Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 27
austast í Lambafellsveri, þar sem er beygja á ánni rétt á móti þar sem Hvítá og Jölulkvísl mætast. Bátarnir voru notaðir þarna á ánni þar til brúin kom. Þeir voru tjargaðir á hverju ári. Um það sá Jón Jónsson eldri, bóndi á Laug. Eftir að hætt var að nota bátana á Hvítá var annar fluttur inn á Jökulkvísl, staðsettur austan í Innri-Skúta og sér enn í dag móta fyrir byrgi sem hlaðið var yfir hann. Ætlunin var að göngufólk sem kom úr Hvítárnesi og ætlaði í Kerlingafjöll gæti stytt sér leið. En báturinn var ekki nýttur þarna lengi, e.t.v. 1-2 ár, því ekki var gott að vita aldrei hvoru megin hann væri. Hinn báturinn var hafður við Hvítárvatn og nýttur af ferðafólki. Voru báðir bátarnir hafðir um skeið við vatnið. Byggt var yfir þá skýli þar sem Tjarná rennur í vatnið. Var það bárujárnsskúr á trégrind sem gaf sig svo í vondu veðri. Að minnsta kosti annar báturinn fór í vatnið. Mér er ekki kunnugt um hvað af hinum varð. Byrjað var að byggja brú á Hvítá haustið 1935. Meðan á brúarsmíðinni stóð, eða áður en byrjað var, var sett göngubrú rétt neðan við núverandi brúarstæði. Um haustið, áður en aðalbrúin varð fær var féð rekið yfir á þessari göngubrú og hestar teymdir yfir. Brúarsmiðimir voru þama með flutningabíl og tvo hesta til að keyra á steypumöl í brúarstöplana. Eftir fjallferð, sennilega hefur það verið í október, gerði slíkt hret á smiðina að þeir flýðu til byggða. Höfðu þeir ætlað að vera lengur fram á haustið, en þorðu ekki að fara aftur því Hálsinn varð svo fljótt ófær. Þegar komið var að vorið eftir í fyrstu grenja- leitum lágu verkfæri og þess háttar út um allt. Smiðimir komu svo þegar fært varð fyrir bíla og luku við verkið. Um sumarið var lagður slóði í Hvítámes en árið 1937 var gert bílfært á Hveravelli. Þá var kominn vísir að þeim samgöngum um hálendið sem menn þekkja nú. Inga Kristjánsdótitr, systurdóttir Tómasar, skráði frásögnina í október Afmælishátíð / leikskólans Alfaborgar Erindi flutt af Drífu Kristjánsdóttur þann 4. maí 2002 Kæru leikskólabörn, foreldrar, og starfsfólk leikskólans Alfaborgar! Gleðilega hátíð og til hamingju með 15 ára afmælið. Nú eru liðin 15 ár frá því að við, nokkrir foreldrar sem áttum heima hér í Biskupstungum, tókum okkur saman og mynduðum vísi að leikskóla. Reyndar er heldur lengra síðan. Þegar ég fór að skoða bréf og efni sem ég hafði sent frá mér í þeim tilgangi að athuga hvort fólk vildi reyna að mynda leik- skóla hér í Tungunum, þá kom í ljós að við settum allt í gang í september 1986 en síðan eru orðin tæplega 16 ár. En við getum auðvitað bara aftur haldið uppá 16 ára afmælið í haust. Ég verð að viðurkenna að ég var einn af hvata- mönnum að stofnun leikskólans og ég ætla að segja ykkur söguna á bak við það. Á Torfastöðum var alltaf mikið fjör á sumrin. Þar var mjög margt fólk, og líka krakkar en Björt, stelpan mín, sem var rúmlega þriggja ára, naut mjög félagsskapar barna sem systkini mín og vinir áttu, og fengu að vera hjá okkur stóran part sumarsins. Á haustin þurftu allir að fara í skólana og þá fóru allir burt frá Torfastöðum nema við, sem áttum heima þar. Einn dag um miðjan september, fann ég Björt, þriggja ára gamla, inni í stofu og hún grét mjög sárt. Ég vildi fá að vita hvað væri að, og þá segir hún mér að hún væri svo leið, það færu allir farnir og hún einmana og ekkert gaman lengur. Við þetta velti ég því mjög fyrir mér hvað ég gæti gert, og niðurstaða mín var að ég yrði að biðja einhvem sem ætti böm á hennar aldri að leyfa henni að koma til sín einu sinni eða tvisvar í viku svo hún gæti notið samveru jafnaldra sinna. Ég hringdi í nokkrar mæður sem ég þekkti og spurði hvort börnin þeirra vantaði ekki félagsskap annarra bama eins og mín gerðu. Þá kom í ljós að enginn var beint til í að passa fyrir mig, en fleiri foreldrar en ég, vildu gjarnan athuga hvort við gætum ekki leyft börnunum að leika sér saman einhvem tíma úr deginum. Við ákváðum að halda fund og var hann haldinn 2. októberl986 á Torfastöðum. Á þann fund komu Áslaug á Espiflöt, Drífa og Ólafur á Torfastöðum, Hafdís og Jón Þór í Friðheimum, Oddný á Brautarhóli, Perla í Reykholti, Sigga Jóna í Hrosshaga og Steinunn en hún bjó á Felli. Þessi hópur ákvað að hann vildi reyna að stofna lítinn leikskóla og við sendum út bréf til allra íbúa sveitarinnar sem áttu börn og báðum fólk að hafa sam- band við okkur ef það vildi vera með. Undirtektir voru alveg ágætar og við bættust átta foreldrar sem bjuggu sunnar í sveitinni þ.e. í Skálholti og Laugarási. Þetta voru Sigurlaug og Magnús í Hveratúni, Hanna María og Sigurður Árni í Skálholti, Sigrún og Ingólfur á Engi, Gylfi læknir og Sigríður Gísladóttir, sem var um tíma ráðskona hjá Gylfa lækni. Við vildum ekki baka okkur óvild neinna, og reyn- ____________________________________Litli Bergþór 27 Drífa Krístjánsdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.