Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 17
Skálholtskór á betri fætinum Slóveníuferð Skálholtskórsins í ágúst 2003 Eitt af því, sem gerir kórastarf skemmtilegt og fær ungt og duglegt fólk til liðs við kóra, er að takast á við verkefni, sem gera kröfur og lyfta líkama og sál svolítið upp úr hvers- dagsleikanum. Undirbúningur tónleika og kórferða eru slík verkefni. Við kirkjur landsins starfar fjöldi kóra og ef slíkt starf færi ekki fram jafnhliða venjubundnum kirkjusöng, er ég viss um að kirkjutónlist okkar myndi ekki hljóma eins vel í messum, eða á öðrum gleði- eða sorgarstundum í kirkjunni og áhugi sérstaklega yngra fólksins, fyrir starfi í kirkjukórum, yrði minni. Þjálfunin verður svo miklu meiri og hljómurinn betri, þegar æft er markvisst og stefnt að einhverju ákveðnu marki annað slagið, og þetta þjappar fólki saman. Og þar sem góðir organistar og kórstjórar hafa ráðist til starfa í kirkjunni, hafa þeir gert kraftaverk með sóknarbömum sínum. Þarf fólk ekki að vera tónlistarskólagengið til að upplifa kraftaverkið. Einn slíkan kraftaverkamann erum við svo lánsöm að eiga hér í Tungunum, Hilmar Örn Agnarsson, organista og kórstjóra í Skálholti. Og ekki spillir að kona hanns, Hólmfríður Bjamadóttir er fararstjóri að atvinnu, - fyrir utan að syngja sópran í kórnum, - og því hæg heimantökin fyrir kórinn að skipuleggja kórferðir til útlanda! En nóg af predikunum, ég ætlaði að segja ykkur frá ferð kórsins til Slóveníu nýverið. Forsagan - undirbúningurinn. Fyrsta utanlandsferð Skálholtskórs var til Þýskalands og Frakklands árið 1998, þar sem við sungum m.a. í Barr í S- Frakklandi við svo mikinn fögnuð, að okkur var boðið að koma aftur að ári og syngja við ráðstefnu, sem þar var haldin, uppá frítt fæði og húsnæði. Það hafði aldrei staðið til að fara strax í aðra utanlandsreisu, en þetta boð gátum við ekki staðist, auk þess sem til stóð að taka upp vinabæjarsamband við Barr að tilstuðlan Gísla heitins oddvita, sem fór með okkur í fyrstu ferðina. Af því varð reyndar ekki, en við skellt- um okkur samt út aftur í október 1999 og nú til Frakkland og Italíu. Fengum við þá til liðs við okkur Diddú, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu og Kela mann hennar, Þorkel Jóelsson hornaleikara, og slógum aftur í gegn í Barr, að ég tali ekki um Diddú, sem átti eftir að fara fleiri ferðir til Frans eftir þetta. Eftir þessa síðustu utanferð kórsins, þóttumst við fær í flestan sjó og var ákveðið að stefna að utanlandsferð á tveggja ára fresti í framtíðinn. - En það dróst nú í fjögur ár í þetta sinn. - Var ákveðið að halda uppá 40 ára afmæli kórsins og Skálholtskirkju á Skálholtshátíð 2003 með veglegum tón- leikum og fara svo í kórferð í beinu framhaldi, og nú til Slóveníu. Þar bauðst okkur að syngja á listahátíð í borginni Piran og á frægum Týrólastað í Norður-Sóveníu. Og þegar ræðismaður Slóvenska lýðveldisins frétti að við værum á leið til Slóveníu, vorum við beðin um að taka á móti Slóvenskum karlakór, níu manna „oktet“, sem væntanlegur var í heimsókn til Islands, sem við og gerðum með stæl í byrjun júní. Og til að launa móttökurnar bauð þessi karlakór okkur að halda tónleika í heimabæ þeirra, Slovenija Gradec í norð- austur hluta landsins og gistingu og uppihald meðan við værum þar. Var það rausnarlega boðið, þar sem þeir voru bara níu, en við sextíu með mökum og fylgdarliði. En ein aðalsprauta „oktetsins“ var bæjarstjórinn í bænum, svo ekki var í kot vísað. Enn á ný fengum við til liðs við okkur Diddú og nú með blásturssveit sína, Kela og dæturnar Salóme og Valdísi. Hefur verið ómetanlegt að eiga Diddú að í gegn- um tíðina, en hún hefur sungið með okkur á aðventutón- leikum og öðrum tónleikum ár eftir ár - og ekki er amalegt að fá fyrsta flokks raddþjálfun hjá henni í kaup- bæti í æfingabúðum fyrir tónleika og utanlandsferðir. Sjálf hefur hún svo mikla útgeislun að allir komast í gott skap, bara við að vera nálægt henni. Og nú var semsagt tekið til við að æfa og æfa. Kórinn hafði safnað í sarpinn á liðnum árum, og var ákveðið að vinna prógramm uppúr því besta sem við hefðum flutt og gera það enn betur nú. Var gaman að hitta fyrir gamla kunningja úr tónbókmenntunum, - þ.e. fyrir okkur gömlu hundana í kóm- um, en erfiðara fyrir þá sem nýir voru og þurftu að læra allt frá byrjun. Nú, fjáröflunarnefndin tók til óspilltra málanna og brydd- aði upp á ýmsum nýungum, - öllu nema kökubakstri! — Við auglýstum okkur sem skemmtikrafta og söngdúfur og sungum m.a. í Sogsvirkjun og á 17. júní gegn gjaldi, tókum á móti þrem 180 manna bamakórshópum og seldum þeim mat í Aratungu, seldum páskaliljur og jólastjömur, og vomm með tjaldmarkað. Svo sungum við auðvitað eins og lög gera ráð fyrir í messum, fermingum, giftingum, skímum o.s.frv., svo það var nóg að gera. Enduðum á að gifta ritara kórsins, hana Hildi Maríu, helgina fyrir brottför. Undirbúningurinn mæddi mest á stjórninni, þeim Helgu Maríu formanni, Lofti gjaldkera og Hildi Maríu ritara og svo auðvitað Hilmari Emi og Hófí, og skulu þeim þökkuð öll þeirra góðu störf. Skálhollskórinn á Slóvenskrí grund Litli Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.