Litli Bergþór - 01.12.2005, Side 4

Litli Bergþór - 01.12.2005, Side 4
Formannspistill Tækifærið gríptu greitt, giftu mun það skapa. Járnið skaltu hamra heitt, að hika er sama og tapa. Já, svo kvað Steingrímur Thorsteinsson forðum. Með þessari vísu lauk Sædís Iva Elíasdóttir ráðgjafi og formaður Ungmennasambands Vestur- Skaftafellssýslu erindi sínu, sem hún nefndi „Hvemig virkjum við ungt fólk“. En erindið flutti hún á málþingi sem nefnt var Þátttaka er lífsstíll — JJngt fólk á Suðurlandi. Þingið var á vegum Menntamálaráðuneytisins, SASS, HSK, og Æskulýðsráðs Ríkisins. Fluttar voru sex framsögur og síðan umræður að þeim loknum. í erindi Sædísar lagði hún áherslu á að byrja snemma að virkja ungt fólk til félags og tómstundastarfa en það væri leið til þess að þroska einstaklinginn, t.d. að taka tillit til annarra, bera virðingu fyrir öðrum og að geta tekið sigrum og tapi, auk félagslegs þroska. I flestum tilfellum bætir ástundun líðan viðkomandi og byggir upp jákvæða sjálfsmynd. Einnig kom fram hjá henni að vandi félaga væri oft mikill í sambandi við kostnað á æfingagjöldum og hættan væri sú að misjafnar fjárhagsaðstæður fjöl- skyldna gætu komið í veg fyrir þátttöku ungmenna í félagsstarfi. Tvær stúlkur voru fulltrúar frá FSu og ML, og fluttu þær mál sitt skörulega að mér fannst. Þeim fannst margt gott gert en spurðu samt hvort full- orðna fólkið skipulegði hlutina kannski oft út frá sjálfu sér í staðinn fyrir að leita álits á hvað ungling- unum finnst eða hvað þeim hentar. I umræðum, sem voru á eftir, kom fram hjá þeim sem í dreifbýli búa nauðsyn þess að hvers kyns tómstunda- og íþrótta- starf væri skipulagt í beinu framhaldi af skólastarfi til þess að lágmarka keyrslu og kostnað sem því fylgir. íþróttadeild Ungmennafélagsins hér hefur reynt að halda niðri kostnaði æfingagjalda og skipu- leggja æfingarnar eins vel og hægt er. íþróttaæfingar eru með hefðbundu sniði eins og verið hefur en þreifingar eru um sameiginlegar æfingar í frjálsum íþróttum útfrá Laugarvatni, en það kemur til útaf erfiðleikum við að fá þjálfara til okkar. Vona ég að lausn finnist á því. Guttormur Bjarnason, formaður Umf. Bisk SELÁS-BYGGINGAR ehf. Tilboðsgerð, viðhald, hurðir, gluggar, timbur-, íbúðar-, sumar og stálgrindarhús Hákon Páll Gunnlaugsson löggiltur húsasmíðameistari + byggingastj. Sími 486-8862/894-4142 netfang: hpgunn@binet.is fax: 486-8620 Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.