Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 14
Hreppsnefndarfréttir um verkefni félaga, stofnanna og einstaklinga á árinu 2003 þurfa því að berast sveitarstjórn fyrir 1. nóvember 2002. Sjálfsskuldarábyrgð vegna Biskupstungnaveitu. Samþykkt ábyrgðaryfirlýsing vegna yfirdráttarláns í Landsbanka íslands vegna Biskupstungnaveitu kt. 630580- 0139, allt að kr. 3.000.000,- Kynnt og samþykkt Útboð vegna vegagerðar Torfholti, Laugarvatni. Tilboð voru opnuð 1. júlí 2002. Fjögur tilboð bárust. Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda Asvélar ehf, kt. 640594-2179, um framkvæmd verksins en tilboðsupphæð bjóðanda var krónur 962.000,- Forstöðumanni áhaldahúss á Laugarvatni verði falið að sjá um eftirlit með verkinu. Gjaldbreyting á fjallaskálum frá og með sumrinu 2003, verðskrá verði eftirfarandi: Gisting per. nótt kr. 1.500, íbúar með lögheimili í Bláskógabyggð fá 50% af- slátt. Gjald fyrir hest í gerði kr. 75 per. dag. Helstu við- skiptavinum verði sent bréf vegna þessa og verðbreytingin auglýst í Bláskógafréttum í haust. Kynnt og samþykkt. Upplýsingar frá fundi oddvita og formanns byggðaráðs með framkvæmdastjóra Byggingarfélags Námsmanna um byggingu íbúða fyrir námsmenn á Laugarvatni. Byggingafélag Námsmanna hefur í hyggju að byggja 18 nýjar leiguíbúðir á Laugarvatni og hefja byggingu þeirra næsta haust. Byggingarfélagið fer fram á fyrirgreiðslu sveitarfélagsins vegna þess að íbúðir náms- manna njóti almennt lækkunar hjá þeim sveitarfélögum þar sem íbúðir þeirra hafa verið byggðar. Samþykkt að fram- lag sveitarfélagsins verði kr. 280.000,- á íbúð sem er í sam- ræmi við samþykkt Laugardalshrepps frá 6. nóvember 2001. Auk þess verði önnur fyrirgreiðsla sveitarfélagsins að tjárhæð kr. 223.000,- á íbúð miðað við að ráðist verði í byggingu 18 íbúða. Frágangur málsins verður í höndum sveitarstjóra. Lögð fram sameiginleg fjárhagsáætlun Bláskóga- byggðar 2002 samkvæmt áðurgerðum fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna sem sameinuðust 25. maí 2002. Kynnt. Verður til umfjöllunar á næsta fundi sveitarstjórnar. Margeir sagði frá óformlegum viðræðum sem hann hefur átt við Kristján Einarsson slökkviliðsstjóra hjá Brunavömum Arnessýslu. Lögð fram drög að heildar- kosnaði Bláskógabyggðar við inngöngu í Brunavamir Arnessýslu. Aframhaldandi viðræður munu fara fram í ágúst. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 27. júní 2002. I bréfinu koma fram nokkrar athugasemdir sem gerðar voru við reglubundið eftirlit í Iþróttamiðstöðinni í Reykholti. Forstöðumanni áhaldahúss í Reykholti er falið að fara yfir athugasemdirnar með starfsfólki Iþrótta- miðstöðvarinnar og koma fram með tillögu að úrbótum. Bréf frá Hreini Oskarssyni, skógarverði á Suður- landi varðandi hug sveitarstjómar um bann við sauðfjárbeit á skógræktarsvæðum og að lausaganga búfjár verði bönnuð innan afmarkaðra svæða. Byggðaráð sér ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að einstakir landeigendur taki þá ákvörðun að halda sauðfé frá sínu landi. Hver og einn getur tekið ákvörðun um nýtingu á sínu landi og gerir byggðaráð ekki aðra kröfu til þess en að það samræmist skipulagi svæðisins og þeim lögum og reglum sem um það gilda. 3. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 16. júlí 2002. Hitaveita Laugarvatns. Til að ræða þetta mál og kynna fyrir byggðaráðinu voru mættir: Knútur Armann formaður veitustjórnar, Gunnar Sigurþórsson gjaldkeri og Sveinn A Sæland oddviti. Knútur sagði frá stöðu Hitaveitu Laugarvatns sem hann telur ekki rekstrarhæfa í dag en þar kom fram að á síðustu árum hefur verið lögð ný hitaveita á Laugarvatni og kominn er stofn inn að Miðdal. Búið er að tengja nokkur hús í Miðdal en ekki virðist vera mikill áhugi fyrir tengingum þar. í landi Snorrastaða er tölu- verður áhugi fyrir tengingum en lítið búið að framkvæma. I dag skuldar veitan kr. 65.000.000 og verður að taka kr. 15.000.000 að láni til viðbótar til að ljúka þeim tengingum sem liggja fyrir. Ljóst er að þær tekjur sem veitan kemur til með að hafa duga engan veginn fyrir afborgunum lána og rekstrargjöldum ef miðað er við að afskrifa veituna á 20 árum, en það er af mörgum talinn eðlilegur afskriftartími, þannig að grípa þarf til aðgerða og það strax. Rætt var um vandamál veitunnar og þá möguleika sem menn sáu í stöðunni. Fram kom að huga þarf að hækkun á gjaldskrár sem fyrst en hún ein og sér bjargar engu. Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra er ásamt veitu- stjóminni falið að leita allra leiða til að tryggja rekstur veitunnar, hvort sem það er endurljármögnun, samruni við aðrar veitur, sala veitunnar eða annað sem tryggt gæti áframhaldandi rekstur hennar. 4. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 31.júlí 2002. Bréf frá Dagnýju Rut Grétarsdóttur. Efni: Óskað er eftir að sveitarfélagið greiði niður vistun hjá dagmömmu fyrir börn yngri en tveggja ára. Þar sem að leikskólinn Lind á Laugarvatni tekur inn börn frá eins árs aldri en leik- skólinn Alfaborg í Reykholti frá tveggja ára aldri þá leggur byggðarráð til að sveitarsjóður Bláskógarbyggðar greiði kr. 10.000 á mánuði með hverju bami sem náð hefur eins árs aldri og er hjá dagmömmu. Þessar greiðslur haldast þangað til að barnið kemst inn á leikskóla. Lánasjóður sveitarfélaga. Umsókn um lán af endur- lánafé. Byggðarráð leggur til að Hitaveita Laugarvatns taki þetta lán en það er að upphæð kr. 6.000.000 og nýti það til þeirra framkvæmda sem fyrir liggja hjá veitunni. Lánið ber 6,33% vexti og ábyrgist sveitarfélagið greiðslu þess. Bréf frá Barna og Kammerkór Biskupstungna um styrk til vinnslu á geisladiski. Byggðarráð vill benda á að Biskupstungnahreppur hefur styrkt Barnakór Biskups- tungna undanfarin ár en ráðið leggur til að þetta verkefni verði styrkt með því að kaupa styrktarlínu. A fundi byggðaráðs sem haldinn var 2. júlí 2002 var samþykkt framlag til byggingar 18 íbúða Byggingarfélags námsmanna að upphæð kr. 9.054.000. Eftir viðræður við framkvæmdarstjóra Byggingafélagsins þá leggur byggðarráð til að framlag þetta verði kr. 11.500.000 og Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.