Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 18
Brattholt - viðtal við athafnafólk Þegar keyrt er upp Biskupstungur að Gullfossi, er „síðasti bærinn í dalnum“ bærinn Brattholt, sem liggur á hægri hönd í ofurlitlu dalverpi við Hvítá, nokkru neðan við fossinn. Þar reis fyrir tveimur árum nýtt hótel, Hótel Brattholt, og langar Litla-Bergþór að fræðast nánar um aðdraganda þess og um líf og starf fólksins sem býr á þessum efsta bæ sveitarinnar. Það er nýbúið að leggja nýtt slitlag á þjóðveginn upp að Gullfossi og bíllinn rennur ljúflega á áfangastað, heim í hlað hjá Nirði Jónssyni og Láru Ágústdóttur, sem búa í eldra íbúðarhúsinu. Við hliðina á húsinu beita reiðskjótar húsbóndans sér makindalega í rekjunni. Veður er þung- búið, en hlýtt og stillt, eins og verið hefur undanfarið þennan septembermánuð árið 2002. Innifyrir taka Lára og Njörður vel á móti gesti og yfir kaffibolla er byrjað að rekja gamirnar úr viðmælendum. Fyrst er það ættir og uppruni. Jón Harrý, Irís, Lára og Njörður. Myndin er tekin við vígslu Hótel Brattholts 10. júní árið 2000. Njörður: Ég er fæddur í Reykjavfk 1942, 1. maí eins og Lenín sálugi segir Njörður og hlær. Ég er ættaður úr Flóanum, af Vatnsleysuströnd, Ingjaldssandi og Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Móðir mín hét Sigríður Ósk Einarsdóttir, og var hálf- systir Einars Guðmundssonar í Brattholti, sammæðra. Hún var 10 árum yngri en Einar, fædd 1914. Móðir hennar og Einars, Jónína Bárðardóttir amma mín, var ættuð úr Flóanum, frá Votmúla og undan Eyjafjöllum. Hún var vinnukona í Austurhlíð þegar hún varð ólétt eftir Guðmund Hjartarson, soninn á heimilinu. Það þótti ekki nógu gott og var barninu, Einari, komið í fóstur í Brattholt til Tómasar (frá Helludal) og Margrétar (frá Hólum), foreldra Signðar, og ólst hann þar upp og bjó alla æfi. Guðmundur giftist annarri konu og fór til Ameríku, en dóttir hans, Guðrún, hálfsystir Einars að föðurnum, varð eftir í Austurhlíð og giftist Erlendi Gíslasyni, Linda í Dalsmynni, og bjó þar til æviloka. Úti í Ameríku átti Einar svo fleiri hálfbræður. Faðir minn hét Jón Harrý Bjamason, ættaður af Ingjaldssandi í föðurætt og frá Bæ í Lóni í móðurætt. Mér er sagt að það séu ekki fæni en 3 forsetar í ættinni! Foreldrar mínir bjuggu í Reykjavík og á ég 4 syst- kini, sem öll búa á stór-Reykjavíkur-svæðinu. Þau em Einar, Amelía og Óskar, sem eru eldri en ég og Dagmar, sem er yngst. L-B: Svo þú ólst upp í Reykjavík? Njörður: Já, ég fæddist á Bergþórugötu 11, í kjall- aranum, og það var mikil fátækt hjá okkur og almennt í Reykjavík. Faðir minn var sjómaður og seinna yfirverk- stjóri hjá Reykjavíkurborg en hann var oft atvinnulaus fyrstu árin. Komst stundum á sjó, á síld eða einn og einn túr á togara. Atvinnuleysið var svo mikið að menn stóðu í röðum eftir að fá vinnu við að skipa upp kolum við höfnina, sem var þrælavinna. Kolin vom borin á bakinu og þegar einhver gafst upp var hann búinn að missa vinn- una þann daginn og næsti maður settur í starfíð. Þegar ég var 5-6 ára fékk hann vinnu hjá borginni og var þar það sem eftir var, síðast sem yfírverkstjóri. Menn slepptu ekki föstu starfi í þá daga. Fljótlega eftir að hann byrjaði hjá borginni, byggði hann lítið hús í Kleppsholtinu. Fékk timbrið í Völundi, og bar það á bak- inu á leiðinni heim úr vinnunni. Síðar fluttum við í Skerjafjörðinn og þar var ég öll bemskuárin. Gekk í Melaskólann og vann alltaf með skólanum frá 7 ára aldri. Bar út Alþýðublaðið og Þjóðviljann, vildi ekki bera út Moggann, því hann var alltof þungur á öxlina! Hann var svo þykkur og maður fékk ekkert meira fyrir að bera hann út. Þegar ég var 11 ára fór ég svo að vinna í físki. Venjulegur dagur var oftast þannig, að eftir skólann fór ég að bera út blöðin eftir hádegið, síðan niður á höfn að fá í soðið. Maður fékk alltaf í soðið! Það mátti ekki fara með óinnpakkaðan fisk í strætó svo ég stakk bara ýsunni inn á mig beran, svona eins og hún kom upp úr bátnum, - segir Njörður og hryllir sig - og þannig komst ég með fiskinn heim. Ég man vel eftir sfldinni ‘48. Þá var svartur sjór af síld og það var hægt að moka henni með háf upp úr tjörunni. Við krakkarnir fórum með kerrubíl og fylltum hann af sfld, en svo brotnaði hann undan hlassinu á leiðinni heim! Faðir minn fékk vel borgaða vinnu á Keflavíkur- flugvelli eitt ár og byggði þá hús í Skerjafirðinum. Árið eftir lenti hann svo í sköttum, en það var aldrei tekinn víxill, heldur lögðust allir í íjölskyldunni á eitt til að vinna fyrir nauðþurftum. Eftir bamaskólann var ég í kvöldskóla hjá KFUM í tvo vetur, það var minn gagnfræðaskóli. Svo fór ég til Sigurðar Greipssonar í íþróttaskólann veturinn 1959 og í bændaskólann á Hólum haustið 1960. Þar var ég 2 vetur, á miklum umbrotatímum, undir 3 skólastjórum. Tók mér reyndar árs pásu frá jólum til næstu jóla inn á milli og útskrifaðist 1963. Ég byrjaði hjá Kristjáni Karlssyni, var Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.