Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 18
skóskipti og losa sig við yfirhafnir. Bráðlega hófst sjónleikurinn og þar á eftir dansinn sem stóð fram undir morgunn. Mig minnir að Eiríkur Bjamason frá Bóli spilaði aðallega fyrir dansinum. Ekki vom seldar veitingar á staðnum. Samkomugestir komu með nesti heimanað, ólagað kaffi, sykur, mjólk og brauð. Heitt vatn var veitt eftir þörfum. Menn neyttu nestis síns hvar sem smugu var að finna, jafnvel inni í danssaln- um. Við fluttum nesti okkar á reiðingshesti. Var það vel útilátið en engu var samt leift. Haukadalsstrákamir nutu skemmtunarinnar eins og títt er á ókunnum stað með ókunnu fólki en þá dugar engin hlédrægni. Það verður að bera sig eftir björg- inni enda gert svikalaust þessa nótt. „Síðasti dansinn”, var kallað um salinn. Hver kannast ekki við lokasprettina? — og svo — „úti er ævintýri”. Allir héldu til síns heima, þreyttir og glaðir, og svo var sofið enda sunnudagur. Um drauma og aðrar minningar getur ekki en skólaskáldinu okkar, Jakobi Sigurðssyni (1905-1970) frá Hömrum í Reykholtsdal, fannst ástæða til að stinga að mér þessu vísukomi: Tekur Palli traustan sprett, támjúkur í leikjum. A gólfinu dansar lipurt og létt við litlu Stínu á Reykjum. Fleiri fengu vísu en þeim verður sleppt hér. Heilsufar Heilsufar var ekki sem best í skólanum, meiðsli alltíð en ekki alvarleg; óvemleg tognun í fæti eða handlegg og smáskeinur á hné og olnboga. Okkur sem ekkert kunnum í glímu var einkum hætt við smámeiðslum. Þótt ekki væri nema smáskeina var eitur að fara í laugina áður en sárið var vel gróið. Þá gróf í og greri bæði seint og illa. Ég varð fyrir því óhappi að rekast á homið á leikfimikistunni og fór skinnið af á dálitlum bletti, rétt ofan við hnéskelina. Ég fór of snemma í laugina enda gróf svo illa í skein- unni að ég gat ekki farið í leikfimi eða sund í hálfan mánuð. Það var heldur ömurlegur tími. Flesta daga hökti ég út í sal og horfði á hina sprikla. Kvefpest kom í skólann og hettusótt eftir áramót. Fyrir henni féllu margir en um alvarleg eftirköst veit ég ekki. Aldrei þurfti að sækja lækni. Sigurður skólastjóri átti smáapótek og bar á og bjó um meiðsli okkar eins og við átti hverju sinni. Guðrækni Kirkja var í Haukadal og þjónandi prestur Eiríkur Stefánsson (1878-1966) á Torfastöðum. Hann kom einu sinni fyrir jól til messugjörðar í Haukadal. Flestir strákanna fóru til kirkju og orgelið urðum við að flytja uppeftir svo hægt væri að spila undir við sönginn. Fátt kom til messu úr sveitinni og sáu strákar um sönginn að mest. Ekki varð ég hrifinn af séra Eiríki. Má þó vera að stólræðan hafi verið sæmi- leg efnislega en framsögnin var afleit, röddin lág og áherslulaus. Hann átti mjög erfitt með að tóna og syngja. Það var líka á orði haft að hann væri meiri bóndi en prestur. Þó held ég hann hafi verið vinsæll. Kirkjan í Haukadal var byggð á árunum 1842- 1843. Hún er úr timbri og jámklædd utan. Mér fannst hún heldur hrörleg og kuldaleg. Ryk var um bekki og gólf, enda gisin sem vonlegt er um svo gamalt hús. Mér varð hugsað til litlu kirkjunnar heima á Knappsstöðum. Hún er aðeins eldri, byggð um 1838-1839, hvítmáluð að utan, hvelfingin himinblá með gylltum stjömum og dýrlegum ljósastöðum úr kristölluðu gleri. Hún kom vel út við samanburðinn. Ekki kom séra Eiríkur oftar til að messa þann tíma sem skólinn stóð. A nýársdag messaði Sigurður Pálsson kennari. Ekki var ég við þá messugjörð. Jólaleyfinu eyddi ég annars staðar og verður síðar frá því sagt. En strákarnir sem vora í skólanum um jólin og á hlýddu létu allvel yfir. Eftir áramótin kemur klerkur einu sinni upp eftir. Hann messaði þó hvorki í kirkjunni né skólanum en gerði okkur orð að koma að Laug ef við vildum hlýða á predikun. Örstutt er á milli Laugar og skólans. Ekki veit ég hvers vegna hann kom ekki alla leið. Kirkjan var að vísu köld og ekki upplífgandi að sitja þar undir messugjörð en í skólann gat hann komið, þar var hiti og húsrými nóg. Okkur var víst sagt að nokkrir fáleikar væru með presti og Sigurði skólastjóra. Hafi svo verið raunin, en ekki slúðursögn, er skiljanlegt að hann kæmi ekki í skólann. Vissulega var það meira fyrir forvitni sakir og nokkurrar tilbreytni en áhrifa frá kristilegu hugarfari að við röltum nokkrir strákar að Laug til guðs- þjónustunnar. Ekki stóð prestur uppréttur við flutning boðskaparins, heldur lá upp við dogg, eins og stund- um er sagt, í einu rúminu í baðstofunni. Jók þessi messuferð ekki virðingu okkar fyrir klerki. I skólanum voru stundum lesnir húslestrar á sunnudögum og sungið fyrir og eftir. Er þá upptalin ástundun okkar í guðsótta og góðum siðum að því viðbættu að einhverjir hafi signt sig á morgnana og haft yfir kvöldbænir í hljóði. En slíkt er að jafnaði ekki borið á torg heldur flutt í þögulli lotningu. Sigurður Greipsson árið 1926. Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.