Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 8
um, japönsku krakkarnir sátu grafkyrr og hljóð og horfðu á litla hópinn á sviðinu. Okkur leið eins og þjóðhöfðingjum. Síðan tók við formleg dagskrá, fulltrúar nem- enda komu og færðu okkur vinagjafir, stór kort sem þau höfðu búið til sjálf og í var að finna ýmsan fróðleik um þeirra land og þjóð. Krakkarnir sungu skólasönginn og Kammerkórinn söng fyrir þau íslensk lög og auðvitað japanska lagið góða sem vakti hvarvetna mikla athygli og jákvæð viðbrögð. Það vakti lrka undrun þegar Linda og Jóna smelltu á sig beltunum og sýndu íslenska glímu. Eftir dagskrána fengum við að borða hádegismat með nemendunum og það var gaman að fá tækifæri til að hittast í návígi og spjalla saman. Krakkamir aðstoða sjálfir við að útbúa matinn í skólanum. Að skilnaði gáfu þau okkur listilega gerðar hálsfestar sem þau höfðu sjálf útbúið úr pappír. Við tókum fljótt eftir því að Japanir eru alltaf að gefa gjafir. Gjöfin er alltaf vel valin, fallega innpökkuð og gefin af heilum hug, en þarf ekki endilega að vera stór eða dýr. Guðrán Linda og Jóna Sigríður sýna íslenska glímu í japönsk- um skóla. Matur Við fengum oft ansi skrítinn mat í Japan miðað við það sem við eigum að venjast og krakkamir stóðu sig vel. Smökkuðu allt og voru mjög kurteis þó þeim líkaði ekki alltaf bragðið. Þetta sama kvöld eftir kóræfingu fengum við að spreyta okkur á Sushi eins konar þjóðarrétti Japana, sem er aðal- lega hrár fiskur og annað sjávarfang, hrísgrjón og grænmeti sett fram á listrænan máta og að sjálf- sögðu borðað með prjónum. Við fórum á dæmigerðan japanskan Sushi veit- ingastað, en fyrst var okkur boðið í grænt te í testofunni. Grænt te er mikið notað í Japan og ýmsir siðir og hefðir í kringum það hvemig teið er lagað, borið fram og drukkið. Sérstök tehús eru víða og sprenglærðir tesiðameistarar. Einnig var boðið upp á Tofu, japanskan rétt sem var hitaður fyrir framan okkur á borðunum. En skyndilega var fullorðna fólkið leitt í burtu. Farið var með okkur í næsta hús þar sem við vorum klædd upp í „Happy coats“, það eru jakkar sem japanskir Sushi kokkar klæðast í eldhúsinu, og svo fengum við kennslu í að búa til Sushi rétti. Krakkamir komu síðan í salinn, voru gestir okkar og urðu að bragða á framleiðslunni. Diskarnir voru Litli Bergþór 8 --------------------------------- Útitónleikar á heimssýningunni. settir á færiband sem fór hring um veitingasalinn og gestir völdu af. Þau borðuðu vel og smökkuðu margt, en voru mjög glöð þegar inn á milli kom eitt- hvað sem þau könnuðust við t.d. vínber og ávextir. Expo heimssýningin A þriðja degi gafst okkur kostur á að heimsækja Expo svæðið og skoða nokkra sýningarskála áður en skyldustörfin kölluðu um kvöldið. Það var mjög heitt í veðri og tæpast hægt að vera utan dyra nema stutta stund í einu. Til að halda heilsu var nauðsyn- legt að hafa húfu eða sólhlíf og drekka mikið vatn. Við byrjuðum á að heimsækja okkar hús, Norðurlandaskálann, en Island var í samvinnu með hinum Norðurlöndunum. Sýningin var mjög smekkleg og það var tekið vel á móti okkur. Þar inni söng kórinn og fjöldi fólks kom og hlustaði. Þrátt fyrir mikinn hita var einnig sungið á útisviði fyrir fjölda áheyrenda. Þar safnaðist fólk að kómum, og margir vildu láta taka myndir af sér með krökkunum. Við notuðum síðan tækifærið og heimsóttum önnur sýningarhús. Þama var margt að sjá og ýmsar frumlegar uppákomur t.d. voru Singapore og Egyptaland vinsæl hús. Síðdegis var formleg opnun íslandsviku í Chiryu og sameiginleg móttaka Chiryu borgar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Við opnunina sungu Kammerkórinn og Kársneskórinn nokkur lög hvor og tóku þátt í hátíðinni. Opnunarhátíð á Islandsdegi á Expo. Þjóðardagur íslands á heimssýningunni Expo. Þá var mnninn upp langur og strangur Islands-

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.