Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 22
Lára, Njörður og synirfyrir framan nýja andyrið vorið 1987. Á myndina vantar Jón Harrý. kvótann fórum við út í ferðaþjónustuna. Það var Guðni Lýðsson, sem hjálpaði okkur að byggja andyri við húsið og síðan tókum við 3 herbergi uppi á lofti undir gistingu sumarið 1987. Hvert þeirra 3-4 manna. Strákamir fluttu í kjallarann, þegar þeir voru heima.- Það var fullbókað á hverju sumri, auk matsölu og annarrar þjónustu og aðsóknin var svo mikil að þetta litla hús sprakk gjörsam- lega utanaf þessu og það var ljóst að það var nauðsynlegt að byggja, ef við ætluðum að halda þessu áfram. Jón Harrý kom inn í félagsbúið 1992, nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri. Svo þegar þau Iris fóru að búa drifu þau í að byggja nýja íbúðarhúsið árið 1994. Þar var frá upphafi reiknað með að hægt væri að leigja 3 her- bergi, en eftir að litlu stelpumar fæddust varð erfiðara að samræma fjölskyldulífið og ferðaþjónustuna. Og þá kviknaði hugmyndin að hótelbyggingunni. Við byrjuðum að byggja um veturinn 2000, snjóa- veturinn mikla, sem gerði okkur mjög erfltt fyrir. En við tókum við bókunum allan veturinn í nýja hótelið og þrátt fyrir alla erfiðleika stóðust allar áætlanir. En það er best að Iris og Jón Harrý segi ykkur meira um það segir Lára. Og það stendur heima, þegar hér er komið viðtalinu drífur að vegavinnumenn í mat til Láru og Njörður þarf að skreppa í eftirlitsferð upp að Gullfossi. Svo blaðamaður vendir sínu kvæði í kross og bankar upp á hjá þeim Irisi og Jóni Harrý. Iris og litlu stelpumar, Eva Osk og Elín Helga, bjóða gesti í bæinn, en Jón Harrý er þessa dagana í slátur- hússvertíðinni á Selfossi og ekki kominn heim. Þegar við erum sestar yfir kaffibolla inn í notalegt eldhúsið er tekið til við spumingarnar. L-B: Til að koma þér inn á kortið Iris, hvaðan ert þú og hverra manna? Iris: Eg heiti Iris Inga Svavarsdóttir og er fædd í Garðinum árið 1966, en ættuð að austan, úr Borgarfirði eystri, í báðar ættir. Pabbi var reyndar eitthvað ættaður úr Flóanum líka. Hann hét Svavar Óskarsson og fórst í sjóslysi árið 1992. Móðir mín heitir Sigríður Halldórsdóttir og býr enn í Garðinum. Eg á einn bróður, Steinar, sem er ári eldri en ég og sér um gæðastjórnun hjá Þormóði Ramma á Siglufirði. Jón Harrý, Iris og dœtur á brúðkaupsdaginn 21.04.2001. L-B: Vilt þú segja mér eitthvað frá uppvextinum? Iris: Eg gekk náttúrlega í barnaskóla í Garðinum og byrjaði svo í Fjölbraut í Keflavík. Þá eignaðist ég soninn Birgi Pál Marteinsson og hætti í skóla. Fór reyndar seinna í Skrifstofu- og ritaraskólann. Nú, svo vann ég hér og þar og 1993 fór ég sem ráðskona í Helludal og kynnt- ist þá Jóni fljótlega. Vorið 1994 byrjuðum við að byggja íbúðarhúsið, svo það var ekki langur aðdragandi! Húsið reis á met tíma, fyrsta skóflustungan var tekin 9. apríl og við fluttum inn 17. júní. Það var byggt á staðnum, nema grindin, sem kom tilbúin og það var Steinar Árnason frá Selfossi, sem byggði það. Við vorum búin að bóka í húsið 1. júlí, svo það var ekki eftir neinu að bíða. Leigðum strax út 3 herbergi. L-B: Og svo hafið þið tekið þátt í félagsbúinu. Iris: Jú, jú. Ferðaþónustan var sumarverkefnið og kýmar meira vetrarvinnan. Svo var Jón að rúlla hey út um alla sveit fyrstu sumurin og ég var oft með honum að pakka. Ég vann líka í sundlauginni í Úthlíð og í Réttinni um helgar. Svo þetta varð oft langur vinnudagur og ferðaþjónustan lenti meira á Láru. Oft voru 20-30 manns í mat og þá var borðað í stof- unni hjá okkur. Stærsti hópurinn sem við tókum í mat var 50 manns og þá þurfti að tvísetja og þvo upp á milli, því við áttum ekki nógu ntikið af leirtaui fyrir svo margt fólk. Allt var þvegið upp í höndunum fyrstu árin, en svo fékk ég uppþvottavél þegar Eva Ósk fæddist árið 1996. Það var auðvitað svolítið mikið að hafa svona stóra hópa inni á heimilinu. Og þegar Elín Helga fæddist árið 1998 var ljóst að það fór ekki saman að hafa 2 lítil böm og hótelrekstur. Þær voru að kíkja inn í herbergin hjá gestunum og gramsa í töskunum, sem var auðvitað ekki Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.