Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 25
sveitarfélagsins. Húsaleigan breyttist síðast 1. janúar 2005. Byggðaráð leggur til að húsaleigan taki mið af vísitölu neysluverðs með húsnæðisþætti, miðað við 1. janúar 2005. Húsleigan verði endurskoðuð tvisvar á ári, þ. e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, en í næsta sinn 1. janúar 2006. Bréf frá Erni Erlendssyni, dags. 26. september 2005, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjómar um stofnun lögbýlis á landareign hans sem er hluti af Dalsmynni í Biskupstungum. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við stofnum þessa lögbýlis. Byggðaráð leggur til að sú vinnu- regla verði viðhöfð í framtíðinni, að leitað verði umsagnar skipulagsfulltrúa/skipulagsnefndar áður en umsagnir um stofnun lögbýla em afgreiddar af sveitarstjóm. Bréf frá Helgu Ágústsdóttur, hugflæðiráðunauts Kaffi Kletts, dags. 23. september 2005, þar sem óskað er eftir fjártyrk að upphæð kr. 150.000 til að halda úti menn- ingarstarfsemi veturinn 2005 — 2006. Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 og fær- ist hann á fjárhagsáætlun næsta árs. Bréf frá Öglu Snorradóttur og Friðriki Sigurjónssyni, dags. 20. sept. 2005, þar sem fram kemur að Jarðadeild Landbúnaðarráðuneytisins hafi selt þeim hlut ríkisins í jörðinni Vegatungu í Biskupstungum. Lagt fram til kynn- ingar. Breyting á reglugerð Biskupstungnaveitu. Breyting- amar eru þær að Bláskógabyggð kemur í stað Biskups- tungnahrepps, sveitarstjóm í stað hreppsnefnd og felld eru út þau ákvæði sem fjalla um rekstur kaldavatnsveitu. Byggðaráð leggur til að breytingamar á reglugerðinni verði samþykktar. Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, dags. 15. sept. 2005, þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Heilbrigðisráðuneytið em hvött til að semja við slökkvilið landsins um framkvæmd sjúkraflutninga. Byggðaráð tekur undir með Landssam- bandinu og hvetur Heilbrigðisráðuneytið til að ganga til samninga við BÁ sem fyrst um sjúkraflutninga í Ámes- sýslu. Kjörskrá fyrir sameiningarkosningamar 8. okt. 2005 var yfirfarin og samþykkt til framlagningar. 47. fundur sveitarstjórnar 4. október 2005 Mættir vom allir sveitarstjómarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Lögð fram tillaga um breytingu á dagskrá. Við bætast tveir liðir 13 og 14 og færast aðrir aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða. Framkvæmdir í umhverfismálum í Laugarási. Lögð fram og kynnt greinargerð vinnuhóps vegna skipulags og forgangsröðunar á framkvæmdum í um- hverfismálum í Laugarási. Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi af Austurbyggð og Bæjarholti í samræmi við niðurstöður vinnuhópsins. Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu að breytingu deiliskipulags í Laugarási, skv. umræðutillögu 2, dags. október 2005. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að þessu máli. Sveitarstjóm þakkar vinnuhópi góða vinnu og tillögugerð og tekur undir þær tillögur sem fram hafa komið. Málinu vísað til sveitarstjóra til frekari úrvinnslu, svo og gerðar fjárhagsáætlunar 2006. Heildarskipulag miðsvæðis í Reykholti. Lögð fram og kynnt tillaga frá Landformi, dags. 12. september 2005, af skólalóð og miðsvæði í Reykholti. Sveitarstjóm samþykkir framlagðar teikningar. Aðalskipulag Þingvallasveitar. Lokafrágangur vegna nýrra athugasemda Skipulags- stofnunar. Lögð fram tillaga að breytingum í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Oddvita falið að undirrita aðalskipulag Þingvallasveitar með framkomnum breytingum. Jafnframt samþykkt að óska eftir því við Skipulagsstofnun að leita eftir staðfestingu umhverfis- ráðherra á aðalskipulagi Þingvallasveitar með framkomn- um breytingum. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu; Fell í Biskups- tungum. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna, Bláskógabyggð, þar sem 30 ha svæði úr landi Fells verður breytt úr landbúnaðarsvæði í frístund- abyggð. Tillagan er unnin af Pétri H. Jónssyni í septem- ber 2005. Sveitarstjóm samþykkir að heimila auglýsingu tillög- unar sem lýtur að svæðinu sunnan Biskupstungnabrautar (35), skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Afgreiðslu svæðisins norðan Biskupstungnabrautar verði frestað þangað til fyrir liggur ákvörðun um framtíðar staðsetningu vegarins. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005. Valtýr Valtýsson lagði fram vinnuskjal, sem er yfirlit yfir rekstrarliði sem þarf að taka til athugunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005. Fyrri umræða. Samþykkt að halda aukafund í sveitarstjóm 18. október 2005, þar sem endurskoðun fjárhagsáætlunar verður tekin til lokaafgreiðslu. Veitumál. Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), dags. 29. september 2005. Gerð grein fyrir viðræðum fulltrúa sveitarstjómar og fulltrúa OR. Lögð fram tillaga frá Þ-lista: Fram kemur í bréfi OR m.a. að hún lýsir sig reiðubúna að starfa samkvæmt eftir- farandi markmiðum Bláskógabyggðar sem em m.a.: a. Stuðla að aukinni uppbyggingu veitnanna með það að markmiði að þjóna íbúum og atvinnurekstri sveitar- félagsins sem best. b. Viðhalda þeirri framtíðarsýn sem sveitarfélagið leggur um orkuverð til garðyrkju. c. Stuðla að samningum við eigendur jarðhitasvæðanna um skynsamlega nýtingu þeirra. d. Vinna að eflingu og uppbyggingu atvinnustarfssemi sem nýtir þjónustu veitnanna í verulegum mæli. Sveitarstjóm samþykkir að halda áfram viðræðum við OR á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja með það að markmiði að selja OR hitaveitur sveitarfélagsins ef viðunnandi samningar nást um verð og fyrrgreind mark- mið. Sveitarstjóm samþykkir ennfremur að ef til sölu kemur skuli andvirðið notað m.a. til að: a. Ljúka fjármögnun leik- og grunnskólabygginga. b. Byggja upp eldra gatnakerfi í þéttbýli þar sem ekki tekst að fjármagna framkvæmdir með töku gatnagerðar- gjalda. Lögð fram tillaga frá Kjartani Lámssyni: Kjartan Lámsson leggur fram tillögu þess efnis að vísa tillögu Þ- lista frá og fresta viðræðum við OR þar til að fyrir liggja úrslit sameiningarkosninga sveitarfélaganna í uppsveitum Ámessýslu. Tillaga Kjartans borin upp til atkvæða og 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.