Litli Bergþór - 01.12.1998, Qupperneq 28

Litli Bergþór - 01.12.1998, Qupperneq 28
SÍÐASTA FJALLFERÐIN AÐ SEYÐISÁ 1936 - og fleira af fjöllum - Eftir Tómas Tómasson Þegar aldurinn fceristyfir og ferðalögum fcekkar verður ncesta skrefið að láta hugann reika áfornar slóðir og halda þannig við minningum um ýmsar ferðir. Hér verður rifjuð upp síðasta fjallferðin semfarin var að Seyðisá, en það var árið 1936. Einn af þeim stöðum á hálendinu sem mér verður oft hugsað til er Gránunes á Kjalarsvæðinu, en það myndast af tveim kvíslum sem báðar koma undan Kjalhrauni, hin vestari frá Kjalfelli og nefnist Kjalfellskvísl, en hin úr Svartárbotnum. Nafnið Gránunes tengist harmsögu Reynistaðabræðra með því að þar er talið að lifað hafi af vetrarlangt grá hryssa sem verið hafi í för þeirra Reynistaðamanna. Um leið og Biskupstungnamenn fóru að fara með fé á afrétt norður yfir Hvítá þurfti að skipuleggja haustsmalamennsku og aðstöðu til að draga fé í sundur því þarna gekk fé saman yfir sumarið frá Árnesingum og Húnvetningum. Fljótlega mun Gránunes hafa orðið einn mesti samkomustaður leitarmanna á Kjalarsvæðinu. Þar komu saman Biskupstungnamenn, menn úr Hrunamannahreppi og Húnvetningar og þar var gist í tvær nætur, oft við söng og spjall fram eftir nóttu. Upp í hugann koma nöfn vissra manna sem greinarhöfundur sá fyrst í Gránunesi. Má þar nefna Marka-Leifa, Kristinn Ámason og Halldór Pálsson sem þá var ungur maður. Hann sagði margar sögur úr sinni heimabyggð. Ein var sú sem festist mér nokkuð í minni, en það var að þeir Guðlaugsstaðamenn gengju að því eins og versta verki að éta rollukjötið á Guðlaugsstöðum. Nóg að borða á þeim bæ. Réttin í Gránunesi mun hafa verið byggð rétt fyrir síðustu aldamót eða fyrir um 100 árum. Réttin er nú reyndar ekki í Gránunesinu, heldur fyrir sunnan Kvíslina, en Gránunesið sjálft, þar sem tjaldstaðurinn var, er norðan við ána. Aðstæður allar hafa ráðið því að réttinni var valinn þarna staður. Byggingarefni var nokkuð gott með því að ríi'a grjótið þarna upp úr hrauninu, en það hefur kostað marga svitadropa því réttin var býsna stór. Og alltaf þurfti að hlaða upp í skörð þar sem hrunið hafði á milli ára. Tveir dilkar voru þarna, annar fyrir fé Hreppamanna, hinn fyrir fé Húnvetninga. Daginn sem Tungnamenn komu að sunnan smöluðu þeir hraunið sunnan frá Hrefnubúð og norður í Gránunes. Þar var fé Hreppamanna og Húnvetninga dregið úr. Tungnaféð var síðan rekið suður í Svartárbuga. Næsta dag voru tjöldin látin standa og mannskapnum skipt niður á smalasvæðið sem var vestan úr Fögruhlíð, Þjófadalir, Kjalhraunið norður á Strýtur, austur um Rjúpnafell og þar austur fyrir hraun og svæðið allt vestur að Fúlukvísl smalað niður í Gránunes. Þessi dagur var kallaður háleitardagur. Lengi vel voru sendir tveir menn norður í Blönduupptök. Þeir voru engum öðrum smölum háðir. Ef þeir fundu kindur norður við Blöndukvíslar ráku þeir þær beinustu leið niður í Gránunes. Það kom oft fyrir að kindur sem þama fundust vora að norðan og skapaði það vandamál, því reksturinn varð svo langur norður að Seyðisá og dæmi voru þess að féð gafst upp. Eftir að varnargirðingin í áttina austur að Blágnýpu var sett upp var allt fé norðan hennar með Blöndu rekið norður. Gránunes til hœgri við miðja mynd. Eftir að hafa átt náttstað í Gránunesi í tvær nætur voru tjöldin tekin upp, allur farangur bundinn í bagga og búist til ferðar. Það má geta þess að svo kallaður Austurkrókur, það eru Blágnýpuver og svæðið austur að Jökulkvísl og niður að Fossrófulæk, beið smölunar þar til daginn sem farið var úr Gránunesi og niður í Hvítárnes. I þetta svæði voru sendir smalamenn og skyldu þeir reka féð þaðan saman við Fossrófulæk og síðan suður á Svartártorfur, suður á móts við Hvítárnes. Þetta var oft erfiður smaladagur og seint komið í náttstað. Það má segja að leiðir skildust þegar farið var úr Gránunesi þannig að átta Biskupstungnanenn og tveir úr Hrunamannahreppi héldu norður að Seyðisá til móts við Húnvetninga. Tveir fóru með trússhestana en hinir smöluðu fyrir austan Kjalhraun og norður með Blöndu og Biskupstungur sem er mýrarflói með fram Blöndu. Það kom í hlut greinarhöfundar að vera annar þeirra sem skyldu vera með trússana þennan dag. Flestir voru farnir úr tjaldstað. Trússamenn Seyðisármanna voru síðastir að taka sig upp og var kvaðst með nokkrum söknuði. Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.