Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 17
Minningar frá Haukadal Páll Sigurðsson. Framhald úr síðasta blaði Félagslíf og skemmtanir Stuttu fyrir skólasetningu skaut Tryggvi Þorsteins- son þeirri kveikju að mér að nauðsynlegt væri að stofna nemendafélag í skólanum sem héldi málfundi á laugardögum og gæfi út skólablað. Mér fannst þetta ágæt hugmynd sem sjálfsagt væri að hrinda í framkvæmd. Tryggvi var Laugamaður og ég Hólamaður og höfðum við báðir tekið þátt í svona starfsemi í skólum okkar. Á fyrsta kennsludegi var þessu máli hreyft og fékk ágætar undirtektir. Var fundur haldinn um kvöldið og kosnir 3 menn til að semja drög að lögum og fundarsköpum fyrir væntan- legan félagsskap. Kosnir voru Sigurður Pálsson kenn- ari, Tryggvi Þorsteinsson og Páll Sigurðsson. Næsta laugardag var stofnfundur félagsins haldinn; uppkast að lögum og fundarsköpum lagt fram og samþykkt. „Nemendafélag Haukadalsskóla” skyldi það heita. Var aðaltilgangur þess að halda málfundi hvert laugardagskvöld og gefa út blað sem hlaut nafnið „Haukur”. Skyldi það koma út og upplesast á hverju sunnudagskvöldi. Kvöldvökur og skemmtanir í skólanum átti félagið að sjá um ef efni stæðu til þeirra þátta. í stjóm félagsins vom kosnir: Tryggvi Þorsteinsson formaður, Viggó Jónsson (1908-) Borgfirðingur gjaldkeri og Páll Sigurðsson ritari. Þótt námið væri nokkuð erfitt og tímafrekt fundust þó stundir, einkanlega um helgar, til tómstunda og afþreyingar. Málfundimir voru stundum allfjörugir og blaðið gamansamt. Nokkuð var teflt og spilað á spil. I skólanum höfðum við tvo hljóðfæraleikara, Norðlendingana Pál nafna minn, sem átti og spilaði á harmonikku, og Adolf Friðfinnsson, sem spilaði bæði á orgel og harmonikku. En þetta var ekki nóg til að hægt væri að taka dansspor á venjulegan og eðlilegan hátt. Það vantaði dömumar. Þær voru aðeins þrjár á heimilinu og tvær þeirra kunnu ekki að dansa og neituðu allri kennslu frá okkar hendi. Ákveðið var að nemendur fengju að fara á tvær skemmtanir niður að Vatnsleysu þar sem var næsta danshús. Einnig stóð til að við héldum skemmtun heima í skólanum. Nokkrir nemendur kunnu ekki að dansa en aðrir allvel færir í þeirri íþrótt. Var bragðið á það ráð að hafa nokkrar dansæfingar í skólanum þar sem hinir lærðu kenndu þeim sem lítið eða ekkert kunnu. Sigurður Pálsson kennari var einn þeirra sem aldrei hafði dansspor stigið en reyndist hinn ágætasti nemandi og stóð sig vel á þeint skemmtunum sem í hönd fóru. Snemma á skólaárinu kom fram sú hugmynd, sennilega á málfundi, að stofna vísi að bókasafni Haukadalsskóla. í því skyni var ákveðið að efna til skemmtunar í skólanum og verja ágóðanum til bókakaupa. Auk þess vora samskot meðal nemenda og heimafólks og árstillög í nemendafélagið. Sem vænta mátti varð nokkur tilhlökkun meðal okkar í sambandi við fyrirhugaða skemmtun. Auk dansins áttum við að sýna leikfimi og Sigurður kenn- ari hafði tekið saman smáþátt úr Pilti og stúlku, „Bónorð Guðmundar á Búrfelli”. Tók Sigurður að sér að æfa leikendur og stjóma sýningu. Fórst honum það vel úr hendi eftir því sem efni stóðu til. Þegar til kastanna kom bragðust veðurguðirnir illa við, öllum til sárra vonbrigða. Tvívegis var skemmtunin ákveðin og haldin en í bæði skiptin var veður og færi þannig háttað að sárfátt kom og enginn aðgangseyrir tekinn af því fólki sem lagði á sig að koma. Það urðu því ekki nema 120 krónur sem söfnuðust. Fyrir þær vora keyptar nokkrar bækur sem fyrsti vísir að bókasafni Haukadalsskóla. Þótt svo illa tækist til með skemmtanir heima í skólanum fengum við síðar tækifæri til að dansa við Biskupstungnadömumar. Aðalsamkomuhúsið var að Vatnsleysu. Þangað fórum við tvisvar. Milli Hauka- dals og Vatnsleysu er um 2-3 stunda gangur. Fyrri skemmtunin var haldin um mánaðamótin nóvember- desember. Flestir nemendur fóru og Sigurðar báðir. Eg hygg að Umf. Biskupstungna hafi haldið þessa samkomu en Kvenfélagið þá seinni. Til skemmtunar var dans og sjónleikur. Ekki man ég nafn hans en mér þóttu leikendur standa sig vel, var enda sagt að sumir þeirra hefðu leikið áður. Þegar við fórum á fyrri samkomuna var veður og færi eins og best verður á kosið á þeim árstíma; aðeins grátt í rót, jörð frosin og bjart af tungli þegar dagsbirtu þraut. Ferðin sóttist vel, enda skapið létt. Þegar við nálguðumst samkomuhúsið fylkti Sigurður liði sínu til innrásar og lét okkur syngja: „Öxar við ána”. Það var því hávær og gustmikill flokkur sem sótti að húsinu og inn á dansgólfið. Allmargt fólk var í salnum og mikið skvaldur en þegar við ruddumst inn varð grafarþögn. Haukdælir vöktu svo sannarlega athygli, enda hygg ég að Sigurður skólastjóri hafi hreinlega til þess ætlast. Sá granur læddist að mér að sumir þeirra sem fyrir vora hafi hugsað sem svo að þessa drengi skorti ekki yfirlæti. Ef til vill höfðu þeir nokkuð fyrir sér. Þegar inn í salinn kom leystist fylkingin upp og hver hugsaði um sig. Eitthvert afdrep var til að hafa 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.