Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 29
Bréf frá Sigurði Halldórssyni dags. 9. október 2003 þar sem hann lýsir áhuga á kaupum á áhaldahúsi sveitar- félagsins á Laugarvatni. Áhaldahúsið á Laugarvatni hefur ekki verið sett á sölu en þegar að því kemur þá leggur byggðaráð til að rætt verði við Sigurð sem og aðra áhuga- sama kaupendur. Bréf frá Samvinnunefnd miðhálendisins dags. 27. setember. 2003 þar sem óskað er eftir umsögn um að Kerlingarfjöll verði færð upp um flokk frá því að vera skálasvæði í að vera hálendismiðstöð. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að Kerlingafjöll verði gerð að hálendismiðstöð. Bréf frá Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytinu dags. 16. október 2003 varðandi sameiningu heilbrigðis- stofnana og heilsugæslustöðva á Suðurlandi. Lagt fram til kynningar. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 17. október 2003 varðandi framlag vegna jöfnunar á tekjutapi sveitar- félaga í kjölfar breytinga á álagningastofni fasteigna- skatts. Samkvæmt þessu er endanlegt útreiknað framlag til Bláskógabyggðar vegna ársins 2003 kr. 13.838.458-. Bréf frá Jóni Helgasyni dags. 21. október 2003 varðandi lagningu nýs Gjábakkavegar og mögulega breytingu á aðalskiplagi. Byggðaráð telur að um óveru- lega breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000 - 2012 sé að ræða en óskar eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar á því að svo sé. Sveitarstjóra falið að vinna greinargerð með áliti byggðaráðs. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði veitt heim- ild til að leita hagstæðra tilboða í tryggingar og endur- skoðun fyrir sveitarfélagið í samvinnu við önnur sveitar- félög. Bréf til Fjárlagsnefndar Alþingis / þingmanna Suðurlands dags. 22. október 2003 varðandi flóðlýsingu við Gullfoss. Byggðaráð styður erindið og felur oddvita að fylgja því eftir. 22. fundur sveitarstjórnar 4. nóv. 2003 Mætt: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson, Snæbjöm Sigurðsson, Bjarni Þorkelsson, Sigurlaug Angantýsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson, sem ritaði fundargerð. Fundargerð byggðaráðs frá 28. október 2003, tekin fyrir og staðfest. Ákvörðun um álagningu gjalda 2004. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar. A. Útsvarsstofn 13,03 %. B. Álagningarprósenta fasteignagjalda, A-flokkur 0,6% og B-flokkur 1,2%. Ákveðið að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem aldraðir eiga og búa einir í, falli niður. Þetta á ekki við um þjónustugjöld þ.e. vatnsskatt, seyru- losunargjald, sorpeyðingargjald né annað húsnæði í eigu viðkomandi. C. Vatnsskattur 0,3% af álagningarstofni fasteigna. Hámarksálagning verði kr. 17.000,- á sumarhús og íbúðarhús. D. Sorpeyðingargjöld verði kr. 7.980.- á íbúðarhús, kr. 5.880,- á sumarhús og kr. 17.640.- á lögbýli og smá- rekstur. Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 8.300,- innheimtist með fasteignagjöldum. Byggðaráði falið að útfæra gáma- þjónustu og gjaldskrá fyrir fyrirtæki og stofnanir sem yrði innheimt eftir á í samræmi við umfang. E. Holræsagjald vegna kostnaðar við fráveitukerfi / seyrulosun á Laugarvatni verði 0,1% af fasteignamati. Samþykkt að unnið verði í samráði við önnur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu að gerð gjaldskrár fyrir seyru- losun í heild fyrir öll uppsveitarfélögin. F. Lóðarleiga hækkar samkvæmt visitölu, sem bundin er í viðkomandi samningum eða sem prósenta af mati lóðar. G. Gisting í fjallaskálum verði kr. 1500.- per gistinótt. íbúar Bláskógabyggðar fái 50% afslátt. H. Þjónusta vegna lengdrar viðveru í Grunnskóla Bláskógabyggðar verði kr. 170/klst. Beiðni um stofnun nýbýlis í landi Reykjavalla. Osk frá Oskari Bjömssyni og Jóhönnu Óskarsdóttur, Hafnarfirði um stofnun lögbýlisins Goðatúns á 13 ha. spildu úr landi Reykjavalla. Áætlað er að hefja þar skóg- rækt og aðra uppgræðslu lands ásamt hestamennsku í smáum stíl. Engar athugasemdir. Deiliskipulag fylgir með umsókninni þar sem skipu- lagsfulltrúi fer þess á leit við sveitarstjórn að hún sam- þykki að auglýsa tillöguna. Sveitarstjóm samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að fullvinna málið þar sem m.a. yrði tryggð aðkoma landeiganda að landinu. Deiliskipulag við Háholt 10, Laugarvatni, grenndar- kynning. Breyting skipulagsins snýst um að lóðarmörkum við Háholt 10 er breytt og kvöð er sett á skólplögn og bflastæðum fjölgar. Grenndarkynning hefur farið fram. Samþykkt. Lögð fram fundargerð fastafulltrúa fræðslunefndar 26. október 2003. Sveitarstjórn leggur til að í framhaldi af fundi fastafulltrúa verði tekin upp vistunartími 8:00 — 16:00 á leikskólum Bláskógabyggðar. Einnig samþykkt að taka upp gjald kr. 600, ef bam er sótt eftir umsamdan tíma. Þá er sveitarstjóra falið að skoða nánar vistun frá 7:45 í samráði við leikskólastjóra. Önnur mál. Fyrirspurnir: (frá T- lista) a) Ljósafossskóli: Fyrirspurn: Samkvæmt upp- lýsingum sem T listinn hefur, er fulltrúi Bláskógar- byggðar í fræðslunefnd Ljósafossskóla ekki boðaður lengur á fundi fræðslunefndar Ljósafossskóla. Hverju sætir það? í svari oddvita kom fram að þar sem Bláskógabyggð hefur selt 14% hlut sinn í Ljósafossskóla til Grímsnes og Grafningshrepps féll niður aðkoma að skólanefnd Ljósafossskóla. T-listinn telur eðlilegt að fulltrúi Bláskógabyggðar hefði verið látinn vita um þessa aðkomu að fræðslunefnd. b) Lýsing í þéttbýli. Samþykkt að skora á Vegagerðina að ljúka uppsetningu lýsingar í gegnum Laugarvatn og Reykholt hið fyrsta. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir með greinargerð. c) Lögð fram ósk frá T-listanum um upplýsingar unt rekstur mötuneyta skólans. Hver eru kjör þeirra kvenna sem starfa við mötuneytin? Litli Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.