Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 7
Að tengja saman heimsálfur Japansferð Kammerkórs Biskupstungna 11.-23. júlí 2005 Aðdragandi I júlí 2005 hélt 15 manna hópur úr Biskups- tungum af stað í sannkallaða ævintýraferð til Japan. Aðdragandi ferðarinnar var þátttaka Bama- og kammerkórs Biskupstungna í Listahátíð 2005 og samstarf við Stomu Yamash’ta, heimsfrægan ásláttarleikara frá Japan. Samstarfið við Stomu kom til vegna vinskapar hans og Ragnhildar Gísladóttur, og ekki spillti fyrir að þeir Hilmar Öm, organisti, og Ragnar Sær, sveitarstjóri, höfðu hitt Stomu í námsferð sinni til Japan árið áður. Þeir höfðu líka kynnst Ayumi sem gerðist leiðsögukona okkar meðan á Japansferðinni stóð. Tónverkið Bergmál, eftir Ragnhildi Gísladóttur við texta eftir Sjón, var stærsta verkefni Lista- hátíðar og var það frumflutt í Skálholti. í verkinu spilaði Stomu Yamash’ta á hljóðfæri búið til úr ævafomum japönskum steinum en Bama- og kammerkór Biskupstungna og Skólakór Kársness sungu, Sigtryggur Baldursson, slagverksleikari, og Ragnhildur sjálf tóku einnig þátt í flutningi ásamt kórstjórunum Hilmari Emi Agnarssyni, sem einnig spilaði á orgel, og Þórunni Bjömsdóttur. Verkið er sett upp sem samtal bams og steins, sem eru miklar andstæður. Annars vegar bömin ung og lifandi og hins vegar grjótið sem spilað er á þriggja milljón ára gamalt og kyrrt. Viðfangsefnið er bamið og eilífðin. Bergmálið fékk svo góðar viðtökur að listamönn- unum var boðið að fara með það á heimssýninguna Expo 2005 í Japan fyrir íslands hönd. I móttökuforsœtisráðherra. Efri röðfrá vinstri: Ayumi Ikushima, leiðsögukona, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir á Vatnsleysu, Guðrún Gígja Jónsdóttir á Lambaflöt, Eyrún Sif Kragh í Reyk- holti, Dýrfinna Guðmundsdóttir á Iðu, Guðrún Linda Sveinsdóttir á Þöll, Hjörtur Freyr Sœland í Varmagerði, María Sól Ingólfsdóttir á Engi, Mio Yamash 'ta, eiginkona Stomu. Neðri röð frá vinstri: Harpa Gunnarsdóttir á Tjörn, Katrín Ragnarsdóttir í Reykholti, Selma Olafsdóttir í Víðigerði, Alexandra Guttormsdóttir í Skálholti, Sigrún Kjartansdóttir í Reykholti. Fremst: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, og Stomu Yamash 'ta. Langt ferðalag Það var eftirvænting í loftinu þegar krakkarnir kvöddu foreldra sína, hálfsyfjuð, fyrir utan Ara- tungu um miðja nótt til að leggja upp í sitt lengsta flugferðalag til þessa. Flogið var frá íslandi til Kaupmannahafnar og þaðan til Tokyo. Ekki var þá allt búið því við tók lestarferð til Chiryu. Það var margt til gamans gert í fluginu til Tokyo, sem tók um 13 klst., og lítið sofið, en í lestinni duttu allir útaf. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur á þessu langa ferðalagi, sem var aðeins byrjunin á löngu og farsælu ævintýri. Það er gaman að segja litla sögu af lestarstöðinni í Tokyo, sem er aðeins sýnishom af þeirri gestrisni og hjálpsemi sem hópurinn mætti alls staðar í Japan. Meðan verið var að kaupa miða í lestina tóku krakkarnir lagið. Þá vatt sér að þeim maður sem hafði unnið hjá stórfyrirtæki sem hafði við- skipti við Island. Maðurinn varð svo hugfanginn af að hitta krakkana og heyra sönginn að hann klökn- aði. Hann leiddi okkur síðan í gegnum flókna lestarstöðina og færði krökkunum gjafir að skilnaði. Þegar hann kvaddi okkur sagði hann að jákvæð samskipti og vinátta milli manna stuðlaði að friði í heiminum og væri mun líklegra til árangurs en nokkur pólitfk. Chiryu Afangastaður okkar var Menningarhúsið í Chiryu borg, þar sem við bjuggum fyrstu 6 dagana. Við fengum eitt herbergi, eins konar skólastofu fyrir okkur í menningarhúsinu og sváfum þar öll saman á gólfinu að japönskum sið. Á gólfinu voru strámott- ur og ofan á þær voru lagðar japanskar „Futon“ dýnur. Fyrsti dagurinn okkar í Japan var aðallega ætlaður til hvíldar eftir stranga ferð og til að átta sig á tímamuninum sem er 9 klst. Skólinn Daginn eftir var búið að skipuleggja fyrir okkur heimsókn í skóla, það var spennandi. Strax um morguninn kom ný japönsk vinkona okkar og fylgdi okkur í morgunmat á kaffihús í grenndinni. Islenski hópurinn vakti mikla athygli og við vorum kynnt fyrir öðrum gestum með virktum og krakkarnir tóku lagið. Okkur fannst morgunverðurinn furðulegur, en það var aðeins byrjunin, við áttum eftir að smakka ýmislegt skrítið í Japan. Það er erfitt að lýsa með orðum stemmningunni þegar íslenski hópurinn gekk í gegnum hátíðarsalinn í skólanum fullum af japönskum nemendum í hvítum skólabúningum sem sátu á gólfinu í beinum röðum, Lúðrasveit nemenda spil- aði mars meðan við gengum í gegn og upp á svið. Þegar laginu lauk mátti heyra saumnál detta í saln- 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.