Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 3
----------------------- Ritstjómargrein í haust var borið undir íbúa í uppsveitum Ámessýslu hvort þeir vildu steypa sveitar- félögunum fjórum í eitt. Þetta var gert að frumkvæði ríkisvaldsins og félagsmálaráðherra fyrir þess hönd. Gefinn var kostur á að mynda sveitarfélag með um 2.500 fbúa, sem byggju dreifðir um svæðið og aðeins lítill hluti þeirra í litlum þorpum. Þetta hefði orðið fjölmennasta dreifbýlissveitarfélag landsins. Kostir þess voru taldir þeir helstir að þetta yrði sæmilega öflug félagsleg eining, sem gæti boðið fbúum sínum góða þjónustu á mörg- um sviðum, hefði afl til að koma í kring ýmsum umbótum og haft áhrif í þjóðfélaginu. Viðhorf íbúa þess væru á ýmsan hátt svipuð, mótuð af víðlendi, trú á að unnt væri að lifa á landsins gæðum og með rætur í gamalli og nýrri sveitamenningu, og þar hefðu margir mjög sterk tilfinningarleg tengsl við landið og ekki síst hálendið. Meirihluti þeirra, sem afstöðu tóku, hafnaði þessu í almennum kosningum. Þetta var að vísu samþykkt í tveimur sveitarfélaganna, Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en fellt í Hrunamanna- og Grímsnes- og Grafningshreppi. Mögulegt var að sameina sveitarfélögin tvö, þar sem sameiningin var samþykkt, ef það væri samþykkt í annarri atkvæðagreiðslu. Þetta yrði að gerast að frumkvæði sveitarstjóm- anna, en ekkert hefur bólað á því. Því eru allar líkur á að skipan sveitarfélaga hér um slóðir verði óbreytt á næstunni. Valdið í málefnum, sem sveitarfélögin hafa á sinni könnu, verði því í höndum fjögurra hreppsnefnda, sem kosnar verða á takmörkuðum svæðum og því nokkuð nálægar íbúum. Hagræði stórra eininga verði náð með samstarfi þeirra í ýmsum efnum, þar sem það hent- ar. Löng hefð er fyrir samstarfi þessara sveita, og er þar fyrst að nefna heilsugæsluna að þeim hluta, sem sveitarfélögin hafa með hana að gera. Á síðari tímum hefur verið tekið upp samstarf á ýmsum öðrum sviðum, svo sem um byggingafulltrúa, ferðamálafulltrúa, félagsmálstjóra og að hluta rekstur grunnskóla og í atvinnumálum. Ekki er annað að sjá en þetta samstarf hafi gengið vel, þó einhverjir hafi trúlega séð birtast í því ókosti sameiningar en líklega fleiri kosti. Væntanlega er lýðræðisleg ákvarðanataka í svona sam- starfi meiri vandkvæðum bundin en ef ein sveitarstjóm stjómaði starfinu. Vald svo- nefndrar oddvitanefndar verður óhjákvæmilega mikið og vandséð hvemig þeir sem þar sitja geta aflað sér umboðs til að taka ákvarðanir í öllum málum, sem fyrir bera. Við þetta fyrirkomulag munum við verða að búa á næstunni, því litlar líkur eru á að samstarfi þessu verði slitið því ekki verði talið heppilegt að einstök sveitarfélög taki að sér þessi verkefni hvert fyrir sig. Ekki er ástæða til að útiloka að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Stefna ríkis- valdsins er að þau verði öflugri og geti tekið að sér fleiri verkefni og rækt betur skyldur sínar við íbúana. Á þennan hátt er verið að efla sveitarfélögin í nágrannalöndunum, en vafasamt er að stjómmálamenn vilji fara þessa leið hér eftir að henni hefur að verulegu leyti verið hafnað af meirihluta íbúa. Þrátt fyrir allt er líklegt að sveitarfélögin verði stækkuð með einhverjum ráðum á næstu árum eða áratugum. A. K. V___________________________________________________________________J 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.