Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 12
Hreppsnefndarfréttir Ingólfsson og Drífa Kristjánsdóttir. Til vara, Snæbjörn Sigurðsson, Bjarni Þorkelsson og Kjartan Lárusson. 5. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 3. september 2002. Mætt voru: Allir aðalmenn og sveitarstjóri Fundargerð byggðaráðs frá 27. ágúst 2002. Bókun vegna 2. töluliðar: Farið er fram á að eigendur Mjóanesi ljúki við gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir jörðina. Bókun vegna 3. töluliðar byggðaráðs bætist við að samkvæmt svæðisskipulagi Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshrepps staðfestu 17. desember 1996 er ekki gert ráð fyrir íbúðarhúsi á umræddu svæði. Sveitarstjóm getur ekki fallist á að íbúðarhús verði byggt á lóðinni en gerir ekki athugasemdir við að um heilsárshús sé að ræða. Við 4. lið bætist: Og beðið eftir úrskurði Skipulagsstofnunar. Við 19. lið cc bætist að fulltrúi Bláskógabyggðar á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs verði Sveinn A. Sæland og til vara Margeir Ingólfsson. Fundagerðin að öðm leyti kynnt og staðfest. Skipulagsmál: Yfirfarnar athugasemdir vegna frístundasvæðis að Felli, Biskupstungum. Bréf frá Katli Kristjánssyni og Ingibjörgu Einarsdóttur þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi. Bréf frá Hákoni B. Sigurjónssyni þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi. Bréf frá Guðna Sigurðssyni þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingar á deili- skipulagi. Bréf frá eigendum, Kristjáni Sigurgeirssyni þar sem leiðréttar eru stærðir lóða. Samþykkt að senda athugasemdir til skipulagsfræðings landeiganda þannig að hann geti svarað framkomnum athugasemdum. Yfirfarnar athugasemdir frá sumarhúsaeigendum á Aukatúni, vegna frístundasvæðis að Kjarnholtum II, Biskupstungum. Samþykkt að senda athugasemdir til skip- ulagsfræðings landeiganda þannig að hann geti svarað framkomnum athugasemdum. Samþykktar eru eftirfarandi vinnureglur um aug- lýsingar sveitarfélagsins vegna skipulagsmála: Breytingar á aðalskipulagi verði auglýstar einu sinni á ári, í desember. Deiliskipulög þrisvar á ári eða apríl, júlí og desember. Erindi um byggingu golfvallar við frístundasvæði, Haukadal III. Kynnt og samþykkt. Erindið kallar á breytingu á aðalskipulagi. Breyting á samþykktu deiliskipulagi, Sigmarshús í Laugarási, Biskupstungum. Samþykkt að auglýsa stækkun á byggingareit fyrir atvinnustarfsemi á núverandi lóð. Fyrirhuguð starfsemi mun verða þrifaleg og er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umræða um skólamál. Rætt um frestun á setningu Grunnskólans á Laugarvatni og jafnframt viðhald og bætta aðstöðu þar. Rætt um mötuneytismál og skólamál almen- nt. Lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 12. ágúst 2002. Kynnt og staðfest. Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar frá 2. sept- ember 2002. Kynnt og staðfest. Akvörðun um mögulega málshöfðun sveitarstjórnar til ógildingar á úrskurði Obyggðanefndar. Dómur Obyggðanefndar féll 23. mars 2002 og var hann kveðinn upp að Gömlu Borg, Grímsnesi. Biskupstungnahreppur keypti hluta afréttar, land norðan vatna og fékk fyrir því afsal 25. apríl 1851. Obyggðanefnd hefur dæmt þetta land sem þjóðlendu og því er það ekki lengur eign sveitar- félagsins nema þeim úrskurði verði hnekkt. Akveðið að sækja um gjafsókn í málinu sem og stuðning frá öðrum vegna þess kostnaðar sem fylgir málflutningi. Lagt fram tilboð Lögmanna Suðurlands í lögfræðivinnu vegna mál- skots á úrskurði Óbyggðanefndar, til dómstóla. Ólafur Bjömsson lögmaður, kom á fundinn og kynnti þá vinnu sem er framundan. Sveitarstjóm samþykkir að skjóta málinu til dómstóla vegna úrskurðar Óbyggðanefndar og að ráða Ólaf Björnsson til að sækja málið f.h. sveitar- félagsins. Fjallferðir Biskupstungnamanna. Drífa Kristjáns- dóttir óskar eftirfarandi bókunar og endurtekur með því tillögur sína frá 1998 um að sveitarstjórn sjái til þess að fjallmenn sofi síðustu nótt sína á fjalli í Fremstaveri. Astæðan er mikill kuldi og vosbúð í bragganum, hann er án útgönguleiða ef bruni yrði og sóðaskapurinn er oft yfirþyrmandi en ég hef komið að bragganum þannig að augljóst var að bragginn hafi verið notaður sem klósett. Stór hluti fjallmanna auk bílstjórans hafa undanfarin ár, farið heim til sín og ekki sofið í bragganum og segir það e.t.v. mest um ástand hans. Samþykkt að vísa erindinu til fjallskilanefndar. 6. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 1. október 2002. Mætt voru:Allir aðalmenn og sveitarstjóri Fundargerð byggðaráðs frá 24. sept. 2002. Kynnt og staðfest. Deiliskipulag í Iandi Fells og Kjarnholta 3. Vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag í landi Fells koma eftirfarandi svör sveitarstjómar sem einnig hafa fengið umfjöllun skipulagsfræðings Selmúla ehf a) Hákons B. Sigurjónsson kt. 110251-4599 og Guðna Sigurðsson kt. 141248-2869 sem gera sambærilegar athugasendir og eru lóðarhafar að Hlíðarholti 8 og 10. Samkvæmt nýrri teikningu hefur stærð lóða nú verið lagfærð og er í samræmi við þinglýst afsal. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Selmúla ehf átti öllum kaupendum að vera fullkunnugt um breytingar á vegstæði Hlíðarholts svo og breytingar lóða frá staðfestu skipulagi. Veglagningu svo og staðsetningu lóða með fjórum hornhælum var lokið áður en kaup fóru fram. Stuðlaklettar sem tilheyra Hádegisholti að hluta eru óhreyfðir frá fyrra skipulagi og almenningi til afnota. b) Samkvæmt athugasemdum frá Bjarna Þorsteinssyni og Katli Kristjánssyni kt. 121224-3219 voru gerðar athugasemdir vegna stærðar lóða. Svar: Samkvæmt nýju korti eru lóðirnar Bæjarás 6, nú 7000m2 og Skógarás 8, 6000m2 eins og afsöl segja til um. c) Eigendur lóða í Holtahverfi leggja til að hætt verði við að fella út skipulagðar lóðir nr. 1,3,5 og 7 við Holt. Svo virðist sem hér sé um innanbúðarmál að ræða þar sem Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.