Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 23
Nýja hótelbyggingin. nógu gott. Og þá fæddist hugmyndin að hótelinu. Það var hafist handa í ágúst 1999 og grunninum slegið upp í ofboðs- legum hita. Og svo tók við einhver versti snjóavetur sem við munum eftir allavega! Eg varð kannski minnst vör við það því ég var bara inni að elda í verkamennina, 10- 12 karla. Matartímamir náðu saman og svo þurfti að moka þá heim í mat og kaffi og heim í gistingu að loknum vinnudegi. Eg var með rafvirkja frá Fossrafi í fóstri allan veturinn. Húsið var steypt upp og meðan ekki var búið að loka því skóf alltaf jafnharðan inn í það. Jón var kominn með viðurnefnið „vatnsberinn“ því hann var stöðugt á ferðinni að sækja heitt vatn upp að Geysi til að bræða snjóinn í hótelbyggingunni svo hægt væri að vinna áfram. Þetta var svo yfirgengileg vinna og slæm vin- nuskilyrði að við höfðum ekki einu sinni rænu á að taka myndir! En þrátt fyrir allt stóðust áætlanir og við opnuðum 10. júní árið 2000. Fyrsta bókunin var reyndar 9. júní, en við náðum því ekki og urðum að koma því fólki annað. Og svo kom jarðskjálftinn 17. júní. Eg var að þrífa her- bergi þegar stóri skjálftinn reið yfir svo komu smá- skjálftar á eftir. Eg fór síðan fram til að bera á borð fyrir gesti sem voru í matsalnum og þeir voru eins og vænta má hálf skelkaðir og spurðu hvort þetta væri alvanalegt að það skylfi svona. Þetta var bara 2. skjálftinn í dag sagði ég og brosti og þóttist vera salla róleg meðan ég bar glösin á borðið. En það komu engar sprungur, ekkert brotnaði og engar skemmdir urðu, svo þetta slapp allt vel. L-B: Og hvernig hefur reksturinn svo gengið? Iris: Jú, það hefur verið aukning með hverju ári sem líður og það lítur vel út með bókanir fyrir næsta sumar. Margir hópar eru búnir að bóka og við sjáum fram á að þurfa að stækka gistirýmið í ekki mjög fjarlægri framtíð, því þetta er of lítið fyrir 40-50 manna hópa, sem eru algengir. En fyrst stendur til að gera meira í umhverfi hótelsins á næsta ári og snyrta í kring. Þegar hér er komið sögu, er Jón Harrý kominn heim frá Selfossi svo blaðamaður snýr sér að honum og spyr hvað hann hafi tekið sér fyrir hendur að loknu barna- skólanámi hér í Biskupstungum. Jón Harrý: Ég byrjaði aðeins í Fjölbraut en var fljótur að hætta þar. Vann svo hér heima og á ýmsum stöðum, meðal annars í afleysingaþjónustu bænda. I janúar 1988 byrjaði ég svo í Bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist vorið 1989. Verknámstímann var ég í Utvík í Skagafirði, hjá Halldóri Hafstað og Sólveigu Arnórsdóttur. L-B: Hvað gerðir þú að loknum bændaskólanum? Jón Harrý: Ég vann nú aðallega hér heima, fyrir utan 4- 5 mánuði, sem ég var í Englandi á bændabýli í Hamshire í Suður Englandi, ekki langt frá Winchester. Þetta var ekta enskt stórbýli með 200 kýr og 800 kindur, en þarna er eitt af fáum landbúnaðarhéruðum, sem eftir eru á Englandi. Ég fór út í mars 1990 og vann þarna aðallega við sauðburðinn, sem þá var að byrja. Eftir dvölina á býlinu ferðaðist ég um Suður-England og Cornwall. Gisti mest á farfuglaheim- ilum þar sem ég hitti fullt af ferðafólki, meðal annarra ástralska og nýj-sjálenska bændur, sem buðu mér vinnu. Ég hefði getað fengið sveitavinnu út um allan heim ef ég hefði viljað. Eitt atvinnutilboð fékk ég meira að segja frá S-Afríku. Ég sé eiginlega mest eftir að hafa ekki notað tækifærið og skoðað mig meira um! L-B: En þú hefur frekar valið að koma heim og ganga inn í félagsbúið hér í Brattholti. Jón Harrý: Jú, ég gekk inn í félagsbúið 1992 og var mest við búskapinn þar til við hættum við kýrnar eftir að hótelið var komið í rekstur, vorið 2001. Ferðaþjónustan er alveg full vinna, og á sumrin var það oft spurning um hver hafði tíma til að mjólka kýrnar! Það var alveg ofboðsleg vinna meðan á hótelbyggingunni stóð og svo er mjög mikil viðvera í þessum bransa og margir snúningar. En ég kann þessu bara vel og svo tek ég svona rhlaupa- vinnu þegar hún gefst, eins og nú í sláturtíðinni. Nú er klukkan orðin margt og kominn háttatími fyrir dæturnar, svo blaðamaður Litla-Bergþórs kveður írisi og Jón með þökk fyrir kaffið og krkir aðeins við hjá Láru og Nirði aftur. Og eftir að hafa snætt ákaflega lúffengar kjötbollur hjá Láru, tekur blaðamaður aftur upp pennann. L-B: Ég átti alveg eftir að spyrja um aðstöðuna við Gullfoss. Þið hafíð lengi verið með þjónustu þar líka. Lára: Eins og Einar, byrjuðum við með veitinga- söluna þar í tjaldi árið 1994. Vorum með kaffiveitingar og minjagripasölu. Svo vorum við með sumarhús þar til bráðabirgða, þar til Svavar, sonur okkar, byggð nýja söluskálann árið 2000. En hann var formlega opnaður vorið 2001 og er alfarið á vegum þeirra Svavars og Elvu Bjarkar. Enn er lokað yfír háveturinn, en þau hafa opnað í byrjun mars og verið fram í nóvember. Og það er stefnt að því að hafa opið allt árið. Annars má ég til með að lýsa vonbrigðum mínum með framkvæmdirnar, sem nú standa yfir á neðra planinu við Gullfoss, þar sem þeir eru að stækka bílaplanið, þvert ofaní fyrri samþykktir um að varðveita þyrfti ásýnd foss- Litli Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.