Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 26
ur. Tekjur sjóðsins á árinu 2002 voru kr. 16.700-, gjöld kr. 0- og vaxtatekjur ásamt verðbótum kr. 209.820-. Niðurstaða rekstrar var kr. 205.539- og skuldir og eigið fé erkr.2.731.779-. Námsleyfi sveitarstjóra. Lagt fram bréf Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra þar sem hann óskar eftir því að starfshlutfall hans verði minnkað um 20% til þess að honum gefist tækifæri til þess að stunda nám með starfi sínu næstu tvo vetur. Samþykkt að verða við ósk Ragnars og mun Sveinn A. Sæland taka að sér 20 % staðgengils- hlutverk. Fulltrúar T-listans sátu hjá við afgreiðslu málsins. Kynnt breytt fyrirkomulag á skrifstofu Bláskóga- byggðar. Helstu breytingarnar eru á opnunartíma skrif- stofunnar og símatíma. Eftirfarandi var samþykkt: a. Skrifstofa Bláskógabyggðar verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:30 - 16 og föstudaga frá kl. 8:30 - 12:30. b. Símatími verður frá kl. 8:30 - 12:30 alla virka daga vikunnar. c. Símatími sveitarstjóra verður á föstudögum frá kl. 10- 12. d. Viðtalstími oddvita verður á þriðjudögum frá kl. 10 - 12. Með þessu móti verði betur hægt að stýra vinnufyrir- komulagi, ná meiri afköstum og árangri í verkefnum skrifstofunnar. Þessum breytingum er ætlað að auka skil- virkni, draga úr yfirvinnu og álagi á starfsfólk skrifstof- unnar, sem verið hefur umtalsvert frá sameiningu sveitar- félaganna vorið 2002. 20. fundur sveitarstjórnar 4. sept. 2003. Allir aðalmenn mættir. Arsreikningur Bláskógabyggðar vegna ársins 2002 síðari umræða. Við fyrri umræðu um ársreikninginn var spurt um uppgjör fjallskila í Laugardal en þegar þau mál voru könnuð þá kom í ljós að uppgjör hafði ekki verið gert og verða þau mál skoðuð með uppgjöri þessa árs. Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi bókun: „Það vekur furðu T- listans að ársreikningur skuli fara 15 milljónum fram úr endurskoðaðri fjárhagsáætlun sem afgreidd var af sveitarstjóm 18. desember 2002. Athygli vekur að eftirtaldir liðir hafa farið mjög fram yfir fjár- hagsáætlun. Félagsþjónustan 6,9 milljónir, byggingar- fulltrúi 2 milljónir, atvinnumál / tjaldsvæði við Laugarvatn 1,4 milljónir. Sameiginlegur kostnaður / sveitarstjórn 2 milljónir, endurskoðun 1 milljón, skrif- stofukostnaður 5 milljónir. Samtals fer sameiginlegur kostnaður 10 milljónir framúr fjárhagsáætlun. Áhalda- hús kr. 4,5 milljónir." Fulltrúar Þ-listans lögðu fram eftirfarandi bókun: „Þ-listinn álítur að hluta af þessari bókun T-listans hafi verið svarað. Að öðru leyti vísum við til bókunar í 1. lið 19. fundar sveitarstjórnar.“ Þá lagði T-listinn fram eftirfarandi bókun: „Sveitarstjórn skorar á veitustjórn að endurskoða og sam- ræma gjaldskrá beggja veitnanna, Biskupstungnaveitu og Hitaveitu Laugarvatns, þar sem ekki verður séð af fram- lögðum reikningum veitnanna, að tekjur dugi fyrir gjöld- um og afskriftum." Tillagan var borin upp og var hún felld með 4 atkvæðum Þ-listans gegn 2 atkvæðum T-listans og einn sat hjá. Þ-listinn lagði fram eftirfarandi tillögu: „Skorað er á veitustjórn að hún endurskoði gjaldskrár sínar í ljósi breyttra aðstæðna og niðurstöðu ársreikninga veitnanna.“ Tillagan var borin upp og var hún samþykkt með 4 atkvæðum Þ-listans en 3 sátu hjá. Ársreikningur Bláskógabyggðar var síðan samþykktur samhljóða. Umræða um eyðingu refa og minka. Tillaga T- listans: Hvatning til ríkisstjórnarinnar (umhverfisráðherra): „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur stjómvöld til að leggja fram aukið fjármagn til eyðingar refa og minka og stuðli þannig að því að þessi meindýr hafi hvergi griðland“. Tillagan var samþykkt samhljóða og var Drífu og Margeiri falið að semja greinargerð með til- lögunni. Fyrirspurn T- um framtíðarskipan áhaldahúsanna. Fram kom í svari Margeirs að nefnd sú sem skipuð var til að koma með tillögur að framtíðarskipan áhaldahúsanna hefur sett sér það markmið að skila tillögum til byggðaráðs fyrir fund ráðsins í október. Fyrirspurn T-listans um heimasíðu Bláskógabyggðar. Fram kom í svari oddvita að gerð heimasíðunnar er lokið og búið að safna saman miklu af grunnupplýs- ingum. Vegna sumarleyfa hefur enn ekki tekist að færa inn á hana þær upplýsingar. Heimasíðan verður opnuð á næsta sveitarstjórnar- fundi 7. október 2003. Bjarni lagði til að á næsta fundi sveitarstjórnar verði tekin upp umræða um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. 5. Fyrirspurn T-listans: Hvað líður reglugerð um hundahald. Hundareglugerð fyrir Bláskógabyggð var staðfest í Umhverfisráðuneytinu 1. sept. 2003. Gjaldskrá um hundahald í Bláskógabyggð var lögð fram til staðfest- ingar og var hún staðfest með 6 atkvæðum en 1 sat hjá. 21. fundur byggðaráðs 30. sept. 2003 Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins. Ragnar S. Ragnarsson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Skipulagsmál. Mál sem verið hafa í auglýsingu. Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. og 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 var óskað eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: a) Haukadalur, gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss vestan Geysissvæðisins, sunnan Biskupstungnabrautar. b) Kjarnholt I, gert er ráð fyrir 5 lóðum undir frí- stundabyggð c) Torfastaðir, gert er ráð fyrir 10 lóðum undir frístundabyggð d) Einihlíð í landi Einiholts, gert er ráð fyrir 48 lóðum undir frístundabyggð í landi Einiholts 3 meðfram Hvítá, austan þjóðvegar nr. 358. e) Grænahlíð í landi Grafar, gert er ráð fyrir 11 nýjum lóðum undir frístundahús. f) Reykholt/Efling, gert er ráð fyrir 7 parhúsalóðum í landi Eflingar í suðurhlíðum Reykholts, norðan Tungufljóts. Litli Bergþór 26.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.