Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá helstu tíðindum úr sveitinni frá aprfl til október. Tíðarfar á liðnu sumri verður að teljast gott, einkum með tilliti til vaxtarskilyrða gróðurs. Alltaf hefur verið fremur hlýtt, vorið kom snemma, magir verulega hlýir dagar í sumar og alveg fram í miðjan október. Nætur frost var vart merkjanlegt fyrr en upp úr miðjum október. Trjágróður hefur því vaxið mikið, og þykir ýmsum hann vera farinn að byrgja óþægilega útsýn á nokkrum stöðum. Öll útiræktun hefur verið auðveld og grasvöxtur bæði á ræktuðu og óræktuðu landi með mesta móti. Sumir bændur byrjuðu heyskap upp úr miðjum júní og var góð tíð til heyöflunar fram í miðjan júlí. Eftir það var fremur skúrasamt og verulega vætusamt stundum einkum er leið að hausti en svo hlýtt að aðeins gránaði í bili af snjó á toppum hæstu fjalla þó úrkoma væri af ýmsum áttum. Þar sem sveitarstjórnir í Biskupstungum, Laugardal og Þingvallasveit ákváðu í vetur að sameina þessa þrjá hreppa í einn var kosið í eina hreppsnefnd fyrir þá alla 25. maí. Fram komu tveir framboðslistar; T-listi undir forustu Drífu Kristjánsdóttur á Torfastöðum og Þ-listi sem Sveinn A. Sæland á Espiflöt leiddi. Fyrir kosningar- nar kynntu listamir frambjóðendur og stefnumál sín á fundum og með útgáfu bæklinga. Urslit kosninganna urðu á þann veg að Þ-listinn fékk 337 atkvæði eða 69,1 % og 5 menn kjörna en T-listinn 151 atkvæði eða 30,9 % og 2 kjöma. Um leið og kosið var í hreppsnefnd gafst fólki tækifæri til að láta í Ijós álit sitt á hvert af þremur tilteknum nöfnum nýja sveitarfélagið skyldi hljóta. í ljós kom að 247 völdu nafnið Bláskógabyggð, Skálholtsbyggð 105, Gullfossbyggð 49 og Þingvallabyggð 49. Þjóðhátíð var í stórum dráttum á þann veg að fyrst var messa í Torfastaðakirkju, síðan hópreið á mótorhjólum í Reykholt, en þar var samkoma í íþrótta- miðstöðinni þar sem stúlka í gervi fjallkonu flutti ljóð, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, hélt hátíðarræðu og töframaður lék listir sínar. Veitingar voru í Aratungu. Grenjaleitarmenn lágu við 5 greni í vor, 3 í byggð, eitt í Eyðihlíð á Tunguheiði og eitt var svonefnt Hrefnu- búðargreni syðst í Kjalhrauni. Þeir unnu 7 fullorðin dýr og 20 yrðlinga. Auk þess náðu þeir 3 yrðlingum í Uthlíðarhrauni í ágúst. Margir ferðamenn lögðu leið sína um sveitina í sumar, flestir stóðu að vanda stutt við en aðrir dvöldu um tíma á tjaldstæðum og öðrum gististöðum, sem nú eru all- margir nr. a. hafa tvö ný gistiheimili í norðanverðu Reykholtshverfi leyst af hólmi það sem áður var í Reykholtsskóla. Skálholtshátíð var nreð hefðbundnunr hætti á Þorláksmessu á sumri með ræðuhöldum, fyrirlestrum og tónlist. Sumartónleikar voru að vanda í Skálholti um helgar á miðju sumri. Hafist var handa í sumar við að grafa upp mannvistarleifar frá fyrri öldum í Skálholti. í Skálholti er risið sumarhús starfsmanna Kirkjugarða Þarft þú að fara í apótek? Útibú okkar í IAUGARÁSI er opið alla virka daga kl. 9 -17. Verið velkomin. ÁRNES OAFÖIEK Útibú Laugarási, sími 486 8655 Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.