Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 12
Aldraðir í óbyggðum Ferð eldri borgara í Kerlingarfjöll 16. ágúst 2003 Þegar við kvenfélagskonurnar, Kristín Sigurðar og Geirþrúður, fórum að velta fyrir okkur hvert halda skyldi með eldri borgara í þetta sinn, kom sú hugmynd frá Guðmundi og Jónu á Lindarbrekku, að fara inná Kjöl og skoða þar nýja skálann í Svartárbotnum o.fl. Eftir að hafa borið hugmyndina undir Sigurð á Heiði, formann Félags eldri borgara í Biskupstungum, var þetta ákveðið og pantaður matur, súpa og brauð, í Asgarði í Kerlingarfjöllum og leiðsögn kunnugra um svæðið og síðan veglegur kvöldverður á Hótel Geysi á leiðinni heim. (Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir náðist ekki samband við þjónustuaðila á Hveravöllum.) Erlingur Guðjónsson frá Tjörn keyrði sjálfur herjans mikinn fjallatrukk, sem hann lofaði okkur að kæmist hvert á land sem væri, og stóð hann við það! Laugardagurinn 16. ágúst heilsaði með mildu dumbungsveðri og rigningu á köflum, svo ekki leit of Hópurinn fyrír utan Svartárbotnaskálann vel út með fjallasýn. En menn létu það ekki á sig fá, og var lagt af stað kl. 9.30 frá sjoppunni í Laugarási og kl 10.00 frá Reykholti. Þeir sem ofar bjuggu voru tíndir uppí á leiðinni og síðust komu uppí Ragnhildur og Jón í Kotinu á Geysi. Súpa og brauð voru vel þegin. Eðvarð Hallgrímsson, staðarhaldari, þjónar til borðs. Alls voru þá í rútunni 29 félagar eldri borgara, 2 kvenfélagskonur, bflstjórinn Erlingur og sonur hans, Erlingur yngri, 14 ára. Jón tók þegar við fararstjóm og stóð sig með sóma það sem eftir var ferðar. Sagði frá ömefnum og sögur þeim tengdar, milli þess, sem hann kastaði fram vísum. Vegurinn reyndist ansi holóttur og seinfarinn, en Erlingur bflstjóri fór vel með fólk og bfl og að því tilefni kastaði Jón fram þessari vísu: (Að vísu ort af öðru tilefni í annarri stórgrýtisurð, og um annan bflstjóra.) Ásgarður í Kerlingafjöllum. Góðan hefur Svanur sans, sárafáir ná því. Grjótið verður vinur hans, við að skakast á því. J.K. Þegar nálgaðist Kerlingarfjallaafleggjarann varð ljóst að ekki gæfist tími til að skoða skálann í Svartárbotnum fyrir mat, svo ferðaáætlun var breytt í samræmi við það og ekið beint í Ásgarð í Kerlingarfjöllum, þar sem beið okkar súpa og brauð og kaffi fyrir þá sem það vildu. Að snæðingi loknum tók staðarhaldari, Eðvarð Hallgrímsson, við fararstjóm um hvera- og skíðasvæðið, en hann og kona hans, Helga Guðmunds- dóttir, reka ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum þetta árið. Gistiaðstaða er þarna fyrir hátt í 100 manns og matsala í skálanum. Klifraði Erlingur með okkur upp brekkurnar á rútunni góðu og var hrikafallegt að sjá ofan í Ásgarðsgljúfrið (eða Árskarðið?) og yfir hverasvæðið. Skíðasvæðið er orðið nær snjólaust og hefur ekki verið notað síðan 1998. En Renata gat sagt sögur af skíðaferðum þeirra Gunnlaugs með bömin hér áðurfyrr, meðan ennþá var snjór á þessum slóðum allt sumarið. Því miður sá ekki í fjallstoppa eða jökla, en veðrið var milt og gott og rigning lítil og stytti upp um það bilið sem við ókum frá Ásgarði. Sá þá inn á jökla og yfir Kjöl. Nú var keyrt í Svartárbotna og skálinn og nýja hest- húsið skoðað. Gíslaskáli var því miður ekki risinn, en verið var að smíða hann í byggð þá dagana. Eftir nokkrar fjallastemmur í skálanum var haldið heim á leið og stoppað næst í Árbúðum og drukkið þar kaffi og með því í boði kvenfélagskvenna. Spilaði Erlingur yngri Erlingsson þar á harmónikku, gömlu góðu réttar- lögin undir kaffidrykkjunni, við góðar undirtektir. Og þá voru allir tilbúnir að hossast síðasta spottann heim að Hótel Geysi og urðu nú fleiri en Jón til að segja sögur og stytta fólki stundir, meðan súldarskúrir byrgðu sýn til ljalla. Jarlshetturnar birtust þó skömmu eftir för frá Árbúðum í allri sinni dýrð og hafi sólin Litli Bergþór 12.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.