Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 28
dum því að passa uppá að yfirvöld í sveitinn væru vel upplýst um hvað við værum að brölta. í bréfi skrifað 13. október 1986 til hreppsnefndar Biskupstungnahrepps kyn- num við málið. Þar kemur fram að við erum að byrja starfið og hefðum þegar fengið húsnæði í sumarbúðunum í Skálholti, en horfðum til þess að reyna að fá húsnæði í Reykholti til framtíðar, enda þótti sú staðsetning betri og henta fleirum í sveitinni. Við byrjuðum þann 27. október og börnin komu í leikskólann þrisvar í viku eftir hádegi frá kl. 13:00 til kl. 17:00. I sama bréfi kemur líka fram að við teljum að leik- skólinn muni kosta kr. 40.000,- á mánuði. Kostnaður foreldra yrði kr. 2 000 fyrir hvert barn á mánuði. Við fórum fram á, að hreppurinn styrki starfið um kr. 15.000,- á mánuði. Eg man að hreppurinn styrkti leikskólann aðeins, en mig minnir að þeim hafi þótt okkar óskir of miklar. Það verður að segjast að mörgum leitst ekkert á þetta frumhlaup okkar. Heilmiklar úrtöluraddir, sögðu að við þyrftum ekkert leikskóla. Börnin hefðu nóg við að vera í sveitunum, foreldrar gætu bara passað bömin sín eins og þeir hefðu gert fram að þessu. Þetta var svo sem ekkert skrítið. Margir vildu litlar breytingar og ef leikskólinn næði sér á strik, þá myndi hann kosta sveitarfélagið talsvert. Litlu-jólin. Við létum engan bilbug á okkur finna og í bréfi til hreppsnefndar þann 13. janúar 1987 kynntum við hvað við gerðum á árinu áður. Við buðum hreppsnefndinni einnig í heimsókn og var sú heimsókn mjög ánægjuleg. I bréfinu frá 13. janúar kemur fram að 16 börn sóttu leikskólann fyrir áramót og eftir áramót yrðu þau 17. Börnin voru frá 15 heimilum. Þannig er ljóst að fleiri heimili höfðu bæst strax i hópinn en 13 heimili voru með, alveg frá byrjun. Tveir starfsmenn voru fastráðnir í byrjun og einn með minna starfshlutfall. Þeir voru ekki í fullu starfi því eins og kom fram áðan þá starfaði leikskólinn aðeins frá kl. 13 — 17 og bara þrjá daga vikunnar. Foreldrar unnu líka mikið, en þeir tóku að sér eitt starf þannig að alltaf var eitt foreldri í vinnu með starfsfólkinu. Helga í Birkilundi og Fríða í Hrosshaga voru fyrstu starfsmenn leikskólans og þeim ber að þakka að hægt var að fara af stað með starfsemina. Fljótlega kom svo Steinunn Bjarnadóttir með og fleiri má nefna, en það mun Litli Bergþór 28_________________________________________ ég láta bíða betri tíma. Foreldrar barnanna komu sér upp samstarfsfundum og við hittumst reglulega til að ræða hin ýmsu mál er lutu að stjórnun og innra starfi leikskólans. Við hittumst á sunnudagskvöldum, mánaðarlega og þar var oft mjög rnargt uppörvandi og lærdómsrfkt rætt. Uppeldisstefnur, lífssýn foreldranna, hvað við vildum best fyrir börnin okkar og hvernig við næðum okkar markmiðum. Þessi vinna var mjög gefandi og skemmtileg. Með henni urðu mjög náin kynni milli foreldra og við vissum hvar við stóðum gagnvart hvert öðru. Samvinna varð stefnan, en baktal og nöldur voru ekki fyrir hendi. Þannig varð þessi hópur mjög samstilltur. Við héld- um veislur, oftar en einu sinni, sem voru annálaðar og skemmtilegar og nutum samverunnar og samvinnunnar mjög. Allavega tel ég svo vera þegar ég horfi til baka. Ég held líka að þessi mikla samvinna okkar foreldra hafi gert samfélagi okkar margt mjög gott, þar sem við gátum barist sameiginlega fyrir ýmsum málum, en sleppt _ öfundartali og baknagi í hvert annað. Við þurftum oft að standa saman þar sem úröluraddir voru talsvert háværar, fólki fannst þetta tóm vitleysa og fannst ekki allir vera jafnir í aðstöðunni til leikskólans. Óneitanlega var það svo, að fólk bjó mislangt frá leikskólanum og þannig var oft erfitt fyrir marga að nýta sér starf hans. Samstarf foreldra varð ekki minna við það að koma börnum sínum til og frá í leikskólann. Settur var upp vinnurammi þannig að fólk skiptist á um að fara með og sækja bömin. Bílarnir voru fylltir af börnum og svo ekið af stað. Allt þetta efldi samhug og samvinnu fólks. Við þurftum að flytja úr Skálholtsbúðum eftir tveggja ára vem okkar þar, að mig minnir, og ég held að það hafi verið um áramótin 1988- 1989 sem við fluttum. Þá fengum við aðstöðu í kjallaranum hjá Helgu í Birkilundi. Foreldrar tóku húsnæðið í gegn máluðu og settu nýtt gólfefni og ýmislegt annað sem gera þurfti. Þarna starfræktum við leikskólann í nokkra mánuði, en ekki ber foreldrum saman um hve langur tíminn var í Birkilundi. Ég held að við höfum verið þar í eitt ár en stuttu eftir áramótin 1989-90 fluttum við í Gamla skólann. Skriflegar heimildir eru litlar um þennan tíma og því er ég ekki viss um alla framvindu mála. Óneitan- lega minnkaði húsnæðið mikið við að flytja í Birkilund. En hugsun allra var að láta dæmið ganga upp, svo það bara gekk. Haustið 1990 tók sveitarfélagið að sér að reka leik- skólann. Þá var hann kominn í núverandi húsnæði þ.e. í Gamla skólann. Búið var að taka í notkun nýbyggingu við Reykholtsskóla og var gamla skólahúsnæðið að mestu ónotað að öðru leyti en því að Unnar Þór og Ragnheiður höfðu rekið þar Farfuglaheimili að sumrinu. Þá var sett á fót leikskólanefnd að tillögu okkar H- lista manna en við töldum mikilvægt að leikskólinn fengi sérstaka nefnd, en rynni ekki beint undir skólanefndina í byrjun. Mér var úthlutað því verkefni að vera formaður leikskólanefndar og þannig fengum við H-lista fólk og foreldrar ansi miklu ráðið um það hvernig leikskóla við vildum fá og sjá í Tungunum. Nú hófst eiginlega önnur byrjun og hún var oft ansi erfið. Mörgum þótti mikið í lagt og kröfumar miklar. Því þurfti mikla firni við að fá ýmsar úrbætur við leik- skólann og ég man sérstaklega eftir hve erfitt var að fá að

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.