Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 13
Hreppsnefndarfréttir viðkomandi aðilar eru jafnframt eigendur. Samkvæmt samþykkt frá aðalfundi Selmúla ehf árið 2000 sem sveitarstjórn lítur á sem ákvörðunarvald þess félagsskapar er að finna ákvörðun um að umræddar lóðir verði feldar út af skipulagi. Svar: Sveitarstjóm samþykkir að fella út af skipulagi fjórar lóðir 1,3,5 og 7 við Holt og jafnframt að bætt verði inná skipulagsuppdrátt heimreið frá Háholti að Hlíðarholti nr. 5. Að þessu gefnu sér sveitarstjórn ekki ástæðu til annars en að samþykkja breytt skipulag. Á fundi sveitarstjómar Bláskógabyggðar er því þann 1. október 2002, samþykkt að óska eftir að breyting á samþykktu deiliskipulagi frí- stundabyggðar á Felli, Biskupstungum verði afgreidd af Skipulagsstofnum samkvæmt lögum nr. 73/1998. Skipulagstillögur lágu frammi á skrifstofu Bláskóga- byggðar, Aratungu, 801 Selfoss, frá 17. júlí til 14. ágúst 2002 og frestur til að skila inn athugasemdum rann út 28. ágúst 2002. Deiliskipulag frístundabyggðar og ferðaþjónustu að Kjarnholtum III í Biskupstungum. Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 1. október var samþykkt að óska eftir að deiliskipulag frístundabyggðar og ferðaþjónustu í Kjarnholtum III, Biskupstungum verði afgreidd af Skipulagsstofnum samkvæmt lögum nr. 73/1998. Skipu- lagstillögur lágu frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar Aratungu, 801 Selfoss, frá 17. júlí til 14. ágúst 2002 og frestur til að skila inn athugasemdum rann út 28. ágúst 2002. Athugasemd (dagsett 25.08 2002) barst frá eigend- um frístundabyggðar í Aukatúni 2, 4, 8, 10 og 12 í þremur liðum á umræddu tímabili. Inntak athugasemdar: Að útsýni verði ekki spillt með húsbyggingum eða trjám. Mænishæð húsa verði lækkuð. Að húsin snúi til suð-vesturs. Afgreiðsla sveitarstjórnar: í deiliskipulaginu er tekið tillit til útsýnis, m.a. eru ekki skipulagðar lóðir á horni Kjarnholtavegar og Aukatúns heldur leikvöllur. Hús á lóðum 7,9,11 og 13 koma ekki til með að skyggja á útsýni yfir Tungufljót og Geysi því þau eru norð-austan við Aukatún. Lóð 3 er á holti og hús á þeirri lóð mun liggja vestan í holtinu og ekki skyggja á útsýni frá Aukatúni. Á lóð 5 mun byggingar- reitur verða minnkaður um 10 m að austan og vestan. Um plöntun trjáa er erfitt að setja kvaðir í skilmálum. í skilmálum deiliskipulagsins verður mænishæð frá jörðu lækkuð úr 6 m í 5 m. Hús á lóðum nr. 3 og 5 munu snúa í suð-vestur. Kynnt vinnuferli vegna endurskoðunar fjárhags- áætlunar 2002 og gerð áætlunar fyrir 2003. Stefnt er að því að leggja endurskoðaða fjárhagsáætlun vegna ársins 2002 fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember n.k. þar verða einnig afgreiddar ákvarðanir um álagningarstof- na Bláskógabyggðar 2003. Fyrri umræða um fjárhags- áætlun 2003 verður 3. desember en sú síðari á aukafundi sveitarstjómar 25. febrúar 2003. 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 18. júní 2002. Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjáns- dóttir og Sveinn A. Sæland auk Ragnars Sæs Ragnars- sonar, sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, úttekt í Reykholts- skóla, leikskólanum Álfaborg og félagsheimili/mötuneyti Aratungu. Verkstjóri áhaldahúss verði fengin til þess að fara yfir athugasemdirnar og vinna að úrbótum í samvinnu við stjómendur viðkomandi stofnanna. Bréf frá foreldraráði Reykholtsskóla þar sem bent er á 5. gr. starfsreglna foreldraráðs Reykholtsskóla og 16. gr. grunnskólalaga um umsagnarrétt foreldraráðs. Byggða- ráð vill benda á að foreldraráð er með áheyrnafulltrúa í fræðslunefnd og hefur hann aðgengi að öllum gögnum sem lögð eru fram varðandi skólastjómun Reykholtsskóla. Félagsmálaráðuneytið/Jöfnunarsjóður sveitarfél- aga, bréf frá 10. júní sem segir að tekið hefur verið til endurskoðunar áætlun um úthlutun framlags til sveitar- félagsins vegna nýbúafræðslu. Kynnt og því fagnað að aukin áhersla sé á að jafna aðstöðu barna í íslenskukunn- áttu, en það hlýtur að vera forsenda farsældar og betri líðan barna af erlendum uppruna. Skjóni fer á fjall. Beiðni um aðstoð sveitarfélagsins við gerð kvikmyndar um íslenska hestinn. Kynnt og samþykkt að koma til móts við óskir viðkomandi eftir því sem það er hægt enda komi það skýrt fram að myndin sé tekin upp í Bláskógabyggð. Lögð fram drög að ráðningasamningi við organista Skálholts en þar kemur m.a. fram að sveitarfélagið greiðir ein mánaðarlaun. Kynnt og samþykkt. Umsókn um starf leikskólastjóra í leikskólanum Lind, Laugarvatni. Kynnt og samþykkt að ráða Sigurveigu Björnsdóttur kt. 280966-3129, í starf leikskólastjóra. 2. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 2. júlí 2002. Kjör varaformanns byggðaráðs. Bjarni Þorkelsson var kjörin varaformaður. Sýslumaðurinn á Selfossi. Umsögn vegna leyfis til gistingar á einkaheimili að Gilbrún Biskupstungum. Samþykkt að veita leyfi til heimagistingar að Gilbrún með ákveðnum skilyrðum s.s. um umgengni gesta, næturró og bflastæði sem eru ákvæði sem gert er að kröfu í sambæri- legum rekstri í þéttbýli. Umsókn Huldu Jónsdóttur kt. 010163-4479 þar sem sótt er um rekstur gistiskála að Skógarhólum, Þing- vallasveit. Samþykkt með skilyrðum um að góð umgeng- ni og öryggiskröfur séu hafðar að leyðarljósi. Bréf frá Umf. Laugdæla vegna aldursflokkameist- aramóts Islands í sundi á Laugarvatni 28.- 30. júní. Oskað er eftir að sveitarfélagið styrki Ungmennafélagið vegna þessa verkefnis. Samþykkt að veita Umf. Laugdæla styrk að fjárhæð krónur 100.000.- Byggðaráð Bláskógabyggðar vill af gefnu tilefni benda á að fyrirspumum um fjárbeiðnir á árinu 2002 verður að jafnaði hafnað, eða vísað til íjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2003. Ábendingar Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.