Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 3
\ Ritstjómargrein Ásýnd þessarar sveitar hefur breyst mikið á síðustu áratugum og er ekkert lát á því. Þær breytingar, sem eru mest áberandi, eru annars vegar nýr skógur og his vegar frístundahús. Skógræktin er á ýmsa vegu. Víða er komið þétt limgerði og há tré við íbúðarhús. Hvorttveggja veitir skjól fyrir næðingnum og þar með betri skilyrði til ræktunar blóma og annarra jurta til gagns og yndisauka. Okostur við trjárækt við íbúðarhús er að þegar tré verða há byrgja þau sýn og skyggja á það sem fólk vill sjá frá híbýlum sínum. Svipuð vandkvæði fylgja trjáplöntun meðfram vegum. Oft virðist ekki hugað að því þegar verið er að setja niður plöntur að fyrr en varir eru þær orðnar stór tré, sem þurfa mikið rúm fyrir laufskrúð sitt og loka sýn til umhverfisins. Víst er það verðugt verkefni að rækta tré til skjóls og skrauts en tæplega tilhlökkunarefni að sjá aðeins fáa metra út frá vegum og götum í þéttbýli, þegar eftir þeim er farið. Lág limgerði hafa ekki þessi vandkvæði en þjóna sama tilgangi og eru því æskileg bæði við hús og ferðaleiðir. Hér eru einnig nokkur skógræktarsvæði, sem eru orðin eða eru að verða sýnileg. Þau breyta landslaginu mikið og geta í einstaka tlvikum orðið til ama, ef þau byrgja fyrir fallega útsýn. En þau eru skemmtileg um að fara hvort sem er gangandi eða ríðandi, ef þar eru opnar færar leiðir. Kostir skógræktarsvæðanna eru helstir friðsæld og gróður-ang- an. Því verður að gæta mjög hófs í að beina þangað almennri umferð vélknúinna tækja, sem menga umhverfið með hávaða og útblásturslofti. Slíkt ætti aðeins að vera fyrir þá sem þar eru að vinna eða geta.ekki komist um gangandi. Ef til er það sjónarmið að gott sé að byrgja sumsstaðar sýn frá veginum, er það vissulega rétt að til eru staðir hér í sveit, sem hvorki eru til ánægju fyrir heimamenn né sóma að sýna gestum. Við blasa byggingar, sem er illa haldið við og allskonar drasl til lýta. Hús þurfa stöðugt viðhald, ef þau eiga að líta vel út. Hér er oft umhleypingasamt veður, miklar hitabreytingar, úrkoma og vindur, sem máir viðkvæma fleti svo flest hús þarf að mála á fárra ára fresti. Það kostar mikið, bæði efni og vinnu, sem margt fólk hefur ekki ráð á, þó sumsstaðar sé vissulega sinnuleysi um að kenna. Önnum kafið heimafólk hættir með tímanum að taka eftir skellum í málningunni, litlum skemmdum, rusli og tækjum í óhirðu. Þá getur einhverskonar jákvæð hvatning komið að gagni. Mögulegt er að einhver beiti sér fyrir að útvega ódýra málningu, og ef til vill væri til bóta að veita viðurkenningu þeim sem breytti verulega umhverfi sínu til bóta. Þeir sem eru með hús sín vel hirt og umhverfi fallegt þurfa yfirleitt ekki utanaðkomandi hvatningu, en hinir, sem ekki hefur tekist þetta, gætu tekið sig á ef þeir fengju einhverskonar uppörvun. Mikill sigur væri unninn, ef allsstaðar væru mannvirki eins vel útlítandi og þar sen þau eru fallegust og umhverfið hvarvetna eins og það gerist best. Þá liði íbúum áreiðanlega vel og gestir færu héðan ánægðir og bæru þessari sveit vel söguna. \ BISK-VERK Tökum aö okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði ■ Viðhald Sumar húsaþj ónusta Þorsteinn Þórarinsson, sími 486 8782 Bílasími 853 5391 GSM 893 5391 Fax 486 8745 J Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.