Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 23
fengleika svæðisins. Framganga nefndarinnar í málinu frá upphafi hefur verið mótsagnakennd og skilaboðin misvísandi. Þessi framganga er að mati sveitarstjómar með öllu ólíðandi og setur fyrirhugað samkomulag Þing- vallanefndar og sveitarfélagsins í uppnám. Eyða verður óvissu um afstöðu nefndarinnar til heilsársvegar á þess- um stað og hvort nefndin sé í raun mótfallinn gegnum- akstri um Þingvallasigdældina eins og skilja má á viðtölum við Pétur M. Jónasson sem hefur haft mikil áhrif á skoðanir nefndarinnar. Sveitarstjóm mun ekki standa í vegi fyrir ferli málsins hér eftir sem hingað til og ítrekar vilja sinn til að heils- ársvegur sem uppfylli nútímasjónarmið um öryggi og samgöngubætur verði lagður milli Laugardals og Þing- vallasveitar. Með nýjustu yfirlýsingum Þingvallanefndar um að hún telji heppilegast að Gjábakkavegur liggi innan þjóðgarðsmarka frá Dímon að Gjábakka lítur sveitar- stjórn svo á að yfirlýsing nefndarinnar frá 19. apríl 2004 um að vegurinn skuli liggja utan þjóðgarðsmarka sé fallin úr gildi. Til þessa hefur nefndin ekki lýst sig and- víga heilsársvegi milli Laugarvatns og Þingvalla og því hlýtur heilsársvegur á þessum stað að uppfylla kröfur Vegagerðarinnar um uppbyggðan heilsársveg sem hefur einhverja röskun í för með sér. Við undirbúning gerðar matskýrslunnar kynnti Vega- gerðin leið frá Gjábakka sem kölluð var leið 12 og var það skoðun sveitarstjómar að sú leið væri heppilegust með tilliti til öryggis-, hagkvæmnis- og umhverfissjónar- miða. Sveitarstjóm ákvað að samþykkja ekki þá leið, til að koma til móts við óskir Þingvallanefndar um að veg- urinn skyldi vera utan þjóðgarðsmarka. Nú hefur komið fram að Þingvallanefnd gerir ekki athugasemd við, að vegurinn sé uppbyggður innan þjóðgarðsins. í ljósi þessa vill sveitarstjóm beina þeirri ósk til Þing- vallanefndar að leið sú sem kölluð var númer 12 í fmmhönnun Vegagerðarinnar og liggur að óvemlegum hluta innan þjóðgarðsmarka verði hluti að nýrri mats- skýrslu. Lítur sveitarstjóm svo á að hér sé um sanngimis- mál að ræða sem auðveldað getur framtíðar samskipti milli þeirra sem með málefni Þingvallasveitar fara. Sveitarstjóm vill einnig beina þeirri ósk sinni til Vegagerðarinnar að þær tafir sem óhjákvæmilega verða á framkvæmdinni megi verða til þess að verkið verði boðið út í einum áfanga sem gæti unnið upp þá töf sem hinn óvænti úrskurður ráðherra hefur valdið.“ Kjalvegur. Lagt fram erindi frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands um uppbyggingu heilsársvegar á milli Suður- og Norðurlands í samvinnu við Norðurveg ehf. Tilgangur erindisins er að kanna áhuga á aðkomu að verkefninu og þátttöku í áðumefndu hlutafélagi. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða: „Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir að leggja fram allt að kr. 500.000 sem hlutafé í Norðurveg ehf. Tilgangur félagsins er að ljúka nauðsyn- legum athugunum á byggingarkostnaði, rekstrarkostnaði og arðsemismati og að kynna málið fyrir sveitarfélögum, stjómvöldum, þingmönnum, hagsmunaaðilum og almenningi. Sveitarstjóm lýsir yfir fullum stuðningi við framkomna hugmynd.“ Umrædd fjárhæð verður tekin inn á fjárhagsáætlunun ársins 2006. Austureyjarvegur. Sveitarstjóm samþykkir að í sam- starfi við Rafiðnaðarsamband Islands verði Bláskóga- byggð framkvæmdaraðili að þeirri uppbyggingu sem liggur fyrir á Austureyjarvegi að því tilskyldu að loforð um fjárframlög frá landeigendum og sumarhúsaeigendum liggi fyrir. Fyrir liggur að landeigendur og sumarhúsa- eigendur á svæðinu ætla að leggja fram kr. 13.500.000. Nú þegar er gert ráð fyrir því að á næstu tveimur árum fari þrjár milljónir af safnvegafé sveitarfélagsins í þetta verkefni en það em rúm 40% af úhlutuðu fé í þennan málaflokk. Auk þess samþykkir sveitarstjóm að leggja til við Vegagerðina að á árunum 2007 - 2009 verði lögð í verkefnið kr. 500.000 á ári af safnvegafé sveitarfélagsins. Oddvita er falið að fylgja málinu eftir af hálfu sveitar- félagsins. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 28. júní 2005, þar sem fram kemur að úthlutað hefur verið til Bláskógabyggðar kr. 800.000 til endurbóta á vegi að Fremstaveri árið 2005. Tillaga um fullnaðarafgreiðslu byggðaráðs. Lögð var fram eftirfarandi tillaga oddvita: „Sveitarstjóm Bláskóga- byggðar samþykkir að á meðan að sumarleyfi sveitar- stjónrar stendur yfir verði byggðaráði falið fullnaðar- afgreiðsla byggingar- og skipulagsmála sveitarfélagsins". Samþykkt samhljóða. Efnistaka í Öxará. Þann 30. júní 2005 stöðvaði Arinbjöm Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins efnistöku á vegum Þingvallanefndar úr farvegi Öxarár í samræmi við skipulags- og byggingalög. Sveitarstjóm samþykkir aðgerðir skipulagsfulltrúa. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 30. júní 2005, varð- andi umsókn um meðmæli með byggingarleyfi í Skála- brekku 1 Þingvallasveit. Samkvæmt bréfinu getur Skipu- lagsstofnun ekki mælt með byggingarleyfi samkvæmt 3.tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingalaga og leggur til að uppbygging á þessari lóð þurfi að kynna með formlegum hætti. Sveitarstjóm samþykkir að fella skipulagið inn í deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku sbr. 16. fund skipulagsnefndar frá 23. júní 2005, 15 lið. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagið. Bréf frá Birni Bjamasyni dags. 14. júní 2005 varð- andi samkomulag milli Þingvallanefndar og Bláskóga- byggðar, Sveitarstjóm mótmælir því að fram hafi farið formlegur fundur 27. janúar 2005. Eingöngu fór þar fram óformleg kynning á störfum Alta fyrir Þingvallanefnd. Þar sem þessi drög að samkomulagi stangast að mörgu leyti á við gildandi lög og reglur sem sveitarfélögum er falið að starfa eftir, þá hafnar sveitarstjórn framlögðum samkomulagsdrögum Þingvallanefndar alfarið. 46. fundur byggðaráðs 9. ágúst 2005. Mættir voru byggðaráðsmenn og ritaði formaður fundargerð. Formaður setti fund og bauð nýjan sveitarstjóra, Valtý Valtýsson, velkomin til starfa og óskaði honum velfam- aðar í störfum fyrir sveitarfélagið. Bréf frá Landhönnun slf, dags. 27. júlí 2005, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna / Bláskógabyggðar. Um er að ræða 77 ha spildu úr landi Kjaranstaða sem óskað er eftir að breytist úr landbúnaðamotum í frístundasvæði. Byggðaráð sam- þykkir að heimila auglýsingu á breyttu skipulagi í sam- ræmi við 18. gr. skipulags- og byggingalaga. Afrit af bréFi Brunavarna Amessýslu, dags. 6. apríl 2005, til Sýslumannsins á Selfossi varðandi umsókn Bláskógabyggðar um leyfi til að reka veitingastofu í félagsheimilinu Aratungu, Reykholti. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra ásamt umsjónamanni fasteigna verði falið að fara yfir framkomnar athugasemdir og gera áætlun um úrbætur. 23 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.