Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 24
b. Hvað líður reglugerðinni um hundahald? Fram kom í máli Margeirs að von er á staðfestingu á reglu- gerðinni frá ráðuneytinu á næstu dögum. c. Hvað líður framkvæmdum við Gámasvæðið á Laugarvatni og hvenær er áætlað að verkefninu ljúki? Fram kom hjá Sveini að búið er að gera frumteikningu af svæðinu en ekki var talið mögulegt að framkvæma verkið á þessu fjárhagsári. d. Ahaldahús stefnumótun. Fram kom hjá Margeiri að nefnd sem skipuð var til að endurskipuleggja áhalda- hús sveitarfélagsins er að störfum en er ekki tilbúin með tillögur að framtíðarfyrirkomulaginu. Drífa leggur áherslu á að vinnunni verði hraðað sem mest. Ársreikningur 2002, staða mála. Fram kom í máli Sveins að ekki hefur enn tekist að fá endurskoðendurna til að koma og vinna í reikningnum, eins hefur vandamál verið með bókhaldsforrit sveitarfélagsins. Stefnt var á að halda sveitarstómarfund 1. júlí en fundurinn verður ekki haldinn fyrr en fyrri umræða um ársreikninginn getur farið fram. 19. fundur byggðaráðs 24. júní 2003 Mættir vom byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og varamaðurinn Sveinn A. Sæland sem ritaði fundargerð. Vatnsveita Laugarás. Byggðaráð leggur til við veitustjórn að haldið verði áfram undirbúningi að öflun neysluvatns fyrir Laugarás. Húsaleiga á húsnæði í eigu Bláskógabyggðar. Byggðaráð leggur til að viðmiðunarleiga verði kr. 600 ám2á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Erindi Sigurðar St. Helgasonar vegna uppgjörs á þróunarverkefninu „Lífsleikni í verki“. Byggðaráð undrast að svona bakreikningar skuli berast en leggur til að þeir varði greiddir samtals kr. 517.188.- Samningur um slátt og garðaþjónustu fyrir Bláskógabyggð á almennnum svæðum, sem heyra undir sveitarfélagið, að Laugarvatni sumarið 2003. Lagður fram og staðfestur. a. Háholt. Sveitarstjórn samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi að íbúða- og hesthúsabyggð við Einbúa á Laugarvatni. b. Efri Reykir. Breyting á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir því að tveir byggingareitir verði á lóð þar sem einn byggingareitur er á núverandi skipulagi. Samþykkt að auglýsa breytinguna. C. Vesturbyggð. Breyting á deiliskipulagi í Laugarási þar sem gert er ráð fyrir parhúsum á lóðum nr.8 og 10 við Vesturbyggð en í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsum á þessum lóðum. D. Lauftún. Nýtt skipulag í Lauftúni Laugarási, samþykkt að auglýsa skipulagið í samráði við skipulags- fræðing sveitarfélagsins. Reikningur vegna viðbyggingar við Grunnskóla Laugarvatns. Farið var yfir reikninginn sem er til kominn vegna vinnu Magga Jónssonar á árunum 2000 og 2001 við teikningar á viðbyggingu Grunnskólans á Laugarvatni. Erindinu vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Viljayflrlýsing vegna samstarfs í orkumálum. Sveitarstjórn samþykkir framkomna viljayfirlýsingu og leggur til að sem fyrst verði tekið upp samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur á grundvelli hennar. Orlofsbeiðni Bjarna Þorkelssonar. I samræmi við umsögn skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar samþykkir sveitarstjórn að veita Bjarna Þorkelssyni árs- leyfi frá störfum en hafnar alfarið að hann haldi sínum launum á þeim tíma. Fyrirspurnir T-listans. a. Óskað er eftir að fá starfslýsingu þá sem Kjalvörður er ráðinn eftir. Sveinn lagði fram starfslýsingu afréttar- varðar á Kili og var rætt um starf afréttarvarðarins og starfslýsingar almennt. b. Fyrirspurn um heimasíðu Bláskógabyggðar þ.e. hverju það sæti að gerð hennar er ekki komin lengra. Sveinn greindi frá því að vegna sumarleyfa og anna á skrifstofu sveitarfélagsins þá hefur ekki tekist að klára verkið. 20. fundur byggðaráðs 12. ágúst 2003, Mættir voru byggðaráðsfulltrúamir: Margeir Ing'ólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lámsson og Sigurlaug Angantýsdóttir. Sveinn A. Sæland ritaði fundar- gerð. Kauptilboð vegna Skálabrekku í Þingvallasveit ásamt gögnum sem fylgja þeirri sölu. Seljendur eru Guðrún Þóra Guðmannsdóttir kt. 110250-4289, Hörður Guðmannsson kt. 231141-2519, Óskar Öm Hilmarsson kt. 090558-6929 og Guðmann Reynir Hilmarsson kt.070161 -2499. Kaupendur eru Guðmundur B. Hólmsteinsson kt. 010652-3839, Hallgrímur Ó. Hólmsteinsson kt. 031265-5179 og Gísli Steinar Gíslason kt. 211164-5229. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Kaupsamningur vegna sölu á jörðinni Víðigerði Biskupstungum. Seljandi Landsbanki Islands hf. kt. 710169-3819 og kaupandi Þorlákur Ásbjörnsson kt. 010369-4289. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Bréf frá Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni dags. 8. júlí 2003 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar við því að gera 100 hektara spildu þeirra úr landi Helludals II að lögbýli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að spildan verði gerð að lögbýli. Bréf Bláskógabyggðar dags. 11. júlí 2003 varðandi efnisnámur við Laugarvatn ásamt bréfi Halldórs Páls Halldórssonar og Erlings Jóhannssonar dags. 17. júlí 2003 um sama efni. Sérstaklega var átt við malamámu vestan Hnjúkaheiðar og samkvæmt bréfi Menntamála- ráðuneytisins sem dagsett er 7. ágúst 2003 fellst ráðuneytið á efnistökuna, en setur jafnframt það skilyrði að gildandi lögum og reglum um malarnám verði fylgt í einu og öllu. Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni dags. 9. júlí 2003 varðandi styrkbeiðni vegna tækjakaupa og viðhalds. Byggðaráð bendir á að samkvæmt fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2003 þá er gert ráð fyrir kr. 110.000- til björgunarsveita í sveitarfélaginu og leggur byggðaráð til að sú upphæð renni óskipt til Ingunnar. Bréf frá Heilbrigðis- og Tryggingarmálaráðuneytinu Litli Bergþór 24.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.