Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 22
þjónustuhlutverk sveitarfélaga. Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga eru tilnefndir Sveinn A. Sæland og Trausti F. Valsson og til vara Margrét Sigurðardóttir og Sigurður Óli Kolbeinsson. 45. fundur sveitarstjórnar 12. júlí 2005. Mættir voru allir aðalmenn í sveitarstjóm og ritaði Margeir Ingólfsson fundargerð. Ráðning sveitarstjóra. Lagður fram ráðningarsamn- ingur við Valtý Valtýsson, Meiri-Tungu I, Rangárþingi ytra. Samkvæmt samningnum mun Valtýr hefja störf 1. ágúst 2005 og starfa til loka kjörtímabils. Ráðningar- samningurinn var samþykktur með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá. Fráfarandi sveitarstjóra, Ragnari Sæ Ragnarssyni, sem lætur af störfum þann 31. júlí, era þökkuð góð og farsæl störf í þágu sveitarfélagsins. Breyting á prókúru. Samþykkt að frá og með 1. ágúst 2005 fari nýráðinn sveitarstjóri, Valtýr Valtýsson, með prókúruumboð fyrir sveitarfélagið og frá sama tíma falli niður prókúruumboð Ragnars Sæs Ragnarssonar. Orkumál. Þ-listinn lagði fram eftifarandi tillögu: „Sveitarstjórn Bláskógabyggaðar samþykkir að sveitar- stjóri og framkvæmdarstjóri veitna sveitarfélagsins verði fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á grundvelli viljayfirlýsingar um sam- starf í orkumálum frá 23. júlí 2003. Kanna á hvort grund- völlur sé fyrir sameiningu veitufyrirtækja Bláskóga- byggðar og OR með það að markmiði að skapa frekari möguleika til eflingar byggðar og uppbyggingu atvinnu- lífs í Bláskógabyggð“. T-listinn lagði fram breytingar- tillögu þess efnis að „staðið verði við fyrri samþykktir sveitarstjómar frá 2003 um viðræðuhóp um samstarf á sviði orkumála við Orkuveitu Reykjavíkur". Breytingar- tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2, tillaga Þ-list- ans var síðan tekin fyrir og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2. Lyngdalsheiðarvegur (Gjábakkavegur). Úrskurður umhverfisráðherra lagður fram og kynntur. Eftirfarandi greinargerð var samþykkt samhljóða. „Úrskurður umhverfisráðherra um umhverfismat Gjábakkavegar í kjölfar kæruferlis er sveitarstjóm Bláskógarbyggðar mikil vonbrigði svo vægt sé til orða tekið. Allar tafir málsins setja áform og áætlanir á ýmsum sviðum í upp- nám og framvinda málsins er í óvissu. Sveitarstjóra lítur svo á að nýr heilsársvegur milli Laugardals og Þingvallasveitar sé lykilatriði í þróun og uppbyggingu Bláskógabyggðar og hafa væntingar til framkvæmdarinnar verið miklar. Má þar benda á að í aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 segir í kafla um stefnumörkun: „Tengsl byggðarlagsins við höfuðborgarsvæðið og almennt við vegkerfi landsins verði styrkt; forgangs- verkefni verði bygging heilsársvegar norðan Lyngdals- heiðar með endurbótum og breyttri legu núverandi Gjábakkavegar.“ I aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 sem nú bíður staðfestingar sama ráðuneytis segir: „Gjábakkavegur verði endurbættur í nýju vegstæði, með það að megin markmiði að tryggja sem bestar og öruggastar samgöngur milli byggðarlaga innan Bláskógabyggðar og við höfuðborgarsvæðið.“ Miðað við aðdraganda málsins og niðurstöðu ráð- herrans er ljóst að vægi Þingvallanefndar er í huga ráðherra öllu meira en leyfisveitandans; Bláskóga- byggðar, og framkvæmdaaðilans; Vegagerðarinnar. Má af úrskurðinum ráða að afstaða nefndarinnar og kæranda, Péturs M. Jónassonar, hefur haft úrslitaþýðingu um niðurstöðu úrskurðarins. Sú staðreynd að ráðherra leitaði sérstaklega til kæranda og þjóðgarðsvarðar, m.a. með vettvangsferð til að kynna sér málin segir meira en mörg orð. Eðlilegt má telja að ráðherra hefði einnig kallað til fulltrúa framkvæmdaaðilans og leyfisveitandans og leyft þeim að koma sínum sjónarmiðum á framfæri augliti til auglitis, sérstaklega í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ráð- herra kemst að. Einnig má velta fyrir sér hvers vegna einum kærenda er gert hærra undir höfði en öðrum við úrvinnslu málsins. I úrskurði ráðherra er einungis einu sinni vitnað til umsagnar sveitarfélagsins og þá eingöngu vikið að þeirra afstöðu sveitarstjómar að leið 1 væri óásættanleg. Ekki er vikið að hugmyndum sveitarstjómar um það hvemig komið verði í veg fyrir tvöfalt vegakerfi eða áhyggjum hennar af áhrifum leiðar 1 á náttúru og ásýnd svæðisins, sérstaklega í Barmaskarði og á Laugarvatnsvöllum. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að áhersla sveitarstjómar á umferðaröryggi vegi ekki mjög þungt í afgreiðslu ráð- herra. Þá fullyrðingu í úrskurðinum um að núverandi Gjá- bakkavegur gegni í megindráttum sama hlutverki og fyrirhugaður nýr vegur er auðvelt að túlka sem lítils- virðingu við íbúa sveitarfélagsins og þá sem í umboði þeirra starfa. Nauðsynlegt er að ráðherra greini betur frá afstöðu sinni til þess hvort hún telji að hér sé um nauðsynlega samgöngubót á svæðinu að ræða eða ekki. Þegar litið er til þáttar Þingvallanefndar í framvindu málsins frá upphafi er ljóst að sveitarstjóm gerir alvar- legar athugasemdir við framgöngu nefndarinnar. Sveitarstjóm hafði litið svo á að niðurstaða hefði fengist í málinu á síðasta ári sem báðir aðilar hefðu sæst á. Auk þess gerði nefndin ekki athugasemdir við legu vegarins í tillögu að aðalskipulagi Þingvallasveitar nú í vor og hafði sveitarstjóm því enga ástæðu til að ætla að nefndin myndi með umsögn sinni koma málinu í uppnám. Á fyrri stigum málsins hefur nefndin lýst því yfir að megin áherslan skuli lögð á að nýji vegurinn liggi utan þjóð- garðsmarka. I umsögn sinni um tillögu matsáætlunar Vegagerðarinnar um Gjábakkaveg sem dagsett er 13. júní 2003 kemur fram að Þingvallanefnd geti fyrir sitt leyti fallist á tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna lagningu Gjábakkavegar. Þá hefði nefndinni verið í lófa lagið að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um endur- bættan núverandi veg. í umsókn ríkisstjórnarinnar til upptöku Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO árið 2003 var Gjábakkavegar einungis getið sem lagfæringar á núverandi vegi og má segja að þá hafi fyrstu vísbendingar um stefnubreytingu nefndarinnar gagnvart framkvæmdinni komið fram. Sú umsókn var aldrei borin undir sveitarstjóm, jafnvel þó að hún hefði íþyngjandi ákvarðanir í för með sér fyrir hagsmuni sveitarfélagsins. En sveitarstjóm leit þó ekki svo á að Þingvallanefnd hefði lagst gegn hugmyndum um heilsársveg milli Þingvalla og Laugarvatns. Sú staðreynd að nefndin dregur að veita umsögn sína vegna kæranna í 5 mánuði er með öllu óþolandi og þegar hún berst loksins þann 15. júní er eingöngu um einnar blaðsíðu yfirlýsingu að ræða sem fram kemur að nefndin hafi allan tíman talið að leið 1 myndi falla best að umhverfi sínu auk þess sem formaður nefndarinnar eyðir nokkmm orðum í að tíunda sjálfsögð atriði um mikil- Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.