Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 5

Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 5
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr sveitinni í júní til nóvember. Tíðarfarið hefur verið breytilegt í sumar og haust. Sæmilega hlýtt var í sumar, og allmargir sól- ríkir logndagar, væta bagalega lítil fyrir gróður framan af sumri eftir kalt og þurrt vor, og þá góð tíð til heyskapar en meira var um skúrir er sumri hall- aði. Vöxtur grasa og trjáa var því allgóður og heyfengur grasbænda mikill. Spretta á komökrunum var góð og mun uppskera hafa náðst a. m. k. að mestu óskemmd í hús þrátt fyrir nokkrar tafir við komskurð vegna bilana á vélbúnaði. Tíðarfar var umhleypingasamt seinnipart sumars og í haust. Frost var ekki vemlegt framan af hausti og aðeins lítið snjóföl á jörð á láglendi stöku sinnum síðla í september og framan af október. Síðari hluti októbermánuðar var hins vegar fremur kaldur en hlýnaði nokkuð í nóvember, en tíð var umhleyp- ingasöm í þeim mánuði. Helstu menningarviðburði í sumar voru Skál- holtshátíð á Þorláksmessu á sumri og sumartón- leikar þar um nokkrar miðsumarshelgar. Bama- og kammerkór Biskupstungna bauð til styrktartónleika í Skálholtskirkju snemma í júlí, og var það skömmu áður en kórinn hélt til Japan, þar sem hann kom fram á heimssýningunni. I fyrstu viku júlí komust þrír Biskupstungna- menn, Bragi Þorsteinsson á Vatnsleysu, Bjöm Sigurðsson í Úthlíð og Amór Karlsson í Reykholti, á áttræðisaldur. Af því tilefni buðu þeir sveitungum sínum, frændliði og öðrum vinum að koma í Aratungu eitt kvöldið í þeirri viku, þiggja veitingar, syngja, hlusta á söng annarra og gleðjast saman á annan hátt. A þessari samkomu fengu aðeins fáir útvaldir að halda ræðu. Snemma í október bauð jafnaldri þeirra, Haukur Ingvarsson í Bergholti, til veislu á sama stað að kvöldi afmælisdags síns. Þar var borðað, dmkkið, sungið, hlýtt á einsöngvara og nokkrar ræður. í tilefni af fertugsafmæli sínu efndi Steinunn Bjamadóttir á Brautarhóli til samkomu í Gistiheimilinu Geysi síðast í október. Þar nutu gestir veitinga, sungu, fluttu og hlýddu á ræður og dönsuðu fram á nótt. Bjami Sigurðsson í Haukadal hélt sitt árlega Bjamaball í Aratungu undir lok ágúst. Þar skemmti fólk sér við hljóðfæraleik, söng og dans. Helstu atriði í starfi Hestamannafélagsins Loga í sumar vom firmakeppni og fjölskyldudagur í júní, sumarútreiðartúr í kringum Bjamarfell síðla í júlí og hestaþing í Hrísholti síðustu daga í þeim mánuði. Skálholtskórinn hóf æfingar um miðjan septem- ber, og mun hann starfa á hefðbundinn hátt í vetur með reglulegum æfingum einu sinni í viku. Hann tók þátt, ásamt öðrum kórum á Suðurlandi, í ára- mótakveðju ríkisútvarpsins, sem tekin var upp á haustdögum. Hilmar Öm Agnarsson, organisti í Skálholti, stjómar Skálholtskórnum og einnig Bama- og kammerkór Biskupstungna. Sveitarstjómarmenn Þ-listans, sem fer með meirihlutavald í Bláskógabyggð, kynntu helstu mál, sem á dagskrá eru hjá þeim, á Klettinum síðast í ágúst, nýráðinn sveitarstjóri, Valtýr Valtýsson, kynnti sig og áherslur sínar í því starfi. Snemma í september efndu slökkviliðsmenn Brunavarna Amessýslu ásamt björgunarsveitum og lögreglu í sýslunni til sýningar í Reykholti á björg- unarbúnaði og notkun hans. „Létt-menningarvaka Kaffi Kletts“ á haust- dögum var á veitingastaðnum með því nafni í Reykholti snemma í október. Þar skemmti „Blandon-bandið“, sem í eru Eyfirðingamir Hannes Blandon, prófastur Eyfirðinga, dætur hans, Hanna og Sara, og Eiríkur Bóasson, garðyrkjufræðingur, með hljóðfæraleik, söng og frásögnum. Önnur slík vaka var í byrjun nóvember. Þar skemmti Kristján Hjartarson frá Tjöm í Svarfaðardal með söng, frásögnum og gítarleik ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu Arngrímsdóttur, söngkonu. Áfonnað mun vera að slíkar vökur verði þar í byrjun hvers mánuðar til vors. Á liðnum vetri kom út söguleg skáldsaga, Haustgotasaga, eftir Guðmund Óla Ólafsson, fyrrverandi sóknarprest í Skálholti, sem hann skrifar undir skáldanafninu Semingur. I október kom út hjá Sunnlensku bókaútgáfunni ljóðabókin Einnar bám vatn eftir Sigríði Jónsdóttur í Amarholti. Þessar bækur vom kynntar á kvöld- samkomu á Klettinum síðla í október. Undir miðjan október var eldri borgurum í upp- sveitum Árnessýslu boðið til samveru í Skálholts- skóla. Þar flutti Bemharður Guðmudsson, rektor, erindi um Brynjólf biskup Sveinsson og Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, sagði frá munum og minjum frá tíma Brynjófs. Seint í október voru haldnir í Slakka í Laugarási tveir fyrirlestrar. Skúli Sæland, sagnfræðingur, í Varmagerði fjallaði um aðdragandann að stofnun Vatnsveitu Laugarásshverfis, og Ingólfur Guðnason, garðyrkjubóndi á Engi nefndi sinn fyrirlestur Klausturgarðar. Jurtagarðar miðalda fundnir? Til undirbúnings kosninga um sam- einingu sveitarfélaga í uppsveitum Ámessýslu efndi sameiningamefndin til -------------------------------- 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.