergþór - 01.12.1998, Side 26
Húsráðendur í Eðalbúrinu. settum niður 400 aspir í sumar, og höldum áfram næsta sumar. Fólki líkar vel við þessi skjólgóðu tjaldstæði hér í Laugarási og finnst þetta því ansi bert hjá okkur ennþá. En það horfir til bóta. Núna, síðast liðið sumar, var fólk sem kom aftur og aftur og tjaldaði hjá okkur, þó það væri hundfúlt þegar það kom í fyrsta sinn, að fá ekki pláss á gömlu tjaldstæðunum. I framtíðinni ætlum við líka að hafa mikið af leiktækjum og gera svæðið aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk. L-B: Liturinn á húsinu? Snæbjörn: Já, blái liturinn. Hann var búinn að þróast í marga mánuði. Við höfðum reynt marga liti og allir voru þeir eins og skrattinn úr sauðaleggnum. En sjáðu, - segir Snæbjörn og sýnir blaðamanni mynd af húsinu og yfir því hvolfist heiðblár himinn. - Þess vegna völdum við bláa litinn. Húsið þarf að falla að umhverfinu, bláum himni, bláum fjöllum og blárri á. Og blár litur var það eina, sem kom til greina. Við völdum síðan fallega bláa liti hvort í sínu lagi, og þegar við bárum saman bækur okkar reyndist það vera sami liturinn! Þetta var óhemju magn af málningu, svo ég bað vin minn, sem líka var að kaupa málningu fyrir sig, að flytja hana. Þegar hann kom með farminn reyndust vera of margar dollur af okkar lit. Og þegar betur var að gáð kom í ljós, að hann hafði verið að kaupa bláa málningu fyrir sig og hafði þá keypt nákvæmlega sama bláa litinn og við! L-B: Þetta hlýturþá að vera rétti liturinn! Snæbjörn: Annars eru ekki allir jafn hrifnir af bláa litnum. Kunningi minn einn var einhvern tíman að setja út á litinn og sagði hann vera íhaldsbláan. Eg þóttist þá vita að hann væri ekki sjálfstæðismaður og gat ekki setið á mér að stríða honum svolítið. Sagði honum að þeir Þorsteinn og Ami hefðu gefið mér litinn og svo ætli ég að leigja gaflinn á húsinu undir auglýsingar. Til dæmis núna fyrir kosningarnar myndi X-D taka sig vel út á bláum fletinum! En svona gamanlaust, þá á að koma listaverk á gaflinn. Katrín Jónsdóttir frá Svínavatni er að undirbúa að mála mynd á hann. Þetta listaverk hér, (segir Snæbjörn og bendir á stórt hringlaga listaverk úr málmi, sem hangir á veggnum bak við skenkinn í matsalnum,) á hinsvegar að koma á framhliðina á húsinu að vestanverðu. L-B: Hvað með nafnið á húsinu? Hlíf: Við gáfum staðnum nafnið Iðufell, og gerðum það strax, til að loka fyrir sláturhúsnafnið. Það kostaði reyndar nokkur heilabrot líka, en okkur fannst nafnið passa vel við staðinn, hér við Iðubrúna og Vörðufellið. Snæbjörn: Fyrirtækið heitir hins vegar 1997 og það rekur fiskvinnsluna Eðalbúrið og ferðaþjónustuna Iðufell. Allt á sömu kennitölu. 1997/Iðufell/Eðalbúrið stendur semsagt á bréfsefninu! L-B: Tekst ykkur að nýta allt þetta húsnæði. Snæbjörn: Já, já, það verður ekki vandamálið. En það er auðvitað mikil vinna eftir við endurbætur á Litli - Bergþór 26 --------------------------- húsinu. Við erum enn að bera drasl út úr því. Ég er ekki fyrr búinn að hreinsa til í kringum húsið en það eru komnir nýjir ruslahaugar. I vetur nýtum við t. d. réttina og kjallarann undir um 35 húsbfla og tjaldvagna, sem fólk fær að geyma hjá okkur gegn vægu gjaldi. Þetta eru samtals um 1000 m2 og verður væntanlega áfram notað sem geymsla á veturna. Mikið af þessum vögnum tengjast reyndar fjölskyldum okkar. Ég flutti fiskvinnsluna hingað austur strax eftir að við keyptum og var að taka hana í notkun núna í haust, í október. L-B: Segðu mér nánarfrá fiskvinnslunni. Snæbjörn: Ég rak fiskverkunina Eðalbúrið í Reykjavík, en seldi húsnæðið þegar við keyptum þetta hér. Ég fékk hinsvegar ekki nógu gott verð fyrir vélamar, svo ég flutti þær hingað austur. Hér var ágætis húsnæði fyrir fiskverkun og gott að hafa atvinnumöguleika hér heima á vetuma, meðan ferðaþjónustan er að vinna sig upp. Markaðssvið okkar eru mötuneyti, t.d. skólamötuneyti hér í uppsveitum og víðar. Við vinnum fiskinn eftir pöntun kokksins á hverjum stað, flökum, roðrífum, beinhreinsum, skeram í bita og jafnvel röspum. Einnig útbúum við fiskibollur. Aðallega er þetta ýsa og annar matfiskur. Þegar ferðaþjónustan er komin í gang og orðið meira að gera við hana, - vonandi strax eftir 2 ár, - reiknum við síðan með að hætta fiskverkuninni. L-B: Hvernig er svo farið að því að fjármagna svona dæmi? Snæbjörn: Nú, við seldum auðvitað allar eignir sem við áttum, fiskverkun og íbúð og svo voru tekin lán. Ætli það séu ekki komnar um 30 miljónir í þetta. Hlíf: Já, við lögðum allt okkar í þetta. Ogsvoer þetta auðvitað óhemju mikil vinna. Aðallega vinna. Svona fyrirtæki er ekki nema fyrir fólk, sem er tilbúið til að vinna, hefur mikla þolinmæði og hæfilegan skammt af brjálsemi. Það þarf að vera góð blanda af þessu þrennu! En við erum bjartsýn og höfum engar áhyggjur af því að þetta gangi ekki. Snæbjörn: Já, við erum alveg sannfærð um að við erum rétta fólkið á réttum stað á réttum tíma. Með þessum orðum kveðjum við þetta bjartsýna athafnafólk og óskum þeim velfamaðar íþessu mikla uppbyggingarstaifi þeirra hér í Laugarási G.S.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.