Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 9
Hreppsnefndarfréttir Stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna Margeir Ingólfsson Varamaður Sveinn A. Sæland Beðið er með kosningu forðagæslumanna. Kosningu í eftirtaldar nefndir verður frestað til næsta fundar sveitarstjómar: Fræðslunefnd, atvinnu- og samgöngunefnd, æskulýðs- og menningarmálanefnd, íjall- skilanefndir, undirkjörstjórn Biskupstungnahrepps og kosningu varamanna í bygginganefnd uppsveita Ámessýslu. Fastir fundir sveitarstjórnar verði fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 13:30 og fundir byggðaráðs viku fyrr á sama tíma. Aukafundir verða boðaðir sérstaklega. Fundirnir verða haldnir í Fjallasal, Aratungu. Næsti fundur sveitarstjórnar verður 25. júní kl. 18:30 n.k. en fyrsti fundur byggðaráðs 18. júní. Skipulagsmál. Lagt fram deiliskipulag tveggja frí- stundasvæða í Laugardal, Tungur Snorrastöðuin II og Mýri Snorrastöðum II. Kynnt og samþykkt að auglýsa við- komandi skipulög. Sveitarstjóm samþykkir að ráðist verði í vegagerð, lengingu vegar Torfholti og Háholti. Það fjármagn sem nú er áætlað í fjárhagsáætlun Laugardalshrepps í vegagerð og væntanleg gatnagerðagjöld gangi upp í kostnað vegna þessa. Verktökum innan hins nýja sveitarfélags verði boðið að bjóða í þetta verk vegna þess hversu lága upphæð er um að ræða og þess flýtis sem þetta verk þarf að fá. Sveitarstjóra falið að óska eftir tilboðum í þennan verk- hluta. Kynnt og samþykkt sem breyting á fjárhagsáætlun. 2. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 25. júní 2002. Mætt vom allir aðalmenn og sveitarstjóri Heimsókn forstöðumanns íþróttafræðaseturs KHI á Laugarvatni, Erlings Jóhannssonar, Hermanns Jóhannes- sonar, deildarstjóra í Menntamálaráðuneytinu, Guðmundar Ragnarssonar fjármálasviði KHÍ og Sigríðar Jónsdóttur varaforseta Iþrótta- og Olympíusambands Islands. Kynnt störf nefndar um uppbyggingu á íþróttamiðstöð Islands á Laugarvatni. Erlingur kynnti drög að skýrslu nefndarinnar og óskaði eftir umsögn sveitarstjórnar. Nokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar sveitarstjómar. Fundargerð byggðaráðs frá 18. júní 2002. Kynnt og samþykkt. Nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Bl- áskógabyggðar, fyrri umræða. Drífa og Kjartan ítreka fyrri bókun um að fimm manna nefndir verði þriggja manna nefndir. Samþykkt að frestur til að koma með athuga- semdir verði til 2. júlí 2002. Að öðru leyti kynnt og vísað til síðari umræðu. Kosning í nefndir. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í nefndir á vegum sveitarfélagsins sem ekki var lokið við á síðasta fundi sveitarstjómar. Atvinnu- og samgöngunefnd Sigurður Örn Leóson formaður Gunnar Þórisson Brynjar Sigurðsson Jón Harry Njarðarson Sigríður Bragadóttir Varamenn Sölvi Arnarson Sævar Bjarnhéðinsson Kjartan Sveinsson Árni Guðmundsson Unnur Sveinbjörnsdóttir Fræðslunefnd Við kjör í fræðslunefnd kom eftirfarandi bókun T-lis- tans að listinn eigi tvo menn í nefndinni þ.e. Drífu Kiistjánsdóttur og Erling Jóhannsson og að þau verði bæði aðalfulltrúar í fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Mikilvægt er að mati T-listans að framhaldsskólastigið að Laugarvatni eigi sinn fulltrúa í fræðslunefndinni og væri Erlingur mjög góður fulltrúi þess. Drífa er fráfarandi formaður fræðslu- nefndar Biskupstungna, að beiðni núverandi oddvita, og hlýtur því að njóta trausts núverandi meirihluta. Tillagan er felld með 5 atkvæðum gegn 2. Guðmundur Sæmundsson formaður Sigurlaug Angantýsdóttir Hjördís Ásgeirsdóttir Aðalheiður Helgadóttir Erlingur Jóhannsson Varamenn Helga María Jónsdóttir Hulda Karólína Harðardóttir Margeir Ingólfsson Sigríður Egilsdóttir Drífa Kristjánsdóttir Æskulýðs- og menningarmálanefnd Guttormur Bjamason formaður Guðný Rósa Magnúsdóttir Bjarni Daníel Daníelsson Gunnar Þórisson Hólmfríður Bjarnadóttir Varamenn Geirþrúður Sighvatsdóttir Þórdís Pálmadóttir Una Vilhjálmsdóttir Sölvi Arnarson Herdís Friðriksdóttir Fjallskilanefndir Laugardals Sigurður Jónsson formaður Jón Þór Ragnarsson Friðgeir Stefánsson Varamenn Snæbjörn Þorkelsson Jón Þormar Pálsson Gróa Grímsdóttir Biskupstungna Eiríkur Jónsson formaður Kjartan Sveinsson Róbert Róbertsson Magnús Kristinsson Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.