Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Með sameiningu sveitarfélaganna þriggja, Þinvalla-, Laugardals- og Biskupstungnahrepps, í júní sl. var gerð mesta skipulagsbreyting sem um getur á stjórnkerfi á þessu svæði. Eðlilegt er að fólk sé um þessar mundir að velta fyrir sér hvort þessi breyting hafi æskileg áhrif eða sé til óþurftar. Væntanlega er niðurstaðan mjög mis- munandi. Hún getur ráðist af búsetu og félagslegri stöðu hvers og eins svo og hvernig viðkomandi gengur að sætta sig við breytingar. Sumir vilja alltaf vera að breyta til að reyna nýtt fyrirkomulag, en öðrum finnst best að hafa sem flest eins og það hefur verið og telja ekki ástæðu til að leggja af það sem bærilega hefur gefist. Bæði þessi sjónarmið eiga rétt á sér, en þegar ákvörðun hefur verið tekin um breytingu er mest um vert að reyna að stuðla að því að nýja fyrirkomulagið verði fólki til heilla í bráð og lengd. Því þarf að leggja áherslu á að aukið afl stækkaðs sveitarfélags sé nýtt til að veita öllum íbúum þess sem besta þjónustu og stuðla að velferð þeirra. Þetta er margþætt verkefni; aðstaða til atvinnurekstrar, menntun bama og unglinga, þjónusta við íbúa og einkum þá sem hafa sérstaka þörf fyrir hana vegna elli, fötlunar eða sjúkleika og fleira og fleira. Vonandi verður auðveldara að fá fram úrbætur í ýmsum atriðum, svo sem samgöngumálum, eftir því sem að kröfunni stendur fjölmennara sveitarfélag. Skólana ætti að vera unnt að reka með viðráðanlegum kostnaði þannig að allir nemen- dur þeirra fái góða fræðslu og uppeldi, ef þeir eru ekki mjög litlir. Svipað má segja urn aðra þjónustu, hana er í flestum tilvikum auðveldara að veita svo vel sé, ef einingin er ekki mjög lítil. Væntanlega verður einnig auðvel- dara en áður að hlynna að ýmiskonar mennigarstarfsemi á svæðinu. í Bláskógabyggð er fjölbreytt félagslíf af ýmsum toga. I flestum tilvikum er það miðað við “gömlu” sveitar- félögin. Sameiningin mun ekki hafa sjálfkrafa áhrif á það skipulag. Væntanlega munu ungmennafélögin í Laugardal og Biskupstungum starfa áfram og einnig mörg önnur félög, sem þar eru til. Þingvallasveitarmenn sem starfa með Grímsnesingum í Ungmennafélaginu Hvöt gera það líklega áfram og Hestamannafélagið Trausti mun starfa sem fyrr í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit. Ef til vill verður sameiningin hvatning til að brey- ta skipulagi einhverra félaga. Eðlilegt er að bjóða öldruðum Laugdælingum og Þingvallasveitarbúum aðild að Félagi eldri borgara í Biskupstungum, þar sem slík félög munu ekki starfandi þar, og skoðunarvert er að sameina önnur félög, svo sem búnaðarfélögin og búfjárræktarfélögin. Sama gæti einnig átt við um kvenfélögin, björgu- narsveitirnar, lionsklúbbana og fleiri. Þetta verður að gerast að frumkvæði forustumanna félaganna, ef þeir meta það þannig að þau verði öflugri sameinuð en sitt í hverju lagi. Líklega verður ekki í bráð áhugi fyrir sameiginlegu þorrablóti fyrir alla Bláskógabyggð, þar sem núverandi fyrirkomulag hefur mótað þeirra ramma. Ein fyrsta breytingin, sem fólk varð vart við vegna sameiningarinnar, varðaði útgáfumál, þegar Tungnatíðindum var breytt í Bláskógafréttir. Vonandi gefur það öllum íbúum hir.s nýja sveitarfélags færi á að fylgjast vel með því sem er að gerast á vettvangi sveitarstjórnar. Ekki eru enn áformaðar breytingar á útgáfu Litla-Bergþórs af þessu tilefni að öðru leyti en því að nú verður í hreppsnefndarfréttum greint frá málefnum, sem snerta alla Bláskógabyggð. Þar sem Ungmennafélag Biskupstungna gefur blaðið út eru skyldur þess fyrst og fremst við félaga þess og þeirra umhverfi, en hjá ritnefnd er áhugi á að tengjast á einhvem hátt öðrum hlutum hreppsins. Því er það ósk hennar að íbúar þar gerist áskrifendur að blaðinu og sendi ritnefnd áhugavert efni úr þeirra umhverfi. A. K. V___________________________________________________________________________J Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.