Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 19
síðan hjá Gunnari Bjamasyni, þar til hann var látinn fara og svo útskrifaðist ég hjá Ama Péturssyni. Eftir Hólaskóla var ég eitt sumar í skurðamælingum og vatnsveitumælingum hjá Búnaðarfélagi íslands. Vann hjá Ásgeiri L. í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Og svo var ég eitt ár ráðsmaður í Breiðuvík fyrir vestan, á upptökuheimilinu. Nú, svo má geta þess að ég vann náttúrlega öll sumur frá fermingu, eftir að ég hætti sem sumarstrákur í Brattholti, við ýmis störf, bæði hjá borginni, í sfld og fleira. L-B: Þú hefur þá snemma komið í Brattholt? Njörður: Ég kom í Brattholt strax sem komabam með móður minni, en hún var oft hér með okkur börnin, hjá Einari hálfbróður sínum, þegar faðir minn var á sjónum. Þegar ég var um 6 ára var ég eitt sumar hjá Smára í Hólum, það var áður en Ida kom til sögunnar. En eftir það var ég öll sumur í Brattholti fram yfir fer- mingu. Það var gott að vera hér hjá Siggu og Einari. Sigga dó árið 1957, þá 87 ára, en Einar dó árið 1985. Sigríður Tómasdóttir í Einar Guðmundsson í Brattholti. Brattholti. L-B: Getur þú sagt mér fleira frá árum þínum í Brattholti? Lára skýtur inn: Jú, Njörður getur örugglega sagt þér margt skemmtilegt um lífið hér í Brattholti áðurfyrr. Njörður: Auk Siggu og Einars var hún Manga, syst- ir Siggu, kaupakona hér mörg, mörg sumur og hér var líka Eiríkur Tómasson, sonur Oskar frá Helludal, (systur þeirra Siggu og Möngu). En Manga ól hann upp að mestu leyti. Það er sagt að Einar Guðmundsson hafi verið í miklu eftirlæti hjá þeim Siggu og Möngu og þegar strákurinn tók það í sig að hann vildi sjá Þingvöll um hásláttinn, tóku þær sig upp og fóru með hann á Þingvöll til að sýna honum staðinn. Þetta þótti nágrönnunum ekki gáfulegt ráðslag! En þær voru öllum góðar, bæði mönnum og skepnum. Þær báru frekar heyið heim á bakinu heldur en sækja hesta og svita þá. Þeir Tommi og Steinar í Helludal, (synir Óskar), hafa líka haft orða á sér fyrir að fara vel með hesta. Það er líka sagt að Sigga hafi tuggið ofan í köttinn og hundinn Kattus þegar þeir voru orðnir of gamlir til að tyggja matinn sjálfir. - Hundarnir hér í Brattholti hétu allir Kattus! - Og alltaf fóðraði hún mýsnar uppi á lofti. En kannski var það líka til þess að þær eyðilögðu minna. Já, hún var mikill dýravinur. Þegar Sigga var orðin gömul og hálf blind, fékk hún mig stundum til þess að leiða sig út að lind hér fyrir ofan bæinn, sem hún trúði á að væri heilsulind, til að þvo sér. Ibúðarhúsið í Brattholti, eftir að Njörður og Lárajluttu íþað. Gamli bærinn hér brann haustið 1949 eftir réttir. Kviknaði í út frá olíueldavél meðan fólkið var í fjósinu. Einar átti merkilegt bókasafn með gömlum skinnbókum, sem brann allt og var heilmikill skaði að. Um veturinn var innréttaður bás inni í fjósi fyrir Siggu, en sumarið eftir var byggður kjallarinn að nýja húsinu og flutt í hann. Meðan verið var að byggja húsið bjó ég í hlöðunni. Eiríkur var þá byrjaður að stíga í vænginn við hana Dúnu í Kotinu og ég fékk að fara nokkrar ferðir á hestinum hans Eiríks með bréf til hennar. Þau bjuggu svo hér í ein 10 ár, fyrst í kjallaranum eitt ár og síðan uppi á lofti, áður en þau fluttu í Miðdalskot. Samtímis mér var hér strákur sem heitir Þorsteinn, frá Brekku. Hann var sumarstrákur hér í 10-12 sumur. Þær systur gengu alltaf í síðpilsum og ullarbrók undir, með gati í klofinu, svo þær þurftu bara að setjast niður þar sem þær stóðu til að létta á sér. Manga átti kleinur í dalli inni í skáp, hér í eldhúsinu og við gerðum það af skömm- um okkar að biðja hana alltaf um kleinu, til að fá hana til að beygja sig niður. Vorum að reyna að sjá uppundir hana! „Það er meira hvað þið getið étið af þessum kleinum“ sagði hún þá! — En þetta voru nú strákapör. Það var mikill gestagangur þegar ég var hér ungur. Þjóðgatan lá hér um hlaðið og ferðamenn og listamenn komu hér við og það var spjallað og sagðar fréttir. Það má segja að það væri nokkurskonar heimsborgarabragur á fólkinu hér og alls ekki eins einangrað og mætti halda. T.d. voru fjárhúsin skýrð eftir heimsborgunum: London, París, Glasgow. Upp við Gullfoss var sauðahús. Þá var fénu beitt frá beitarhúsunum og sauðamaður hélt fénu til beitar. Heyskapurinn var ekki nema um sáta á kind. Það voru milli 4-500 fjár í Brattholti þá og um 1000 fjár, sem komu af fjalli. Það tók 3-4 daga að rýja allt féð man ég. Ég sagði áðan að það tíðkaðist ekki að taka víxla ef eitthvað þurfti að framkvæma, en Einar í Brattholti tók einn víxil um æfina, þegar rafmagn kom í Brattholt milli '60 og '70. Þá fór hann til Tryggva, bankastjóra í Hveragerði og sagðist ekki hafa neinn til að skrifa uppá fyrir sig, hvort hann myndi lána sér. Tryggvi sagði að það væri sama hver skrifaði uppá ef hann væri bara ekki af Letigarðinum. Dóri í Stekkholti var að keyra gamla manninn og það var hann sem skrifaði uppá, svo rafmagn komst í Brattholt. Einar talaði oft um að það hefðu verið mestu framfarirnar í sínum búskap þegar rafmagnið kom og rauf vetrarmyrkrið. Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.