Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 20
Hrepp snefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjómar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 43. fundur byggðaráðs 3. maí 2005. (Féll niður í síðasta blaði) Mætt vom: Margeir Ingólfsson, Sigurlaug Angantýsdóttir og Drífa Kristjánsdótir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 22. apríl 2005 varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði. Úthlutað er til stofn- framlaga kr. 38.504.000 sem skiptist þannig, vegna viðbyggingar við grunnskóla í Reykholti kr. 11.804.000 og vegna leikskóla á Laugarvatni kr. 26.700.000. Hagavatn. Á fundi byggðaráðs 26. október 2004 var samþykkt að leita til fjárlaganefndar Alþingis um framlag til umhverfismats við Hagavatn. Þar sem framlagið fékkst ekki þá leggur byggðaráð til að oddvita verði falið að leita til einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka um framlög til verkefnisins. Á fundi byggðaráðs 12. apríl 2005 var umsjónar- manni fasteigna falið að gera kostnaðaráætlun vegna gangbrautar á milli Kistuholts og Aratungu. Fyrir liggur að í framhaldi af framkvæmdum á lóð grunnskólans verður umhverfi Aratungu endurskipulagt og fellur göngustígurinn inní þá endurskoðun. 44. fundur byggðaráðs 7. júní 2005. Mætt vom Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs sem ritaði fundargerð, Snæbjöm Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir. Vegagerð, safnvegir. Tillaga T-listans sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs á fundi sínum 24. maí 2005. Byggðaráð bendir á að í tengslum við byggingu hótels í Brattholti var heimreiðin að hótelinu byggð upp og hún klædd bundnu slitlagi. Byggðaráð leggur áherslu á að það sem eftir er af heimreiðinni verði sett á safn- vegaáætlun þannig að sem fyrst verði hægt að laga þá heimreið sem og aðrar sem eru á safnvegaáætlun. Hvað bílastæðin við Gullfoss varðar þá var lagt fyrir skipu- lagsnefnd sveitarfélagsins nýtt deiliskipulag af svæðinu 17. mars sl. og er það nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum. Fyrr en skipulagsmálin eru komin í höfn er ekki hægt að beita sér fyrir framkvæmdum á svæðinu. Bréf frá Gísla Þór Brynjarssyni og Samúel Birki Egilssyni, dags. 18. maí 2005, þar sem þeir óska eftir styrk vegna Noregsfarar. Markmið ferðarinnar er að æfa og sýna glímu við ýmis tækifæri í Noregi. Byggðaráð leggur til að þeir verði styrktir til fararinnar um kr. 15.000 hvor. Bréf frá Kára Jónssyni form. UMFL, dags. 17. maí 2005, þar sem óskað er eftir kr. 100.000 í styrk vegna sumarblaðs Laugdælings. Byggðaráð leggur til að UMFL verði veittur umbeðin styrkur og sveitarfélagið noti tæki- færið og kynni sig og sína starfsemi. Bréf frá Erni Erlendssyni, dags. 19. maí 2005 þar sem hann óskar eftir því að gefa landspildu sinni, sem er úr landi Dalsmynnis, nafnið Lindatunga. Byggðaráð leggur til að ekki verði gerð athugasemd við þessa nafn- gift og finnst nafnið vel við hæfi. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 18. maí 2005, þar sem fram kemur viðmiðunargjald vegna refa- og minkaveiða. Samkvæmt þessum viðmiðunum þá greiðast kr. 7.000 fyrir fullorðinn ref, kr. 1.600 fyrir yrðlinga og kr 3.000 fyrir mink. Áætlað er að endurgreiðsluhlutfall ríkisins verði lækkað í a.m.k. 30% úr 50% svo hægt verði að standa við fjárlög. Byggðaráð bendir ríkisvald- inu á að sveitarfélög þurfa einnig að standa við sínar fjárhagsáætlanir þannig að það er lámarks krafa að rík- isvaldið standi við sín 50%. Byggðaráð harmar afstöðu ríkisins gagnvart þessum vágestum sem refir og minkar eru í náttúru íslands og telur að frekar ætti að auka fé til veiða í stað þess að draga úr því. Bréf frá Margréti Sigurðardóttur sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 23. maí 2005, varðandi sameiginlega vatnsveitu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Byggðaráð styður hugmyndir um sameiginlega veitu sveitarfélaganna og bendir á bókun undir 8. lið á fundi sveitarstjómar Blá- skógabyggðar frá 24. maí 2005 en þar segir m.a. „Sveitarstjóm tekur undir með veitustjóm og samþykkir að farið verði í hönnun á kaldavatnsveitu í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp.” Bréf frá Margréti Sigurðardóttur sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 23. maí 2005, þar sem fram kemur að Grímsnes- og Grafningshreppur staðfestir samning um samvinnu í skólamálum. Lagt fram til kynningar. Bréf frá Kristrúnu Sigurfinnsdóttur dags. 7. júní 2005 þar sem hún fyrir hönd undirbúningshóps að 17. júní hátíðarhöldunum óskar eftir styrk að upphæð kr 150.000 til að halda útiball. í ljósi þess m.a. að Gull- kistan verður sett þennan sama dag þá leggur byggðaráð til að umbeðin styrkur verði veittur. Styrkurinn færist sem breyting á fjárhagsáætlun ársins. 44. fundur sveitarstjórnar 14. júní 2005. Mætt vom: Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýs- dóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Gunnar Þórisson, Drífa Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson og Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundar- gerð. Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2004. Síðari umræða. Bókun T listans vegna ársreiknings: „Meirihluti sveitarstjómar leggur nú fram þriðja ársreikn- ing sinn á kjörtímabilinu. T-listinn hefur sýnt meirihlut- anum tillitssemi og ekki gert alvarlegar athugasemdir við fyrri ársreikninga, þrátt fyrir aðjreir séu langt frá endur- skoðuðum fjárhagsáætlunum. Ársreikningurinn fyrir árið 2004, sem nú liggur fyrir, er engan veginn í samræmi við endurskoðaða fjárhagsáætlun, sem samþykkt var í des- ember 2004. Ein af niðurstöðum T-listans eftir yfirferð á ársreikningi er að fjármálastjóm Bláskógabyggðar er í molum, enda er útkoma reikningsins fjarri því sem samþykkt var í endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Fjárhaldsóreiðan er alfarið á ábyrgð meirihluta sveitarstjómar, enda hafa þau tekið fulla ábyrgð á ráðningu fjárhaldsmanns sveitarfélagsins. Ljóst er að stórkostlegur fjárhagsvandi er framundan í Bláskóga- byggð. Kostnaður við rekstur sveitarfélagsins, allt kjörtímabilið, hefur verið meiri en tekjur þess. Á árinu Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.