Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 21
2004 vantaði 40 milljónir króna uppá að endar næðu saman í rekstrinum. Árið 2002 vantaði 34 milljónir og árið 2003 var rekstrarkostnaður umfram tekjur 22 milljónir. Alls er rekstrartap áranna 2002-2004 kr. 96 milljónir á verðlagi hvers árs. Það virðist fyrirséð, að tap ársins 2005 verði ekki minna en fyrri ára, enda eru lán- tökur vegna framkvæmda mjög miklar. Það virðist stutt í að Bláskógabyggð lendi í gjörgæslu hjá félagsmála- ráðuneytinu.” Bókun Þ- lista: „Ljóst er að samkvæmt skýringum sveitarstjóra á fundi sveitarstjómar þann 24. maí s.l. þarf að taka rekstur sveitarfélagsins til alvarlegrar skoðunar. Uppbygging í sveitarfélaginu hefur verið mikil og hröð og fylgir henni mikill kostnaður. Einnig er ljóst að ekki hefur náðst samstaða til hagræðingar í veigamiklum málaflokkum þannig að ávinningur sameiningar hefur ekki skilað sér sem skyldi. Ásökunum um fjárhaldsóreiðu er vísað alfarið á bug.” Reikningurinn var samþykktur með 5 atkvæðum en 2 sitja hjá. Reikningurinn staðfestur með undirritun sveitar- stjómar og sveitarstjóra Seyrulosun. Gestur undir þessum lið var Elsa Ingjaldsdóttir, framkv.stj. Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Farið var ítrarlega yfir heimildir sveitarfélagsins til að leggja á seyrulosunargjöld og var upplýst af fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að þær em skýrar og samþykktir til staðar. Lagðar fram samþykktir og gjaldskrá sveitarfélagsins. Kynnt tölvusamskipti sveitarstjóra við umhverfisráðuneytið. T- listinn lagði fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjóm samþykkir að fresta álagningu seyragjalda árið 2005.” Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2. Bókun Drífu: „Eg tel ákvörðun um að leggja á seyrugjald hefði átt að vera miklu betur unnin og ígrunduð. Meirihluti sveitarstjómar lagði fram tillögur sínar um seyrugjald í nóvember 2004 og tók ákvörðun um álagningu þess á fundi sveitarstjómar 7. desember 2004.1 umræðum kom fram að ég setti stórar spumingar á fyrirkomulag seyru- losunar og gjaldtöku vegna hennar. Með bókun minni vil ég árétta að ég tel að vinna hefði átt betur og lengur að undirbúningi málsins áður en það var samþykkt. Mér finnst að í losunargjaldi eigi að liggja hvati til að frá- rennsli og rotþró sé unnið sameiginlega fyrir mörg sumarhús. Með fyrirliggjandi ákvörðun um seyrugjald þykir mér vanta hvata til að staðið sé vel að frágangi og gerð rotþróa í samfélögum frístundabyggða.” Bókun Þ- lista: „Sveitarstjómum er skylt að sjá til þess að komið sé á kerfisbundinni tæmingu á seym úr rotþróm í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir er sveitarstjómum heimilt að setja samþykktir og gjaldskrá um meðferð úrgangs og skólps.” Kosningar í nefndir til eins árs: a. Kosning oddvita. Tillaga um að Sveinn A. Sæland verði kosinn oddviti. Samþykkt með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá. b. Kosning varaoddvita. Tillaga um að Snæbjöm Sigurðsson verði kosinn varaoddviti. Samþykkt með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá. c. Kosning þriggja fulltrúa í byggðaráð og þriggja til vara. Kosin vora sem aðalfulltrúar í byggðaráð: Margeir Ingólfsson formaður, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson. Til vara Snæbjöm Sigurðsson, Margrét Bald- ursdóttir og Drífa Rristjánsdóttir. Samþykkt samhljóða. d. Kosning yfirkjörstjómar. Kosningu frestað til næsta fundar sveitarstjómar. e. Kosning undirkjörstjómar fyrir Þingvallasveit. Kosin voru: Ragnar Jónsson, Jóhann Jónsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Til vara Gunnar Þórisson, Rósa Jónsdóttir og Guðrún S. Kristinsdóttir. f. Kosning undirkjörstjómar fyrir Laugardal. Kosin voru Ámi Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttar og Elsa Pétursdóttir. Til vara Páll Pálmason. Helga Jóns- dóttir og Margrét Þórarinsdóttir. g. Kosning undirkjörstjómar fyrir Biskupstungur. Kosin vom Gústaf Sæland, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Oskar T. Guðmundsson. Til vara Elínborg Sigurðardóttir, Bjami Kristinsson og Ólafur Einarsson. h. Kosning fulltrúa á aðalfund SÁSS. Kosin voru: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson og Drífa Kristjánsdóttir. Til vara Sigurlaug Angantýsdóttir, Snæbjöm Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Aðalskipulag Iðu. Lagðar fram fjórar aðalskipulags- breytingar vegna Iðu I og II. Sveitarstjóm samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingamar í samræmi við 18. gr. skipulags — og byggingarlaga en minnir á að við gerð deiliskipulags verði tekið tillit til vatnsbóls sveitarfélags- ins. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa viðkomandi breytingar. 45. fundur byggðaráðs 28. júní 2005. Mættir voru allir aðalfulltrúar og ritaði formaður fund- argerð. Bréf frá Karli Axelssyni f.h. Þingvallanefndar, dags. 1. júní 2005, varðandi ólögmætar framkvæmdir á lóðinni Neðristígur 9 í landi Kárastaða. Skipulagsfulltrúa sveitar- félagsins hefur verið sent erindið og mun hann vinna að því eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Lagður fram listi yfir gamlar útistandandi kröfur sveitarfélagsins, sem ekki er talið að náist að innheimta. Um er að ræða mötuneytisskuldir kr. 510.112 og leik- skólaskuldir kr. 408.637. Byggðaráð samykkir að skuldimar verði felldar niður. Verðkönnun vegna flutnings og útjöfnunar á muln- ingi. Samkvæmt könnuninni buðu Ásvélar ehf lægsta verðið, eða kr. 1.508.500, og er samþykkt að semja við þá á grundvehi þess verðs. Bréf frá Ásgeiri Margeirssyni fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. júní 2005, þar sem fram kemur að Orkuveitan er tilbúin að leggja kr. 2.500.000 til verkefnisins „hækkun Hagavatns”. Byggðaráð þakkar Orkuveitunni framlagið og mun sjá til þess að hún fái send umbeðin gögn um verkefnið. Bréf Ragnars S. Ragnarssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, dags. 27. júní 2005, ásamt samningi um starfslok hans. Af persónulegur ástæðum óskar Ragnar eftir því að láta af störfum sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar frá og með 1. ágúst n.k. Byggðaráð staðfestir starfslokasamninginn. Erindi lögð fram til kynningar: Bréf til Jöfnunarasjóðs sveitarfélaga varðandi styrk við undirbúningsvinnu sameiningar sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður mun styrkja verkefnið um kr. 3.731.750. Bréf frá ÍSÍ, dags. 10. júní 2005, varðandi íþróttir og heilsurækt eldri borgara. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júní 2005, varðandi skipan í starfshóp til að meta áhrif dóms Hæstaréttar varðandi búsetu í frístundabyggð á 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.