Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 10
fara í sundlaugar eins og við fara Japanir gjarnan í baðhús. Fyrsta ferðin í baðhús var eftirminnilegust. Þá fórum við í almennings baðhús niðri í bæ í Chiryu. Húsinu er skipt í karla og kvenna herbergi enda notar enginn sundföt. Fyrst er byrjað á því að þvo sér og þá er setið á mjög lágum kollum eða bekkjum fyrir framan spegil og þar á veggnum eru blöndunartæki og sturtuhaus sem haldið er á og sturtað yfir sig. Japanir nota líka þvottaklúta og þvottafat og skrúbba sig vel í bak og fyrir. Þegar þessu er lokið er farið í alls kyns potta og gufuböð og menn dvelja gjarnan lengi í baðhúsinu. Það eru heitir og kaldir pottar inni og úti, sumir með nuddi eða ilm og mismunandi litu vatni. í einu gufu- baðinu var meira að segja hægt að horfa á bíómynd á stórum skjá. Kyoto Ayumi, ómetanleg japönsk vinkona, fylgdi okkur hvert fótmál, túlkaði fyrir okkur og aðstoðaði á allan hátt. Við héldum að nú væri stjörnulífinu lokið, en það var öðru nær. Góðvinur Ayumi, sem átti stórt leigubílafyrirtæki, bauð okkur í mat á fyrsta degi og bauð okkur jafnframt tvo stóra bíla til afnota í tvo daga, svo við kæmumst milli staða og gætum skoðað okkur um í Kyoto. Þetta var ómetanlegt fyrir okkur og létti óneitanlega lífið því nú skiptu hiti og vegalengdir engu máli. Þannig vildi það til að við ferðuðumst milli sögustaða í þægilegum kældum bílum, með einkabílstjóra með hvíta hanska, sem vöktuðu okkur hvert fótmál svo við týndumst ekki. Eigandinn pantaði líka söng hjá krökkunum á samkomu Rotary klúbbs og dagblaðið á staðnum óskaði eftir að fá að hlusta og mynda. Eitt kvöldið í Kyoto var haldið glæsilegt partý á frönskum veitingastað, sem annar góður vinur Ayumi hafði lánað okkur. Til að skemmta sé með Stúlkurnar í Cimono. okkur þetta kvöld komu Stomu og konan hans og við áttum saman skemmtilega kvöldstund. Fleiri listamenn litu svo inn seinna um kvöldið, en há- punktur skemmtunarinnar var þegar við færðum okkur yfir á karaoke stað skammt frá og krakkamir létu ljós sitt skína þar. Cimono Þjóðbúningur Japana er einstaklega fallegur og heilmiklir siðir í kringum hann. Búningamir eru til úr mismunandi efni t.d. spari Cimonoar úr fínasta silki, og svo léttir sumarbúningar úr bómullarefni, sem kallast Yukata. Allir eru þeir litríkir og með margvíslegu mynstri. Krakkamir fengu sér allir Yukata, og Ayumi kenndi þeim að klæðast þeim, en það er svolítil kúnst að gera það á réttan hátt. Þetta klæddi krakkana einstaklega vel og svo gengur fólk á alveg sérstakan hátt sem líkist helst hógværu trítli. Hugleitt við Zen garðinn. Hofin Við heimsóttum mörg ævagömul hof í Kyoto, mörg þeirra tilkomumikil og falleg eins og t.d. Gullna hofið Rokuon-Ji Temple, sem er á heims- minjaskrá. I kringum hofin eru oftast fallegir lysti- garðar með alls kyns plöntum, stígum og tjömum. En einna eftirminnilegastur er þó Zen garðurinn við Ryoan-Ji Temple. Þetta er mjög þekktur garður sem samanstendur af fimmtán mismunandi steinum og hvítum grófum sandi sem er lystilega rakaður í mynstur í kringum steinana. Þama eiga gestir að hugleiða í þögn, túlka hver fyrir sig hvað þeir sjá í einfaldleikanum og losa sig við allar neikvæðar hugsanir og áhyggjur. Japanir biðja til margra mismunandi guða í hofunum og má þar nefna skólaguð, bamaguð, ferðaguð og við mismunandi aðstæður biður þú mismunandi guði um aðstoð allt eftir því hvert við- fangsefnið er. Þegar komið er í hofið byrja menn á því að þvo sér um hendumar í þar til gerðum steinílátum með stórri ausu. Og oftast klappa menn saman lófununt til að vekja guðina áður en þeir byrja að biðja til þeirra. I einu hofanna fengu krakkarnir að spreyta sig á að skrifa Sutru en Japanir trúa því að ef menn endurriti orð Búdda fái þeir óskir sínar uppfylltar. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.