Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 21
Við vorum með rafmagn frá ljósavél þarna, en hún átti það til að bila, og þá kom Óskar á Brú og gerði við. Aðstaðan væri náttúrlega ekki nokkrum manni bjóðandi nú á dögum. Við sváfum þarna 5-6 í einu herbergi, Sigríður, Katý, 5 ára dóttir Katýar og 2-3 starfsstúlkur. Hreinlætisaðstaða var engin, aðeins léleg klósettaðstaða. L-B: Var veitingaskálinn við Gullfoss rekinn allt árið? Njörður: Nei, veitingaskálinn var bara rekinn á sumrin. Þær komu hérna uppeftir þegar snjóa leysti og vegir urðu færir. Þá var bara gamli vegurinn, sem lá hér í gegnum hlaðið, það var enginn vegur kominn milli Geysis og Gullfoss. Skálinn var rekinn í áratugi, hún hét Sveinlaug, sú sem byggði skálann upphaflega og rak þetta á undan Sigríði. Einar átti landið og leigði þeim skika undir skálann. Mamma vann stundum í skálanum þegar hún kom hér á sumrin. Lára: Það er gaman að segja frá því, að Tómas í Helludal sagði okkur að Einar hafi byrjað greiðasölu hér við veginn hjá Brattholti strax árið 1930 eða '31. Hann var með aðstöðuna í tjaldi, sem hann keypti eftir alþingishátíðina 1930. Sennilega var hann þó bara eitt ár með aðstöðuna hér heima en flutti hana síðan upp að Gullfossi og var með hana eitt sumar þar, áður en Sveinlaug tók við. Þessi Sveinlaug rak áður Hótel Hafnarfjörð. Svo talaði Tómas líka um að fyrir konungskomuna 1921 hafi Sigríður í Brattholti og systur hennar unnið við að lagfæra stíginn af neðra plan- inu niður að fossinum. Það hefði nú sennilega verið talið karlmannsverk á þeim tíma, en það voru auðvitað ekki aðrir karlmenn heima í Brattholti þá en Tómas gamli, faðir Sigríðar, svo þær hafa tekið þetta að sér. L-B: Fóruð þið strax að búa hér í Brattholti? Lára: Nei, við giftum okkur 10. desember 1965 og bjuggum fyrst á Minni- Borg í eitt ár, en Njörður hafði mikinn hug á því að búa í sveit og ég fylgdi á eftir. Við vorum þar með kýr og nokkrar kindur. Eg var nú hálf hrædd við kýrnar til að byrja með, en það rjátlaðist af manni! En Minni-Borg var leigujörð, sem var ekki góður kostur, svo við fluttum okkur árið 1967 að Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi og þar fæddist Jón Harrý sama ár. Kristján fæddist árið eftir, 1968, og Svavar árið 1971. Sigurjón fæddist svo 1979 hér í Brattholti. Fyrir átti Njörður dótturina Lindu Margréti, fædd 1962, en hún býr í Vestmannaeyjum og á 2 böm. Á Kjartansstöðum vorum við í 11 ár, vorum komin með 25-30 kýr, 4 kindur og á tímabili vorum við með 4-6 þúsund hænsn. Kristján, Svavar og Jón Harrý í sparifötunum. Njörður: Við byggðum þar 40 kúa fjós og uppistaðan í kúastofninum voru kvígur, sem við keyptum af Sighvati á Miðhúsum. Kjartansstaðir eru ríkisjörð, svo þegar Einar Guðmundsson bauð okkur að taka við Brattholti þáðum við það og fluttum hingað árið 1978. Þá var hér fyrir nýlegt fjós, sem Loftur og Vilborg frá Kjóastöðum byggðu og við keyptum af þeim. Fluttum við allan bústofninn hingað, kýr, hey og vélar. Einar lét okkur hafa 20-30 lömb og vorum við mest með á 2. hundrað fjár. Sá stofn var síðar seldur fyrir mjólkurkvóta. Síðan tók við ræktun og uppbygging eins og gengur. Lára: Njörður vann alltaf sem umsjónarmaður við Gullfoss, hafði umsjón með kömrunum eftir að þeir voru byggðir. Svo þegar þrengdist urn með Njörður og Lára á brúðkaupsdaginn. Fjós og hlaða séð heiman frá íbúðarhúsinu. Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.