Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 20
frá Emi Lýðs: „0- jæja, úr einhverju verða allir menn að deyja“! En klukkan 12 var enn ekki full- æft, svo það var tekið hádegis- verðarhlé á mexikönskum stað í nágrenninu og síðan haldið áfram að æfa til þrjú. Þá tók því ekki að gera mikið meira þann daginn, nema leggj- ast í sólbað við hótellaugina, því um kvöldið stóð til að fara í kvöld- siglingu og kvöld- verð á „sjó- ræningjaskipi11. Farið var kl. 6 og fyrst siglt til Piran, lítils þorps í ná- grenninu, þar sem tónleikarnir voru fyrirhugaðir kvöldið eftir. Þar fór hópurinn í smá útsýnis- göngutúr undir stjórn Hófíar, á meðan Hilmar skoðaði tónleika- staðinn og aðstöðuna þar. Og þegar við gengum þarna upp eina þrönga göngugötuna, vorum við allt í einu ávörpuð á íslensku af manni, sem sat þarna fyrir utan búð sína. Þar var kominn Slóveninn „Nebbi“, sem unnið hafði 8 vertíðir í Ólafsvík, meðan konan rak þessa búð í Piran. Við máttum auðvitað til með að syngja fyrir hann og tókum „Smávinir fagrir“ þarna í þröngri götunni. — Enginn umferðamiður og gott að syngja þarna, því við heyrðum mjög vel hvert í öðm. Vorum bara held ég góð auglýsing fyrir tónleikana, þótt kórstjórann vantaði. Og svo ruddist hópurinn inn í búðina, sem var gjafavörubúð með heimaunnum munum, og keypti upp lagerinn. Síðan var siglt áfram meðfram ströndinni, - meðan eldrauð sólin hné í Ardiahafið og myrkrið seig á - og lagst við stjóra skammt undan ströndinni, með ljósin í Isola glampandi í slétt- um sjávarfletinum. Yndislegt veður, stillilogn og hitinn passlegur svona undir nóttina. Og þarna í kvöldkyrrðinni, vaggandi á hægri undiröldunni var borinn fram ágætis kvöld- verður með hvítvíni - og rómantíkin tók völdin. Páll Skúlason reis upp og lofaði stundina, bað fólk um að gefa sér tíma til að hlusta á þögnina og njóta kyrrðarinnar og andartaksins, því ekki væri víst að allir hefðu aftur tækifæri til að upplifa eitt- hvað þessu líkt. — Og í sama bili ræsti skipstjórinn vélina! - Hann var samstundist púaður niður og við fengum smá frest til að njóta kyrrðarinnar. En síðan fór kliðurinn að aukast og mönnum varð mál að taka lagið og þá tók skipperinn áhættuna að ræsa vélina aftur og sigla með okkur í land, syngjandi, glöð og mett. Föstudagur 8. ágúst, og aðal-tónleikadagur ferðarinnar runninn upp. Tónleikarnir voru kl. 21 og dagurinn frjáls til 18, þegar leggja átti af stað til Piran. Og þar sem við höfðum æft daginn áður, var ekkert annað að gera en slappa af á ströndinni, eða bryggjukanntinum fyrir framan hótelið og sleikja sólina, eða fara í búðarráp. Sumir skelltu sér á sjóskíði eða —sleða, eða í fallhlífina góðu, sem Hófí hafði lofað Möggu Odds að hún fengi að fara í. Og á tilsettum tíma var stigið upp í rútuna og ekið til Piran, þar sem æft var og hitað upp á staðnum. Tónleikarnir voru haldnir í klausturgarði undir berum himni, - svolítið óvenjulegar aðstæður fyrir okkur Islendingana. - En hljómburður var furðu góður og búnings- aðstaðan þokkaleg, svo allir voru jákvæðir þrátt fyrir hitann, sem var einhversstaðar rnilli 30 og 40 gráður eins og vana- lega. Og síðan rann stóra stundin upp, kórinn kominn í sitt fín- asta púss og í röðina undir styrkri stjórn Páls aðstoðar- skólastjóra og Diddú mætt með sitt breiða bros til að smita okkur af lífsgleðinni og óska okkur góðs gengis. Og þar með hljóðnuðu síðustu tónar Þorkels hornaleikara og dætra hans og kórinn gekk út á pallana. Klausturgarðurinn var nær fullur af Skyldi hafa verið gamait hjá Avsenik? Heiða og Asa með leikþátt. fólki, og hver haldið þið að hafi setið þarna á fremsta bekk með sínu fólki, nema Slóveninn okkar úr gjafavörubúðinn með breitt bros, sem ekki hvarf af andliti hans allan tímann. Tónleikarnir tókust frábærlega, voru yndislegir en sveittir! og Skálholtskórnum og Diddú var klappað lof í lófa, sem og hljóðfæraleikurunum, þeim Þorkatli hornaleikara, Valdísi, Salóme og Jóhanni trompettleikurum og Kára orgelleikara, að ógleymdum Hilmari Erni kórsjóra okkar og majestro. Og ekki spillti þegar fréttist að Diddú ætti afmæli þennan dag og henni voru færð blóm í tilefni dagsins. Stjórnendur hátíðar- innar voru himinlifandi og sögðu langt síðan haldnir hefðu verið jafn góðir tónleikar þarna. Og Slóveninn okkar gaf kórn- um stóra þjóðbúningadúkku í þakklætisskyni. Það var sem sagt allt eins og blómstrið eina og nú steðjuðu allir, undir stjóm Jelke víkingakonu á veitingastað niður við sjóinn til að borða náttverð. Rútunni var ekki til að dreifa, bannað að leggja bílum í miðbænum, svo strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og báru orgelið hans Kára alla leið úr klaustrinu og niður á veitingastaðinn, - reyndar oðnir vanir að „transportera" því hingað og þangað á æfingar og tónleika. Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Veitingastaðurinn var af fínustu sort, maturinn eins og í „Babettes gæstebud" og vínið eðalgott. Helga María kórformaður steig á stokk og færði Hófí þakkir fyrir frábæra fararstjórn og gjafabréf uppá heilnudd og slökun á nuddstofu hótelsins okkar, sem hún gæti nýtt sér þegar hún væri laus við okkur! Og þegar allir voru orðnir mettir og búnir að þakka fyrir sig með söng, var gengið upp á bæjartorgið, sem var stórt og klætt hvítum glansandi marmarahellum, og þar tekin nokkur ljúf lög í hlýrri næturkyrrðinni, eins og Amaizing Grace að hætti Önnu Siggu o.fl. Afmælisbörn kvöldsins reyndust vera fleiri en Diddú, því þau Dröfn og Kalli kennari áttu líka afmæli og nú var þeim Hófí sýnir réttu tökin á klukkunni. Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.