Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 4
Formannspistill Á þessum haustdögum þegar börn og unglingar hefja skólagöngu á ný eftir sumarhvfld frá námi tekur lífið á vissan hátt á sig fastara form. Þeir sem ráða sig til vinnu við kennslu og leið- beiningar taka á móti nemendum sínum og leggja sig fram um að opna hug nemenda fyrir því námi og námsgreinum sem fyrir liggja hverju sinni. Enn sem fyrr er Reykholts- skóli mannaður prýðis fagfólki. Mig langar að minnast á dansnámskeiðið sem var í október, eins og undanfarin ár, sem mér finnst afar jákvætt að tengja skólastarfi. Námskeiðinu hefur stjórnað Ingi- björg Róbertsdóttir sem hefur frábæra hæfileika og nær á þessum fimm dögum ótrúlega mikilli kunnáttu fram hjá börnunum. Gaman var að sjá leikskólabörnin stíga sín fyrstu dansspor og hreyfa sig mjúklega í takt við tónlistina. Þau sem eldri eru sýndu flóknari dansa og hraðari takta. Eitt af því góða við dansinn er að ef til vill hjálpar hann unglingum nú og seinna meir í lífinu að virða og njóta félagsskapar við hitt kynið, óþvingað og feimnislaust í skemmtilegum dansi. Eitt af því sem hjálpar fólki til þess að takast á við lífið án vímuefna er að einstaklingurinn sé félagslega þroskaður og eigi auðvelt með að tjá sig og njóta samvista við fólk án þess að flýja á vit vímuefna. Foreldrar stöndum saman vörð um vímulausa æsku. Að venju hefur íþróttadeild skipulagt æfingar bæði í íþróttahúsinu og sundlaug og eru þær mjög vel sóttar. Að auki eru æfingar þrjú kvöld í viku fyrir þá sem eldri eru. Mætti þar nefna badminton, fótbolta og körfubolta. Eftir því sem ég hef spurnir af, er umgengni á skólatíma góð í íþróttahúsinu en utan skólatíma þyrfti hún að batna. Göngum vel og snyrtilega um húsakynni íþróttamið- stöðvarinnar. Formaður Umf. Bisk. Guttormur Bjarnason. Stjórn Guttormur Bjamason formaður Sveinn Kristinsson ritari Ásborg Amþórsdóttir gjaldkeri Varamen: Jórunn Svavarsdóttir og Magnús Ásbjömsson Útgáfunefnd Arnór Karlsson Geirþrúður Sighvatsdóttir Pétur Skarphéðinsson Margrét Annie Guðbergsdóttir Sigurður Guðmundsson varam: Jens Pétur Jóhannsson Fulltrúi í rekstrarnefnd Guttormur Bjamason varam: Ásborg Arnþórsdóttir Endurskoðendur Gylfi Haraldsson varamaður Arnór Karlsson íþróttavallarnefnd Helgi Guðntundsson Þórarinn Þorfinnsson varam: Jón Ágúst Gunnarsson Skemmtinefnd unglinga Harpa Gunnarsdóttir Alexandra Guttormsdóttir Guðríður Olga Sigurðardóttir Guðfinna Eir Sumarliðadóttir Fríða Helgadóttir Kristinn Sveinsson Fulltrúi í þjóðhátíðarnefnd skipaður af stjóm Heimasímar: Loftur: 486 8812 853 1289 VÉLAVERKSTÆOJ Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.