Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 25
dags. 15. júlí 2003 varðandi sameiningu heilsugæslu- stöðva og heilbrigðisstofnunar á Suðurlandi. Óskað er eftir afstöðu Bláskógabyggðar til sameiningarinnar. Byggðaráð vill taka fram að Heilsugæslustöðin í Laugarási hefur þjónað íbúum sveitarfélagsins vel og allar breytingar sem stuðla að því að viðhalda þeirri þjónustu eða auka eru jákvæðar. Ef sameining heilbrigðisstofnana á Suðurlandi verður til þess að skerða þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási þá er breytingunni mótmælt. Byggðaráð vill jafnframt benda ráðuneytinu á nauðsyn þess að miða þjónustu, s.s. heilsu- gæslu, við þann fjölda sem dvelur á svæðinu. íbúar á svæði Heilsugæslustöðvar Laugaráss eru um 2.500 auk þess sem fólk dvelur í auknum mæli í yfír 4000 frístunda- húsum stóran hluta ársins. Áætlað er að íbúafjöldi á svæðinu fjórfaldist yfir sumartímann auk stöðugt aukinn- ar umferðar um helstu ferðamannastaði landsins s.s. Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Skálholt, Flúði og Þjórsárdal. Auk þess má benda á að öflugt og vaxandi skólahald er á Laugarvatni bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 24. júní 2003 þar sem fram kemur að Bláskógabyggð er úthlutað kr. 3.429.804- en það er tekjujöfnunarframlag sem er út- hlutað óbreytt út kjörtímabilið í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna. Sala á Lindarbraut 10. Guðmundur B. Böðvarsson kt. 180366-4079 og Kristrún Sigurfinnsdóttir kt. 040368- 3379 hafa samið við Bláskógabyggð um kaup á Lindarbraut 10 (Hjúkkó). Byggðaráð felur Sveini A. Sæland oddvita að ganga frá sölunni. 18. fundur sveitarstjórnar haldinn 15. júlí. Mættir voru allir starfandi sveitarstjóranrmenn nema Margrét Baldursdóttir, sem boðaði forföll Sveitarstjórn vill taka fram að ein af forsendum fyrir sameiningu Brunavarna Ámessýslu og Slökkviliða Laugardals og Biskupstungna var að tækjakostur slökkviliðsins á svæðinu verði endurnýjaður. Formanni byggðaráðs er falið að vinna að málinu áfram. Sveitarstjórn samþykkir framkomna viljayfirlýsingu í orkumálum og leggur til að sem fyrst verði tekið upp samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur á gmndvelli hennar. Fyrirspurnir T-listans. a. Óskað er eftir að fá starfslýsingu þá sem Kjalvörður er ráðinn eftir. Sveinn lagði fram starfslýsingu afréttarvarðar á Kili og var rætt um starf afréttarvarðarins og starfslýsingar almennt. b. Fyrirspurn um heimasíðu Bláskógabyggðar þ.e. hverju það sæti að gerð hennar er ekki komin lengra. Sveinn greindi frá því að vegna sumarleyfa og anna á skrifstofu sveitarfélagsins þá hefur ekki tekist að klára verkið. 19. fundur sveitarstjórnar 27. ágúst 2003. Allir starfandi sveitarstjómarmenn mættir. Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2002, auk ársreiknings Biskupstungnaveitu og Hitaveitu Laugarvatns, fyrri umræða. Einar Sveinbjörnssson endurskoðandi hjá KPMG kynnti ársreikninginn ásamt Ragnari S. Ragnarssyni auk þess sat fundinn undir þessum lið Elsa Pétursdóttir skoðunarmaður reikninga. Árið 2002 var um margt sérstakt vegna sameiningar þriggja sveitarfélaga í Bláskógabyggð. Á árinu var unnið að breytingum á reiknisskilum sveitarfélagsins í samræmi við ný lög og reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga. Þær breytingar eru helstar að ársreikningur er færður til samræmis við fyrirtæki al- mennt en ekki með sértækum aðferðum eins og verið hefur. Samkvæmt ársreikningi A og B hluta eru rekstrar- tekjur 374.057.000- rekstrargjöld 381.169.000- og fjár- magnsliðir 27.296.000-. Rekstramiðurstaða var neikvæð um 34.408.000- sem er frávik uppá 15.375.000- frá fjárhagsáætlun. Fjárfesting A og B hluta samtals nema 16.8 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir fjárfestingum að fjárhæð 5.5. millj. kr. Þá var gert ráð fyrir sölu eigna að fjárhæð 16.4 millj. kr. sem ekki gekk eftir. Ljóst er að vinna þarf verulega að lækkun rekstrarkostnaðar og er lagt til að byggðaráð vinni tillögur að því hið fyrsta og leggi fyrir sveitarstjóm eigi síðar en í október þannig að þær nýtist við gerð fjárhags- áætlunar 2004. Orðið var gefið laust um reikninginn og komu fram ýmsar spurningar ásamt óskum um nánari sundurliðun á honum. Kjartan spurði m.a. um uppgjör fjallskila í sveitarfélaginu og verða þau mál skoðuð fyrir næsta fund. Nánari sundurliðun reikningsins verður send til fundarmanna fyrir næsta fund og óskað er eftir því að spurningum varðandi hann verði skilað fyrir síðari umræðu með minnst sólahrings fyrirvara. Stefnt er að síðari umræðu um reikninginn fimmtudaginn 4. sept. 2003. Reikningnum er vísað til síðari umræðu. Fundargerð fræðslunefndar frá 21. ágúst 2003 lögð fram til staðfestingar. Fundargerðin er staðfest en í lið 2 er því vísað til sveitarstjórnar að taka afstöðu til umsókna um leikskólavist í Álfaborg. Stefna sveitarstjómar hefur verið sú að hafa leikskólapláss fyrir þau börn sem þess þurfa. Þegar að starfsemi Álfaborgar skólaárið 2003 - 2004 var skipulögð þá var hægt að verða við óskum allra sem rétt höfðu á leikskólaplássi fram til áramóta 2003 - 2004. Rétt áður er leikskólinn opnaði þá bárust umsóknir fyrir 3 börn til viðbótar. Eins og staðan er í dag þá er ekki hægt að vista þessi böm en þau verða tekin inn eins fljótt og auðið er. Deiiiskipulag Skálabrekku, Þingvallasveit. Samkvæmt bréfí dagsettu 20. ágúst 2003 frá Guðmundi Hólmsteinssyni þá er óskað eftir samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á drögum að skipulagi hluta Skálabrekkulands í Þingvallasveit. Sveitarstjóm telur skipulagstillöguna ekki samræmast niðurfelldu svæðisskipulagi Þingvallasveitar, sem samþykkt hefur verið að starfa eftir. Sveitarstjóm telur eðlilegt að þar sem um viðamikla frístundabyggð er að ræða ásamt verslunar- lóð við Þingvallaveg, þá sé eðlilegt að tillagan verði tekin fyrir við afgreiðslu aðalskipulags, sem nú er í vinnslu og áætlað að ljúki eigi síðar en á miðju ári 2004. Áætlað er að ræða við alla hagsmunaaðila í haust og samræma óskir þeirra í heildarskipulagi fyrir allt svæðið. Minningarsjóður Biskupstungna, ársreikningur 2002. Sveinn kynnti reikninginn og var hann samþykkt- Litli Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.