Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 6
íbúaþings í Skálholtsskóla síðast í júní og íbúafund- ar í Aratungu síðla í september. Kjörfundur var í Aratungu fyrir íbúa í Biskupstungum snemma í október og annar á Laugarvatni sama dag fyrir íbúa í Laugardal og Þingvallasveit. Niðurstaða þessara kosninga var að 58,5 % þeirra 50,2 % er atkvæði greiddu í Bláskógabyggð samþykktu sameininguna en 41,5 % voru á móti. Sameiningin var einnig samþykkt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en þar neyttu 69,1 % atkvæðisréttar og voru 52,3 % með en 47,7 % á móti. Sameiningin var hins vegar felld bæði í Hrunamanna- og Grímsnes- og Grafningshreppi með það miklum mun að í heild var meirihuti á öllu svæðinu á móti, því verður ekki kosið aftur þar sem sameiningin var felld. Haldið hefur verið áfram að leggja veg með háspennulínu frá Asbrandsá og vestur á Kalda- dalsveg, háspennumöstur hafa verið reist meðfram honum og línur settar á þau. Viðbygging Reykholtsskóla varð fokheld í sept- ember, en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. I Laugarási er farið að búa í nýju húsi nyrst í Bæjarholti, skammt frá Auðsholtshamri, og önnur tvö er verið að byggja sitt hvoru megin á miðjum Laugarásnum. Einnig er verið að byggja tvö hús í vestanverðu Laugaráshverfi. Tvö íbúðarhús hafa risið á síðustu mánuðum við Bjarkarbraut í Reyk- holti, og er nú unnið að því að gera þau íbúðarhæf. Byrjað er að byggja eitt parhúsið enn við Miðholt í Reykholti, og hafin er bygging íbúðarhúss í Austurhlíð. Frístundahús rísa hvert á fætur öðru á ýmsum stöðum í sveitinni. Nýtt fjós er að rísa í Bræðratungu og annað þegar risið á Drumboddstöðum 1 og véla- og verkstæðis- hús í Brekkuskógi. Á Vatnsleysu 1 hefur verið lagður grunnur að útihúsi til ýmissra nota. Grunnskóli Bláskógabyggðar var settur 22. ágúst á þremur stöðum, Laugarvatni, Reykholti og Borg í Grímsnesi. Á fyrmefndu stöðunum tveimur starfa I. til 10. bekkur, en á Borg 1. til 6. bekkur. I Uthlíð er Bjöm bóndin að reisa kirkju norðaust- an við kirkjugarðinn þar, vestan heimreiðarinnar. Dýrleitarmenn, feðgarnir Magnús og Guðmundur í Austurhlíð, fundu tófur í 10 grenjum hér í sveit í vor og sumar og felldu alls 50 dýr auk eins, sem annar bóndi skaut. Sjö þessara grenja voru í byggð og af þeim tvö, sem ekki var vitað til að tófa hafi lagt í áður. Sama er að segja um greni, sem vannst í Lambafellsveri, en lítið vörðubrot við það benti til að það hafi einhvem tíma verið þekkt. Á síðasta ári var slátrað öllu sauðfé á því svæði, sem á upprekstrarrétt á Biskupstungnaafrétt. Því átti engin kind að vera þar í sumar, en nokkrar kind- ur af Auðkúluheiði fóm suður fyrir vamargirðing- una á Kili og voru þær reknar að við Hveravelli og fluttar til síns heima. Leit var gerð á afréttinn í Litli Bergþór 6 _______________________________ síðustu viku september. Kvaddir vom til 12 leitar- menn en nokkrir sjálfboðaliðar fóm með þeim. Tvær konur sáu um flutning á farangri og mat- reiðslu. Gert var ráð fyrir að leitað væri að vamar- girðingu á Kili, en dagana sem það átti að gera var bylur á þeim slóðum og vom leitarmenn um kyrrt hálfan annan dag í Svartárbotnum og gátu ekki leitað nyrsta hluta afréttarins. Þeir fundu enga kind. Nokkur hópur fólks tók sig fram um að fara í eftir- safn á Framafrétt. Gisti það tvær nætur í Fremsta- veri og leitaði í kringum Bláfell. Engar fundu þeir kindumar, en fréttu að dilkær hefði sést sunnan við Kjalargirðinguna austur af Hveravöllum. Líklegt var talið að hún hefði komið að norðan, því hliðið á girðingunni var opið á þessum tíma. í byrjun nóv- ember sóttu svo Húnvetningar tvílembu frá Höllu- stöðum í Blöndudal á Hveravelli. Afréttarlönd við Hlíðar voru smöluð 24. sept. í góðu veðri, og fannst þar nokkuð af fé frá þeim bæjum, sem enn hafa kindur. Ekki var svæðið samt hreinsmalað, því nokkm fé var komið til byggða í október og nóvember. Boðað var til Tungnarétta á tilsettum tíma, laugardaginn 17. september. Þar var engin kind en allmargt fólk og hross. Níu þeirra voru seld þar á uppboði. Annars skemmti fólk sér við samræður og söng í hagstæðu veðri til útiveru. Kvenfélagið og Ungmennafélagið seldu fólki næringu og drykki í veitingatjaldi. Um kvöldið var réttaball í Aratungu. Umhverfisverðlaun afhent. Frá vinstri: Sveinn A. Sœland, odd- viti Bláskógabyggðar, Ragnar Lundborg Jónsson á Brúsastöð- um, Auðunn Arnason og Maria Cecilie Wang á Böðmóðsstöðum 1, Bragi Þorsteinsson og Halla Bjarnadóttir á Vatnsleysu 2, Sigurður Erlendsson og Jóna Óiafsdóttir á Vatnsleysu 3, Guðmundur Sigurðsson og Sigríður Egilsdóttir á Vatnsleysu 1. Sumir þeirra bænda, sem fé var fargað hjá vegna riðu, hafa í sumar og haust verið að hreinsa fjárhús, grafa þau sem ekki á að nota meira og skipta um jarðveg í kringum húsin. Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar voru afhent á Laugarvatni 18. október í fyrsta sinn. Um- hverfisnefnd sveitarfélagsins tilnefndi fimm býli, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa lagt alúð og metnað við umhverfismál. Þessi býli fengu viðurkenninguna þetta árið: Brúsastaðir, Böðmóðsstaðir 1 og Vatnsleysa 1, 2 og 3. A K

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.