Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 17
Eyjaferð aldraðra Þriðjudagurinn 18. júní rann upp eilítið þungbúinn og talsverður vindur. Félag eldri-borgara í Biskupstungum hafði efnt til þriggja daga ferðalags til Vestmannaeyja. Klukkan 12 átti hópurinn að fara með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Þá var komið blankalogn, milt og hlýtt veður. Allir voru mættir stundvíslega alls 24 félagar. Síðar um kvöldið komu hjónin á Stærribæ í Grímsnesi, en þau komust ekki með fyrri ferðinni. Þau hafa aðeins verið með okkur í ferðum og á samkomum. Örlítill kvíði var hjá sumum um hvort einhver yrði sjóveikur, en það var óþarfi því allir stóðu sig eins og hetjur, enda mátti segja að sjórinn væri spegilsléttur. Sjóferðin var skemmtileg, rabbað saman, sötrað kaffi og súkkulaði. Þegar til Eyja kom tók á móti okkur Gísli Magnússon, en hann hafði umsjón með ferðinni. Keyrði hann hópinn í skoðunarferð um Heimaey. Fremur var þung- búið, því var útsýnið ekki eins og skyldi, en leiðsögu- maður útskýrði allt skilmerkilega fyrir okkur svo við nutum vel. Undirritaður hafði fyrir löngu komið til Eyja, það er ólýsanlegt hversu mikil breyting hefur orðið á Helgi Kr. Einarsson, Guðmundur Indriðason og Guðjón Gunnarsson. Veðurathugunarstöð á Stórhöfða í baksýn. eyjunni eftir gosið, en nú liggja vegir jafnvel í tugmetra hæð frá frá því sem áður var og hálfbrunnir húsveggir gægjast undan hrauninu. Vagga þjóðhátíðar, Herjólfsdalur og lundabyggð voru skoðuð og margt fleira. Þama á þessum stað er allt svo undur fagurt að unun er að sjá. Snyrtimennska er allsstaðar á Heimaey þar sem við komum og búið að vinna þrekvirki á því sviði svo eftir verður tekið. Stórkostleg sjón. Eftir þessa ágætu ferð um alla Heimaey var farið á gistiheimilið Heimi, farið úr ferðafötunum og síðan vorum við keyrð í Höllina þar sem framreiddur var dýrindis matur, og spjal- lað saman fram eftir kvöldi, svo gengið til náða. 19. júní rann upp bjartur og fagur, og nú átti að sigla umhverfis Heimaey, sú ferð var eftirminnileg, stórbrotið að sjá eyjuna frá þessu sjónarhomi, siglt inn í víkur og skorur, inn í berghvelfingu, (Hellirinn) og stoppað þar, skipstjórinn kom upp á dekk, tók upp trompett og spilaði af list 3 lög svo undir tók í öllu. Eftirminnileg stund. Eftir hádegi þennan dag fór hópurinn í skoðunarferð á fiskisafnið og byggðasafnið. Þá var heimsókn á Skansinn, Stafkirkja og fleira skoðað. Eftir kvöldmat í Höllinni var smá kvöldvaka hjá okkur á gistiheimilinu, undu allir glaðir við sitt. Öll móttaka af hálfu Eyjabúa var með ágætum. 20. júní dumbungsveður, rölt um eyjuna eftir vild hvers og eins. Klukkan 4 var svo gengið til skips. Eftir góða ferð á sjónum var komið að landi í Þorlákshöfn klukkan 7 um kvöld- Borðað í „ Höllinni “ í Eyjum. ið. Allir voru sammála um að ferðin hefði tekist vel, enda allir jákvæðir og þá gengur allt að óskum. Sigurður Þorsteinsson. Á Stórhöfða. Sigurður Erlendsson við Vestmannaeyjahöfn. Litli Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.