Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 26
hún felld með 5 atkvæðum á móti, 2 atkvæðum með. Tillaga Þ-listans borin upp til atkvæða og hún sam- þykkt með 5 atkvæðum, en 2 atkvæði á móti Kjartan Lárusson og Drífa Kristjánsdóttir gera grein fyrir atkvæði sínu. Þau telja óeðlilegt, fimm dögum fyrir sameiningarkosningar, að binda hendur hugsanlegs nýs sveitarfélags með heimild um sölu hitaveitnanna. Þ-listinn undrast hugarfarsbreytingu T-listans á þess- um tímapunkti. T-listinn stóð að viljayfirlýsingu Blá- skógabyggðar og OR frá því í júlí 2003 og hefur ekki fyrr en nú gert athugasemdir við þessar viðræður. Á fundi sveitarstjómar þann 12. júlí síðastliðinn var tekin endanleg ákvörðun um áframhaldandi viðræður og var þá eina athugasemd T-listans að þau fengu ekki að vera með í þeim. Drífa Kristjánsdóttir vill árétta að engar hugarfars- breytingar hafi átt sér stað hjá henni, heldur fyrst og fremst tímasetning framkominnar tillögu Þ-listans. Beiðni um afgreiðsiu tilkynningar um flutning lögheimilis í frístundarhús, Stóranef 8. Lagt fram bréf frá Teiti Eyjólfssyni, dags. 27. september 2005, þar sem hann óskar eftir afgreiðslu tilkynningar um flutning lögheimilis að Stóranefi 8 í Eyvindartungulandi. Einnig lagt fram afrit af flutningstilkynningu, dags. 20. septem- ber 2005, útkrift úr fundargerð skipulagsnefndar upp- sveita Ámessýslu, dags. 23. júní 2005, yfirlýsing frá tveimur íbúum í Laugardal, dags. 27. september 2005, og bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 27. septem- ber 2005. Sveitarstjóm telur sér ekki fært að hafna erindinu og staðfestir flutningstilkynningu Teits Eyjólfssonar og fjöl- skyldu, enda verði farið í endurskoðun aðalskipulags þessa svæðis með það að markmiði að gera viðhlýtandi breytingu á landnotkun. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu aðalskipulagsins. Hugmyndir Afþreyingarfélagsins ehf. um uppbygginu við Skálpanes. Lagðar fram teikningar af hugmyndum Afþreyingar- félagsins ehf. um uppbyggingu á aðstöðu félagsins við Skálpanes. Sveitarstjóm tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir Afþreyingarfélagsins, en leggur áherslu á að skoða verður sérstaklega hvaða áhrif þessi uppbygging gæti haft á umhverfi Skálpaness m.t.t. vatns- og náttúm- vemdar. Austureyjavegur. Afgreiðslu málsins frestað á síð- asta fundi byggðaráðs. Lögð fram tölvuskeyti með upp- lýsingum um stöðu málsins, frá Svani Bjamasyni hjá Vegagerðinni. Einnig lögð fram ósk Vegagerðarinnar að heimila útboð á framkvæmdunum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Austureyjarvegar (Eyjavegar 354-02), dags. 20. september 2005. Sveitarstjóm samþykkir að sveitarfélagið verði fram- kvæmdaraðili að verkinu, í samræmi við ósk Vegagerðar- innar, og sjái um greiðslu reikninga. Lögð er áhersla á að samþykkt sveitarstjómar gerir ráð fyrir að af safnvegafé sveitarfélagsins fari kr. 4,5 millj. á ámnum 2005 — 2009. Ekki er gert ráð fyrir að meira fé fari til þessarar vegagerðar af safnvegafé. Sveitarstjóm samþykkir beiðni Vegagerðarinnar, dags. 20. september 2005, en leggur áherslu á að fyrir liggi samningur við landeigendur og Rafiðnaðarsambandið um aðkomu þeirra að málinu, áður en tilboði verður endan- lega tekið. Kjartan Lárusson sat hjá við afgreiðslu þessa liðar. 48. fundur sveitarstjórnar 18. október 2005 Mættir vom allir sveitarstjómarmenn nema Snæbjöm Sigurðsson en fyrir hann Gunnar Þórisson. Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2005, önnur umræða. Valtýr Valtýsson kynnti tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 fyrir aðalsjóð og samstæðureikning sveitarfélagsins. Síðari umræða. Heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins em áætlaðar kr. 495.735.000. Rekstrargjöld ásamt afskriftum kr. 492.277.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 29.258.000. Rekstramiðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður neikvæð að upphæð kr. 25.800.000. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði kr. 117.500.000. Gert er ráð fyrir lántöku vegna Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskóla á Laugarvatni kr. 75.000.000, vegna fráveitna kr. 3.000.000 og vegna kaupa á hluta Dalbrautar 12, kr. 4.000.000. Oddviti bar upp tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun 2005. Samþykkt samhljóða. 49. fundur sveitarstjórnar 8. nóvember 2005. Mættir voru allir sveitarstjómarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Austureyjarvegur. Lagt fram erindi frá Vegagerðinni í kjölfar opnunar tilboða í Eyjaveginn, dags 2/11/2005. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á gmndvelli tilboðs um 6,5 km veg að upphæð 18,3 m. kr., með fyrirvara um að for- sendur Vegagerðarinnar um einingarverð efnis standist. Skipulagsmál 1. Breyting aðalskipulags Biskupstungna — Fell. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 — 2012, Fell, unnin af Pétri H. Jónssyni í október 2005. Um er að ræða 26 ha landsvæði sem breytt verður úr landbúnaðamotum í frístundabyggð og útivist. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa breytingatillöguna skv. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipu- lagsfulltrúa að vinna málið áfram. 2. Breyting aðalskipulags Biskupstungna — Laugarás. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 — 2012, unnin af Pétri H. Jónssyni. Breytingin felst í að: 1. Athafnasvæði stækkar til suðurs um 0,7 ha og íbúðarsvæði minnkar sem því nemur. 2. Opið svæði til sérstakra nota (ca. 1 ha) breytist í íbúðarsvæði. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa breytingartillöguna skv. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 3. Staðfest breyting aðalskipulags Laugardals — Lækjarhvammur, skv. bréfi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 26. október 2005. Til kynningar. 4. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna - Brúarhvammur. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 — 2012, unnin af Verkfræðistofu Suðurlands. Einnig lögð fram athugasemd frá Jóni G. Guðlaugssyni, dags. 12. september 2005. Umrædd tillaga Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.