Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 14
Landgræðslufélag Biskupstungna Starfsskýrsla árið 2005 Ekki var haldinn stjómarfundur eftir síðasta aðalfund fyrr en með vorinu og urðu þeir ekki fleiri þetta starfsár. í vetur var sótt um styrki til að fjár- magna uppgræðslustarfið til Pokasjóðs og Land- bótasjóðs. Þetta er fyrsta árið sem ekkert fé kemur beint frá Landgræðslunni nema í gegnum Landbóta- sjóð. Skemmst er frá því að segja að við fengum vilyrði fyrir milljón úr hvorum sjóði. Rúmur helmingur af þessu fé var notaður til kaupa á áburði sem var dreift á sömu slóðum og undanfarin ár. Keypt var fræ til að dreifa í þau börð, sem verið er að græða upp með heyi. Einnig lagði Landgræðslan til fræ. Aburði var dreift á Framafréttinn 23. júní og kom að því mannskapur frá 6 bæjum. Alls var dreift 36,5 tonnum af áburði, þar af voru 5 tonn sem Slátur- félag Suðurlands lét okkur í té. Borið var á innan girðingar í Rótarmannagili og við Sandvatnshlíð í leiðinni. Farið var með 3 dreifara innfyrir á 26. júní og dreift áburði á Tjamheiðarbrún, Svatártorfur og í Svartárbotnum, alls 16,5 tonnum. Fræ var með í för og var sáð í rofabörð sem síðar var dreift heyi í. Ekki var borið á Tunguheiði fyrr en 15. júlí vegna þess að Landgræðslan átti ekki tiltækan áburð þegar farið var að bera á Framafréttinn. Þar var dreift 12 tonnum af áburði, 7,2 utan girðingar og 4,8 fyrir innan. Illa horfði í fyrstu með rúllur til uppgræðslu vegna andstöðu héraðsdýralæknis við að farið væri með hey nema af bæjum þar sem sauðfé hefur ekki verið í ára- tug. Þar rættist úr þar sem Haraldur í Einholti bauð fram tún til að heyja í þessum tilgangi. Var það gert seinnipartinn í ágúst og er búið að dreifa rúmum 300 rúllum í rofabörð í haust. Mest fór heyið syðst í Svartártorfur. Bilanir töfðu verkið verulega í haust, fyrst bilaði dráttarvél og síðan rúllutætarinn, en þetta hafðist á endanum. I ágúst þáðu nokkrir úr félaginu boð Landgræðslu- félgs Öræfinga á Landgræðsludag hjá þeim. Þetta var víst mög góð ferð, og segir Guðmundur á Iðu frá þeirri ferð á öðrum stað í blaðinu. Landgræðslu- félagið tók að sér að sjá um Landgræðsludag hér um slóðir næsta sumar. Aðalfundur félagsins var haldinn 31. október síð- astliðinn. Auk aðalfundarstarfa var Magnús Jóhanns- son, starfsmaður Landgræðslunnar, með smá kynn- ingu á svokölluðum „Hekluskógum“. Á fundinum urðu breytingar á stjóm félagsins, og eru Þorfinnur á Spóastöðum, Margeir á Brú og Guðmundur á Iðu nú í stjóm. Arnheiður Þórðardóttir 486 8782 893 5391 486 8745 T&kum að okkur «11« bygglngaatarlkeml Sumarhúsasmíði og -þjónusta minigröfu með brotfleyg og skotbómulyftara með körfu Þorsteinn Þórarinsson húsasmíðameistari Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.