Litli Bergþór - 01.03.2000, Side 7
Hreppsnefndarfréttir
hreppsnefndar. í 16-lið 6. gr. er rétt að fram komi að
kvörtunum verði komið skriflega til sveitarstjóra.
Kjör oddvita og varaoddvita Biskupstungahrepps.
Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, ber
að kjósa oddvita og varaoddvita árlega. Sveinn Sæland
var kjörinn oddviti og Margrét Baldursdóttir varaoddviti
næsta árið. Samþykkt með 6 atkvæðum, Agla
Snorradóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Drög að samningi og sameiningu Biskupstungna-
hrepps og annarra sveitarfélaga um brunavamir með
nýjum sameiningar- og samstarfssamningi. Hreppsnefnd
Biskupstungnahrepps felur Ragnari S. Ragnarssyni
sveitarstjóra, Margeiri Ingólfssyni og Sveini Sæland að
vinna frekar að málinu. Forsendur þess hljóta að vera
bættar brunavamir í Biskupstungum. Miðað við að
sameinaðar bmnavamir fjárfesti í nýrri slökkvibifreið og
eftirlit með bmnavörnum aukist telur hreppsnefnd að
skoða eigi vel það samstarf sem felst í sameiningu við
Brunavamir Amessýslu.
Fundargerðir fræðslunefndar frá 25.10.99 og
24.11.99. Bent var á nauðsyn þess að taka ákvörðun um
framtíð farfuglaheimilisins á næsta fundi hreppsnefndar.
Beiðni um auknar fjárheimildir til snjómoksturs.
Samþykkt að halda áfram snjómokstri en gæta ítrasta
aðhalds.
Hreppsráðsfundur 11. janúar 2000.
Bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands um að
komið verði á fót eignarhaldsfélagi Suðurlands sem verði
í eigu Atvinnuþróunarsjóðs. Til félagsins er stofnað
vegna úthlutunar ríkisins í atvinnuuppbyggingu á
landsbyggðinni. Kynnt.
Bréf frá SASS um málefni Náttúrustofu
Suðurlands og Kirkjubæjarstofu. SASS telur sér ekki
fært að mæla með auknum útgjöldum vegna þessa, en
skorar á rfkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir
áframhaldandi uppbyggingu Náttúmfræðistofu. Kynnt.
Lagðar fram starfs- og vinnureglur um félagslega
heimaþjónustu í Biskupstungum. Hreppsráð leggur til
við hreppsnefnd að hún staðfesti reglur um félagslega
heimaþjónustu.
Farið yfir fundarboð borgarafundar sem haldinn
verður miðvikudaginn 12. janúar og mun fjalla um
skipulagsmál sveitarinnar.
Tilboð vegna sorphirðu í fjórum sveitarfélögum,
Grímsnes- og Grafningshreppi, Laugardalshreppi,
Þingvallasveit og Biskupstungum hafa verið opnuð. Alls
bárust fimm tilboð. Lægsta tilboðið átti Gámaþjónustan
8,632 milljónir árlega, en tilboðið gerir ráð fyrir sex ára
samningi við viðkomandi verktaka. Kostnaðaráætlun
hljóðaði uppá 14.490.000. og því er lægsta tilboðið um
59% af kostnaðaráætlun verksins. Fundur haldinn 10.
janúar með framkvæmdastjórum og oddvitum
ofangreindra sveitarfélaga leggur til við hreppsnefndir
viðkomandi sveitarfélaga að gengið verði til samninga
við lægstbjóðanda, þ.e. Gámaþjónustuna, og að jafnframt
verði tekið frávikstilboði þeirra um söfnun
landbúnaðarplasts 2-3 sinnum á ári hjá lögbýlum.
Hreppsráð telur að tilboð Gámaþjónustunnar sé hagstætt
og leggur til við hreppsnefnd að hún samþykki að ganga
til samninga við þá.
Minnispunktar vegna moltugerðar frá 10. janúar
2000, kynntir.
Bréf frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem
kemur fram að heilbrigðisnefnd samþykkir gjaldskrá
Biskupstungna vegna sorpflutninga og sorpeyðingar fyrir
árið 2000. Ekki var heldur gerð athugasemd við
samþykktir um sorphirðu. Bréf frá Umhverfisráðuneyti
þar sem fjallað er um sorphirðu og gjaldskrármál.
Bréf frá Umhverfisráðuneytinu um allt að 20%
styrk vegna fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu fyrir
árið 1999. Jafnframt bent á að stvrkumsóknir vegna
ársins 2000 þurfi að berast fvrir 1, maí n.k. Sveitarstjóra
falið að kynna málið íbúum sveitarinnar.
Svarbréf frá Umhverfisráðuneytinu frá 13.
desember 1999, þar sem fram kemur að ekki er gert ráð
fyrir athugasemdum ráðuneytisins vegna lagningar nýs
vegar vegna væntanlegs flutnings Svartárbotnaskála.
Náttúruvernd ríkisins hafði gert athugasemdir við
flutninginn og var vegagerðin helsti Þrándur í götu þess.
I framhaldi af svari Umhverfisráðuneytisins þarf að Ijúka
við að svara öðrum framkomnum athugasemdum
Náttúruverndar Ríkisins.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um
viðbótarframlag ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Vegna þessa fékk Biskupstungnahreppur 2.557.659,-
krónur í árslok 1999. Bókast sem breyting á
fjárhagsáætlun vegna ársins 1999.
Ekki verður haldinn sérstakur kynningarfundur
um fjárhagsáætlun 2000 að þessu sinni en íbúum gefinn
kostur á að koma með athugasemdir og tillögur að því
sem betur má fara í sveitarfélaginu og snertir gerð
fjárhagsáætlunar, miðvikudaginn 19. janúar. Þádaga
mun sveitarstjóri taka á móti þeim sem hafa tillögur fram
að færa í þeim efnum og koma á framfæri við
hreppsnefnd við síðari umræðu fjárhagsáætlunar, 25.
janúar n.k.
Samningur um fjargæslu/öryggisvörslu allan
sólarhringinn í þrem húsum í eigu Biskupstungnahrepps.
Húsin eru Reykholtsskóli, íþróttamiðstöð og
félagsheimilið Aratunga. Með samningi þessum er nú
fylgst með brunaboðum allan sólarhringinn í stjómstöð
Vara. Kostnaður vegna samningsins er um 90.000 ,-
krónur árlega.
Umsögn sveitarstjórnar um áframhaldandi útleigu
Landbúnaðarráðuneytis á jarðarparti úr jörðinni Laug,
Biskupstungum. Lagt til við hreppsnefnd að hún
staðfesti jákvæða umsögn.
Hreppsráð leggur til að álagning vatnsskatts árið
2000 verði óbreytt frá fyrra ári eða 0,2% af
álagningarstofni fasteignar.
Samþykktir um stjórn og fundarsköp
Biskupstungnahrepps lagt fram til kynningar. Fyrri
umræða verður á febrúar fundi hreppsnefndar. Einnig
kynnt skipurit fyrir Biskupstungnahrepp.
Litli - Bergþór 7