Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 12
Skírn í Stóra-Núpskirkju við kveðjumessu sumarið 1970, eftirfimm ára þjónustu þar. Taliðfrá vinstri: Sigurjón Kristinn (foreldrar Guðmar Guðjónsson og Kolbrún Sigurjónsdóttir, Stóra-Hofi), Jóhann (for. Björn Jóhannsson og Kistín Guðmundsdóttir, Skriðu- felli), Jóhann Þór (for. Sigurður Rúnar Andrésson og Jóhanna Haraldsdýttir, Haga), Björn Ingi (for. Sigurgeir Guðmundsson og Steinunn G. Björnsdóttir, Skáldabúðum), Hörður (for. Unnur Zophaníasdóttir og Hákon Halldórsson, Selfossi) og Gunnar (for. Runólfur Guðmundsson og Guðný Gunnarsdóttir, Skáldabúðum). þangað til báturinn birtist sem bóndinn eða sonurinn var á. Þá settust þær loks niður og gátu átt notalega rabbstund. A þessum árum voru aðeins gerðir út 3 litlir bátar frá Súðavík og þeir fórust allir árin eftir að við fórum þaðan. Það var mikil blóðtaka fyrir þetta litla samfélag, þar sem í senn fóru feður, bræður, synir. Og síðan snjóflóðið 1995. Við höfum enn góð tengsl við Súðvíkinga, flestir þeirra eru nú fluttir hingað suður, en sumir hafa breytt gömlu húsunum sínum vestra í sumarhús, því það er bannað að búa í þeim á vetuma. - Það var vissulega erfitt að fara frá Súðavík, við skildum eitthvað af okkur eftir þar. En árið 1965 deyr sr. Gunnar í Skarði og ég fæ hvatningu frá ýmsu sóknanefndarfólki Skeiða- og Gnúpverjahrepps að sækja um Stóra-Núpsprestakall. Fór svo að ég var eini umsækjandinn og var því kosinn! Þegar ég kom að Skarði vegna úttektarinnar og til að taka við prestssetrinu, Var húsið að sjálfsögðu galtómt, nema á skrifstofunni hékk hempa sr. Gunnars. Þá varð mér það ljóst að menn koma og fara, en þjónustan /embættið (hempan) blífur. I Stóra-Núps prestakalli voram við samtals í 5 ár, til 1970, en auk Stóra-Núpskirkju tilheyrðu því líka Hrepphólakirkja og Ólafsvallakirkja. Það var gott að vera á Skarði, ég þekkti til á flestum bæjum og þar fæddist eldri sonur okkar, Magnús Þorkell þann 7. des. árið 1966. Eg man að það var ófærð og snjókoma og ég flýtti mér svo á fæðingadeildina að ég keyrði útaf á leiðinni suður og reyndar aftur á leiðinni heim. Þetta var fyrir daga stikanna. Skarði fylgdu 2 kúgildi, eða 12 ærgildi. Ég var vanur sveitastörfum að sumri til, en hafði lítið vit á búskap að vetri. Fékk ég góð ráð hjá sveitungunum þegar ég fór í húsvitjanir fyrsta haustið. Þau dugðu því að þyngsti dilkurinn í sláturhúsinu í Laugarási næsta haust var frá bóndanum í Skarði. Dagblaðið Vísir birti fyrirsögn um að þarna væri prestur í feitu brauði, en það fylgdi reyndar ekki sögunni að lambið fæddist á þorranum! Seinna höfðum við makaskipti við skólastjórann í Brautarholti, sem var búfræðikandidat. Hann flutti að Skarði, en við í skólastjórahúsið í Brautarholti, sem var þá nýbyggt. Það var í rauninni léttir því ég hafði hvorki tól, tíma né kunnáttu til að halda við húsum og jörð sem skyldi og vildi ekki að Skarð darkaðist niður. Svo kenndi ég líka á Brautarholti í unglingaskólanum, svo þetta var þægilegra. Eins vorum við á þessum tíma töluvert í Skálholti með sumarbúðir. Rannveig var heimavinnandi með bömin og það var mikill gesta- gangur. Rannveig: Við áttum yndislegt nágrenni í Skarði, með fólkinu á sömu símalínu. Við konurnar vorum í saumaklúbb saman og fjölskyldumar á línunni sáu um þorrablótið eitt árið. Þetta var eins og ein fjölskylda. Þegar Bemharður var fjarverandi, kom höfðinginn, Ingvar í Þrándarholti, ítrekað á hesti sínum til að kanna hvort ekki væri allt í lagi hjá okkur Svövu. Slíkt gleymist ekki. Skarð átti þá kirkjusókn til Hrepphóla, þótt það tilheyrði Gnúpverjahreppi. Ég var í Hrepphólakórnum og þar eignuðumst við gott vinafólk. Kirkjan í Hrepphólum er svo yndislega falleg og Elísabet og Jón í Hrepphólum hugsuðu svo vel um hana. Það var líka gott og skemmtilegt að búa meðal Skeiðamanna. A okkar tíma þarna var byggt við Ólafsvallakirkju á Skeiðum og málaði Baltasar altaristöflu af heilagri kvöldmáltíð á nýja kórvegginn. Hafði hann áður málað altaristöflu í Flateyjarkirkju og heitið því að skreyta kirkju fyrir hvert barn sem Guð gæfi honum! Nú áttu þau hjónin annað bam í vændum og hann var spurður hvort áheit hans stæði með tilliti Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.