Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.03.2004, Blaðsíða 22
12.400.000. Kostnaðarauki vegna málaflokka grunnskóli kr. 7.000.000, framhaldsskóli 2.100.000, alls kr. 9.100.000. Samþykkt og skoðast sem breyting á fjárhagsáætlun. Ráðning í starf forstöðumanns við Þjónustumiðstöð B láskógaby ggðar. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi greinargerð: í framhaldi af auglýsingu eftir starfsmanni í Þjón- ustumiðstöð Bláskógabyggðar hefur sveitarstjóri leitað ráðgjafar um ráðningu viðkomandi starfsmanns en fjórar umsóknir bárust um starfið. Sveitarstjóri leggur til að Loftur Jónasson kt. 180953-2649 verði ráðinn. Astæður þess eru m.a. þær að Loftur hefur mikla starfsreynslu í viðkomandi starfi eða rúmlega 12 ár og getið sér gott orð fyrir að vera hagsýnn, vandvirkur og traustur starfsmaður. Loftur hefur á löngum starfsferli aflað sér þekkingar á fjölmörgum atriðum verklegra framkvæmda. Öllum umsækjendum verður svarað skriflega. Samþykkt með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá. Bókun Bjarna: Oddviti, sveitarstjóri og formaður byggðaráðs eru allir Tungnamenn, svo er og um fóðure- ftirlitsmann sveitarinnar, forstöðumann veitna og tjárhaldsmann hitaveitunnar. Tungnamaður var ráðinn skólastjóri án auglýsingar. Skrifstofu sveitarfélagsins var fundinn staður í Reykholti. Ahaldahúsið á Laugarvatni var lagt niður og starfsmanni sveitarfélagsins sagt upp störfum. Nú á að ráða Tungnamann í nýtt starf forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar. Aðeins tveir umsækjenda hafa menntun til að gegna starfinu og hvorugan þeirra ætlar meirihlutinn að ráða. í ljósi þess hvernig þetta mál er allt í pottinn búið hjá meirihlutanum og niðurstaðan fyrirfram ákveðin, kýs ég að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Bókun Þ-lista: Þ-listinn harmar þann málflutning sem fram kemur í bókun Bjama Þorkelssonar. Þ- listinn hefur haft hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og mun halda áfram að starfa í þeim anda með hagræðingu í huga. Kosning fulltrúa í sameiginlega skipulagsnefnd uppsveita Arnessýslu. Lagt til að Sveinn A. Sæland verði aðalmaður og Snæbjörn Sigurðsson verði varamaður. Samþykkt með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá. Deiliskipulagstillaga að miðkjarna Laugaráss. Svæðið afmarkast af Skúlagötu í suðri, Skálholtsvegi í vestri, Ferjuvegi í norðri og Bæjarholti í austri. Um er að ræða 10 garðyrkjulóðir sem allar eru þegar byggðar. Umrætt svæði er síðasta svæðið í Laugarási, sem ekki hefur verið skipulagt. Samþykkt að skipulagsfulltrúi auglýsi skipulagið. Kosning í nefndir. Drífa, Kjartan og Bjarni leggja til að endurkosið verði í nefndir á vegum sveitarfélagsins enda hafi valdahlutföll í sveitarstjórn breyst. Lagt er til að fresta málinu til næsta fundar sveitar- stjómar þar sem fyrir liggur breyting á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykkt með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá. Tillaga frá Drífu um gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Samþykkt og oddvita falið að taka málið upp í odd- vitanefnd uppsveitanna með það fyrir augum að gera sameiginlega jafnréttisáætlun fyrir allar uppsveitirnar. Fyrirspurn frá Drífu og Kjartani um stöðu gatna- framkvæmda í Reykholti og Laugarási. í svari oddvita kom fram að framkvæmdum samkvæmt útboði er að fullu lokið á báðum stöðum. Asvélar ehf, sem önnuðust verkið, stóðu að öllu leyti mjög vel að málum og skiluðu verkinu um það bil mánuði á undan umsömdum tíma. Lagningu holræsa og lagna sem Þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar mun hafa umsjón með hefur verið frestað fram á næsta ár en verður framkvæmd um leið og færi gefst á nýju ári. Tillaga frá Kjartani Lárussyni: Sveitarstjórn sam- þykkir að stefna að sameiningu Hitaveitu Laugarvatns og Biskupstungnaveitu sem allra fyrst, helst um áramótin, eða í byrjun árs 2004. Greinargerð: Það hlýtur að vera mikill hagur fyrir veiturnar að sameinast með því sparast mikill kostnaður við að vera bara með einn ársreikning í stað tveggja. Vera með sameiginlegan lager fyrir báðar veiturnar og sam- eiginlega gjaldskrá. Þannig verður veitan mun öflugri en ella og mikil hagræðing. Tillagan feld með 4 atkvæðum gegn 3. Bókun Þ-lista. A fundi sveitarstjómar 15. júlí 2003 var samþykkt að taka upp viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um orkumál. Þær viðræður eru nú í gangi og leggur Þ-listinn til að ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag veitna sveitar- félagsíns verði frestað þar til niðurstaða þeirra viðræðna liggur fyrir. 27. fundur byggðaráðs 6. janúar 2004. Mættir voru byggðaráðsfulltrúar auk Ragnars S. Ragnarssonar, sem ritaði fundargerð. Bréf frá Barnavernd Reykjavíkur dags. 8. des. 2003 þar sem óskað er eftir námsvist fyrir barn í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti. Þar sem tryggt er að Reykjarvíkurborg greiðir með baminu þá leggur byggðaráð til að baminu verði veitt námsvist, en vill þó gera þann fyrirvara að ef í ljós kemur að veita þurfi barn- inu viðbótarþjónustu þá verði hún einnig greidd. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 5. des. 2003, þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur ekki til að Héraðssambandið Skarphéðinn verði styrkt umfram það sem Bláskógabyggð gerir í gegn um Héraðsnefnd Arnesinga. Frekari umræðu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Héraðsnefndar Amesinga. Bréf frá Golfklúbbi Dalbúa, dags. 11. des. 2003, þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri fundi með fulltrúum þeirra og fari yfir málið. Bréf frá Óbyggðanefnd dags. 1. des. 2003, þar sem tilkynnt er um meðferð hennar á landi í Bláskógabyggð. Byggðaráð vill benda á samþykkt aðalfundar SASS frá 14. og 15. nóv. 2003 þar þar sem ríkisvaldið er hvatt til að stöðva málarekstur fyrir Óbyggðanefnd þar til endan- legur úrskurður dómstóla liggur fyrir í Biskupstungum. Niðurfelling skulda. Byggðaráð leggur til að af- skrifaðar verði útistandandi skuldir við sveitarsjóð Bláskógabyggðar að upphæð kr. 84.558-. Einungis er um að ræða þjónustugjöld sem ranglega voru skráð sem útstandandi skuldir. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 3. des. 2003 þar sem fram kemur að endurgreiðsla ríkisins til sveitarfélaga vegna refa- og minkaveiða skerðist úr 50% í 30% á árinu 2003. Byggðaráð mótmælir harðlega þessari skerðingu á framlagi ríkisins og bendir á að nær hefði veri að ríkið hefði aukið sinn hlut þar sem umhverfisráðherra hefur m.a. boðað herferð gegn minknum þar sem reyna á að útrýma honum. Byggðaráð hvetur umhverfisráðherra til að auka fjármagn til þessa málaflokks þannig að hægt verði a.m.k. að standa við gefin fyrirheit um 50% endur- greiðslu. Auk þess vill byggðaráð benda á að þetta er ein- ungis einn af fjölmörgum málaflokkum þar sem ríkis- valdið ætlast til aukinnar þátttöku sveitarfélaga án þess að tekjur komi á móti. Að lokum skorar byggðaráð á Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.