Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 19
kom okkur þama inn), datt í hug að færi saman íslenk ættjarðarlög og týrólatónlist, veit ég ekki, en komum að því seinna. Við lögðum sem sagt af stað um kl. 11 í tveggja og hálfs tíma rútuferð til Bled vatns, sem er ævintýralega fallegt fjallavatn við rætur alpafjallanna í norður hluta landsins. Speglast fjöllin í kyrru vatninu og á því miðju er lítil eyja og á henni merkileg kirkja. Eftir hádegisverð á veitingastað við vatnið, var siglt á þremur gondólum út í eyjuna. Einn ræðari var á hverjum bát, sem rann hljóðlaust yfir vatnið, - ótrúlega rómantískt, þrátt fyrir troðfulla báta, 20 manns í hverjum þeirra. Leið ekki á löngu áður en íslenskur kórsöngur barst út yfir vatnið og bergmálaði í fjallakyrrðinni. Forvarnarstarf. Magga tekur Val til meðferðar. Á eyjunni var stoppað í um einn klukkutíma og kirkjan skoðuð. Sagan segir að þeir, sem geta hringt kirkjuklukkum hennar þrisvar fái ósk sína uppfyllta. Hangir langur kaðall niður úr miðju lofti kirkjunnar niður af turninum og geta ferðamenn hringt með því að toga í kaðalinn inni í kirkjunni. Innan kórsins eru reyndir hringjarar og þóttust þeir ekki þurfa að hafa mikið fyrir að fá óskir sínar uppfylltar. En það reynd- ist hægara sagt en gert. Sumum tókst að hringja en öðrum ekki, og þeim sem tókst það hringdu oftar en til var ætlast. Fór svo að lokum að enginn úr okkar hópi fékk ósk sína upp- fyllta í þessari kirkju á Bled-vatni. Þegar til baka var komið úr bátsferðinni, var keyrt í um 20 mínútur til Begunje og var nú farið að draga í loft. Skall á með þrumuveðri, eldingum og helli-rigningu stuttu eftir að við komum og á meðan við vorum að hafa fataskipti fór raf- magnið. Skipti fólk um föt og sminkaði sig eftir minni í myrkrinu og þegar komið var upp í salinn, þar sem við áttum að fá að hita upp, var verið að flytja borð og stóla inn og dekka upp. Samkoman hafði semsagt átt að vera úti í garði, en var nú flutt inn sökum veðurs. Það varð því minna úr upphitun en til stóð. En rafmagnið kom aftur og nú fór fólk að drífa að og hljómsveit hússins tók til við að spila týrólatón- list með tilheyrandi harmónikkuslætti og jóðli. Og fólk át og drakk, milli þess sem það krækti saman örmum og vaggaði sér í takt við tónlistina. Gekk svo lengi kvölds, þangað til til- kynnt var að nú tæki hljómsveitin sér pásu og á meðan syngi Skálholtskórinn frá Islandi. Við vorum semsagt pásugrúppa. Nú-jæja, við stilltum okkur upp í okkar fínasta pússi og sungum ættjarðarljóðin af innlifun, en við heldur dræmar undirtektir áheyrenda, sem tóku til við að borða og skvaldra meir en áður, enda sungið án rafmagnaðs undirleiks eftir takt- fasta týrólatónlistina. En tónleikarnir sem slíkir tókust vel, við gerðum eins vel og við gátum og á eftir fengum við gott að borða og tókum til við að hafa gaman af öllu saman! I næstu pásu söng Diddú ein og gat gert það, sem við gátum ekki, að ganga á milli borðanna og syngja beint til fólksins og heilla það þar með upp úr sinni týrólatónlist. Mjög „athyglisvert" kvöld og góð kennslustund í samanburði ólíkra menningarheima. A leið út í eyjuna á Bled-vatni. Diddú, Melkorka litla, Heiða, Perla og Rut. A bak við Perlu sést í kirkjuturninn. Nú var orðið framorðið og eftir að keyra heim til Portoroz. Var mörgum enn mál að syngja og var það gert, þótt hæðirnar tvær í rútunni yllu vissu sambandsleysi innan kórsins. Þar sem klósettið í rútunni hafði fyllst, þurfti að hafa pissustopp og var þá notað tækifærið og lagið tekið fyrir utan rútuna. Vildi stoppið dragast úr hömlu og í því kórinn söng í andakt þama fyrir utan salemin: Heyr himnasmiður, og komið var að hendingunni „gæt mildingur mín, mest þurfum þín“, ók skömmin hann Norbert af stað og skildi syngjandi hjörðina eftir. Hilmar lét það ekki trufla sig en stjórnaði áfram. Og í næturkyrrðinni, laus við rútuprumpið, sungum við lagið til enda og þeir, sem mest höfðu við, vinkuðu,- Reyndar nokkuð ógleymanleg stund. -Síðan var farið að svipast um eftir fararskjótanum, sem fannst á næsta bílastæði og heim komumst við um kl. tvö um nóttina. Voru allir fegnir, en þó örugglega mest yngsti farþeginn, Melkorka litla Þorkelsdóttir og Diddúar, 5 ára, sem stóð sig eins og hetja allt kvöldið og svaf af sér allan söng í aftursætinu á leiðinni heim. Þá var komið að fimmtudeginum 7. ágúst og á ferðaáætluninni stóð frjáls dagur. — Ekki var þó boðið upp á að lúra fram eftir frekar en fyrri daginn, því Hilmar ákvað að hafa kóræfmgu um morguninn milli 10 og 12. Fengum við Kórinn með tvírœðan svip hjá Avsenik. æfmgaraðstöðu í mjög fallegri kirkju skammt frá hótelinu. Hitinn var töluverður og kirkjan ekki ýkja loftkæld, en æf- ingin var nauðsynleg því á morgunn voru aðaltónleikarnir og nauðsynlegt að slípa raddirnar. Var sumum heitt og höfðu orð á því að þeir væru að drepast úr hita. Þá heyrðist æðrulaust Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.