Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.11.2002, Blaðsíða 26
Ferjubátar á Hvítá við Hvítárvatn Frásögn Tómasar Tómassonar frá Helludal Elstu menn muna þá tíð þegar engin brú var á Hvítá fyrir innan Bláfell. Þar var fyrst brúað árið 1935. Fram að þeim tíma urðu menn að ríða ána á vaði ef það var hægt, eða nota einhverja fleytu til að koma sér yfir. Ef lítið var í ánni var van- dalaust að fara á vaðinu. En mörg dæmi eru þess að hún væri ófær að ríða í mikl- um haustrigningum. Algengt var að sundleggja hesta á ferjustaðnum. Lengi hafði verið einn bátur á Hvítá, líklega komið fljótlega eftir að byrjað var að reka fé innyfir sem kallað er. Þá átti sér stað að komið var að ánni og báturinn var vitlausu megin. Stundum kom það fyrir rétt fyrir fjallferð að menn sem komu að norðan biðu eftir fjallmönnum til að fá bátinn yfir, en lík- lega hefur verið meira um að hann væri skilinn eftir fyrir sunnan á. Leifar af bát við ferjustaðinn. Handan árinnar mótar fyrir bátabyrgi spölkorn frá ánni, hœgra megin við gildragið. En svo gerðist það í ágúst, árið 1928 að mig minnir, að komið var með tvo báta að ánni. Þetta voru trébátar og tóku 5-6 menn hvor. Sigurður Jónsson frá Laug sá um flutningana ásamt fleirum sem ég veit ekki hverjir voru. Bátarnir voru fluttir að sunnan á vörubílum. Farið var upp Tjarnarheiði og upp eftir Andalæk að Dalsmynni, sem þá hét Stritla, að Austurhlíð og Kóngsveginn upp á Stakksáreyrar. Þar voru bátarnir teknir af bflunum, þeir dregnir niður að Almenningsá og settir á flot. Þeim var svo róið upp eftir ánni. Eg var unglingur í Helludal þegar þetta var og sá til bátanna á Almenningsá hvar þeir fóru upp eftir. Man ég að mér fannst þetta all einkennileg sjón að sjá þarna róið bátum. Þegar komið var að vaðinu á Kóngsveginum fyrir neðan Bryggju voru bátarnir dregnir á land. Þar voru þeir teknir á kviktré og farið með þá sem leið liggur yfir Tungufljót á elstu brúnni sem þar var á Kóngsveginum. Vafalaust hafa bátarnir verið teknir niður við brúna og menn dregið þá yfir á sjálfum Litli Bergþór 26____________________________________ sér. Síðan var haldið sem leið lá inn Brúarheiði og stefnt á Bláfell. Trúlega hefur verið farið vestan við fjallið og upp Bláfellsháls, því stirt er að fara með svona flutning að austanverðu vegna gilja. Ekki veit ég annað en allt hafi gengið vel inn að Hvítá. Nú er ekki víst að allir viti lengur hvað kviktré eru. Því langar mig að lýsa þeim aðeins. Þetta voru tveir langir stau- rar. Þeir voru settir hvor sínu megin utan á tvo hesta með aktygjum sem gengu hvor á eftir öðrum. Staurarnir voru festir á aktygin eins og vagnkjálkar. Haft var gott bil á milli hestanna og þar myndaðist flutningsrýmið. Stundum voru líklega festar þverspýtur á staurana til að flytja vaming. Oft áður fyrr voru fluttar lrkkistur á þennan hátt. Áður en aktygi komu til sögunnar hafa líklega verið notaðir klyfberar til að festa staurana á. Til að nota þennan útbúnað þurfti stillta hesta. Við flutn- inginn á bátunum hafa þeir verið skorðaðir með kjölinn á milli stauranna. Bátarnir voru hafðir við Hvítá rétt ofan við brúna sem nú er. Gerð voru byrgi á hvorum bakka þar sem þeir voru geymdir yfir veturinn. Þetta voru hlaðnar tóftir, þaklausar. Bátarnir voru dregnir inn í þær á hvolfi og skorðað við þeim. Þama voru þeir til taks næsta vor þegar fyrstu menn komu að, en það voru oftast grenja- leitarmenn. Eftirleitarmenn voru aftur á móti oftast síðastir á ferðinni að haustinu. Á sumrin voru bátamir dregnir það upp að áin flyti ekki undir þá. Alltaf var þess gætt að skilja svo við að einn bátur væri hvom megin svo þeir væru tiltækir fyrir fólk úr hvorri áttinni sem það kom. Bátamir voru meðal annars notaðir við að koma tjallfé suður yfir Hvítá. Var þá féð rekið út í ána. Svo var róið fyrir neðan hópinn og ef fé fór að reka undan straumi var því bjargað í land. Hestar voru reknir yfir en menn og farangur ferjað í bátunum. Þeir vom líka notaðir í vorrekstrum til að ferja lömbin innyfir, en ég tók aldrei þátt í því. Þess má og geta að efnið í sæluhúsið í Hvítámesi mun hafa verið flutt yfir ána á þessum bátum. Tóftin var hlaðin haustið 1929 en húsið svo byggt sumarið eftir. Ég fór fyrst á fjall árið 1931. Þegar komið var með safnið að ánni var veður þokkalegt. Gekk mjög vel að koma fénu yfir og bar ekkert til tíðanda. Haustið eftir komum við að ánni í blíðuveðri og kvöldsól. Þá gekk illa. Féð gafst upp eða snéri aftur í miðri á. Var verið að reyna að innbyrða féð og það var erfitt verk. Einn réri og annar reyndi að draga rennblauta kindina upp í bátinn. Merkilegt að ekki skyldi hvolfa. Þegar komið var yfir með féð voru allir uppgefnir og var tjaldað á sandinum norðan við ána. Um nóttina gerði frost. Daginn eftir var farið suður yfir með hesta og farangur. En venjulega var tjaldað sunnan við ána, á Horninu sem kallað var. Það er Tómas Tómasson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.