Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 8
veginn höfðu menn meiri tíma, eða gerðu sér minni rellu út af tímanum í þá daga. L-B: Fluttist þú beint hingað í Laugarás frá S- Reykjum? Skúli: Jú, og þá var ástin komin í spilin — segir Skúli og brosir við. - Þarna á Syðri-Reykjum kynntist ég konu minni, Guðnýju Pálsdóttur, frá Baugsstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi og það endaði auðvitað þannig að við fórum að hugsa um hreiður eins og fuglarnir! Hún var fædd 1920 og við höfðum reyndar kynnst áður þegar hún var á Húsmæðraskólanum á Hallormsstað og mun það hafa verið fyrir mína tilstilli að hún kom að S- Reykjum til að hjálpa til við heimilishaldið, með Elínu ráðskonu okkar, í verkamannabústaðnum Nýborg. En það var húsið þar sem við verkafólkið bjuggum og mötuðumst. Þar búa nú þau Olafur Stefánsson og Barbara kona hans. En þarna þróaðist semsé kunningsskapur okkar, sem hélst óslitinn þar til hún lést árið 1992. Arið 1945 frétti ég af lausri lóð hér í Laugarási sem var til sölu. Lemmingsland var það kallað, en danskur maður, sem Lemming hét hafði verið þar með garðyrkju. Þessa lóð keypti ég og það voru skrítin kaup. Eg þurfti ekki að borga krónu, heldur fékk bunka af víxlum, sem voru svo að falla allan ársins hring. Það var Steindór Gunnlaugsson, bróðir Skúla í Tungu, sem hafði milligöngu um kaupin og hann skrifaði uppá hjá mér. Svo var framlengt og borgað inná, þar til tókst að borga upp. Þetta var strembið, þótt 45.000,- þætti ekki stór upphæð í dag. En þetta var árið 1945 og þá var þetta þó nokkur upphæð. Konunni þótti ómögulegt að búa á Lemmingslandi svo við sóttum um nafn til Örnefnanefndar. Máttum senda inn þrjár tillögur að nöfnum og átti Örnefnanefnd síðan að Skúli og Guðný nýgift 1945. sr. Arelíus Níelsson gifti þau heima á Baugsstöðum. velja eitt af þeim. Ég stakk upp á 2 nöfnum, en þá vantaði eitt og ég bar mig upp við sr. Eirík Stefánsson á Torfastöðum, sem spurði hvort ég vildi ekki kalla býlið Hveratún. Þá var Hilmar Stefánsson bróðir Eiríks í Örnefnanefnd, og svo vildi til að Hveratún varð fyrir val- inu. Ég kalla því að sr. Eiríkur hafi skírt býlið og þykir heiður að því. A lóðinni voru 3 lítil gróðurhús, um 100 ferm hvert þeirra og lítið og lélegt íbúðarhús og þar byrjuðum við Guðný búskap okkar. Fyrstu árin vorum við með kýr og kindur til heimilisins, en svo lagðist það af. L-B: Hverjir bjuggu í Laugarási þegar þið fluttuð þangað og voru menn byrjaðir með garðyrkju hér þá? Skúli: Á næstu lóð við okkur, á Sólveigarstöðum, var gróðararstöð á vegum Náttúrulækningafélagsins, sem Gróska hét og hafði Bjöm Kristófersson, síðar skrúðgarða- verkstjóri í Reykjavík, forstöðu fyrir henni. Það voru einu gróðurhúsin, fyrir utan okkar. Hveratún 1968, séð til norðurs. lbúðarhús Skúla á miðri mynd. Lengst t.h. gróðurhúsin þrjú og gamla íbúðarhúsið, sem Skúli keypti. Sólveigarstaðir fremst og Ljósaland í baksýn. Nú, fyrsta árið, sem við vorum hér, var Ólafur Einarsson, læknir, í læknishúsinu og var þar með einhvern búskap. Síðan kom Helgi Indriðason frá Ásatúni í Hrunamannahreppi og tók við búskapnum ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur konu sinni, og nokkru síðar kom Guðmundur bróðir hans og Jónína Jónsdóttir, kona hans, og keyptu lóð með sumarbústað í Lindarbrekku og byrjuðu þar með garðyrkju. Um sama leytið og við fluttum í Laugarás, keypti svo Jón Vídalín, (bróðir Guðnýjar, konu Helga,) Gróskuna og hann varð næsti nágranni okkar. Ég man líka eftir Guðrúnu í Höfða, en hún kom hingað fyrstu árin til að þvo. Mér fannst alltaf gaman að koma til hennar, því hún var mjög fróð og sérstök, en kannski öðruvísi húsmóðir en maður átti að venjast. L-B: Hvað ræktuðuð þið til að byrja með? Skúli: Við byrjuðum með grænmeti, tómata, gúrkur og steinselju. Svo var byggt við og stækkað smátt og smátt, og nú eru þetta aðallega paprika, salat og steinselja sem við erum með. Við höfum byrjað á ýmsu, byrjuðum einu sinni á blómum, en þá féll verðið og allt fór í afföll, svo við hættum við það. Núna eru um 2000 fermetrar undir gleri. Yngsti sonur minn, Magnús, er garðyrkjufræðingur og hefur starfað með mér frá því hann korn heim úr námi, um 1980 og tekur væntanlega við þessu öllu bráðlega. Hann byggði íbúðarhúsið sitt á grunni gamla hússins 1983 og býr núna þar með fjölskyldu sinni. L-B: Hver eru börn ykkar Guðnýjar. Skúli: Við eignuðumst 5 börn og af þeim búa 4 í Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.