Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 5

Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 5
Hvað segirðu til? Hér verður greint frá því, sem fréttnæmt telst úr Tungunum frá byrjun jólaföstu og fram á góu. Snjórinn, sem kominn var, er desember gekk í garð, var að angra vegfarendur af og til fram yfir áramót. Með töluverðum mokstri tókst yfirleitt að halda aðlavegum færum, en víða var torfært á útvegum og afleggjurum. Lítið var um vont veður þó laus snjór væri á jörð, þar sem vindur var oftast hægur. I janúar gerði góða hláku, sem stóð fram undir lok þess mánaðar, og hvarf þá snjórinn af flatlendi, en víða fyllir hann enn skurði og skaflar eru í lægðum. Hlákan tók enda, og í febrúar hefur snjóað öðru hvoru, skammvinir blotar en vindurinn oft feykt lausum snjó í burt, og hefur stundum gert allsnarpa bylji, sem hafa þó staðið stutt. Töluverður snjór hefur safnast fyrir hér um slóðir í febrúar og var snjódýpt áætluð 40 - 50 cm í Hjarðarlandi í fyrstu viku góu Undir lokfebrúar og í byrjun mars gerði snarpa bylji með miklum skafrenningi. Þá urðu tvö böm, 11 og 13 ára, undir snjóhengju í Austurhlíð. Þau fundust fljótlega með aðstoð björgunarsveitarmanna úr Laugardal og varð ekki meint af. Kirkjulegt starf á jólaföstu og um jól og áramót var með hefðbundnum hætti. Aðventukvöld var í Skálholtskirkju, þar sem landbúnaðarráðherra hélt ræðu, Skálholtskórinn, Bama- og Kammerkór Biskupstungna sungu og ýmsir söngvarar og hljóðfæraleikarar komu fram. Miðnæturmessa var í Skálholtskirkju á jólanótt og þar var hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Á annan dag jóla var messað í Haukadal og Bæðratungu og á Torfastöðum á nýársdag. Fastir þættir í kirkjulegu starfi em messur í Skálholtskirkju kl. 11 hvem sunnudag og bamaguðsþjónustu í Torfastaðakirkju annan hvem sunnudag kl. 14. Heilsufar hefur verið fremur gott í sveitinni í skammdeginu, þó nokkuð hafi borið á inflúensu einkum um jól og áramót. Helstu sýnilegar verklegar framkvæmdir eru að skemma er risin á Hábrún og unnið er að hótelbyggingu í Brattholti. Þorri var blótaður á öðm kvöldi hans í umsjá sóknarbarna í Bræðratungusókn. Þau skemmtu með fmmsömdu efni í bundnu og óbundnu máli, mæltu fram og sungnu. Að því loknu var dansað fram eftir nóttu við tónlist tveggja manna hljómsveitar. Gestir munu hafa verið full þrjú hundmð. I fyrstu viku þorra var í Aratungu fundur um Frá þorrablóti 2000. Valur á Gýgjarhóli, Guðmundur í Kistuholti og Arnór í Arnarholti. þjóðlendur, og var kröfu fulltrúa ríkisins um að hluti af þinglýstum eignarlöndum yrðu gerð að þjóðlendum í eigu ríkisins mótmælt þar harðlega. Fundarmenn voru um 150, flestir íbúar í uppsveitum Ámessýslu, en þar var einnig fólk lengra að, ráðherrar landbúnaðar og fjármála og nokkrir alþingismenn. Nokkrar kindur hafa heimst við Hlíðarnar síðustu mánuðina. Fimm voru sóttar í Kálfársporða á þorláksmessu og tveir lambhrútar komu í æmar í Uthlíð upp úr miðjum janúar. Var talið líklegt að þeir hefðu verið í skógræktargirðingu í nágrenninu en skafl á girðingu og fiðringur í kropp þeirra hefði valdið því að þeir komu þaðan. Síðan sáust kindur fyrir ofan Neðradal í febrúar, og reyndust það tvær á öðrum vetri með sitt lambið hvor. Allar þessar kindur voru frá Austurhlíð nema annar hrúturinn sem kom að Uthlíð, en hann var þaðan. Féð var yfirleitt vel haldið. Nokkrar kindur sáust við Selgil innarlega í Efstadalshögunum um miðjan febrúar, og gera einhverjir fjárbændur á Hlíðarbæjnum sér vonir um að heimta þar enn. Erla Lárusdóttir, húsfreyja á Reykjavöllum, lést í janúar. Hún var jarðsett á Kotströnd í Ölfusi. Jón Bjarnason, fyrrum bóndi í Auðsholti 1 í Skálholtssókn, lést í febrúar. Hann var jarðaður í Skálholti. A. K. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 486-8845 Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.